Persónulegar erjur og mismunandi áherslur áður komið í veg fyrir sameiningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. október 2022 11:42 Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að skiptar skoðanir starfsfólks stofnananna breytist ekki við sameiningu. En heilbrigð umræða og skoðanaskipti séu af því góða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktarstjóri segir mikilvægt að halda því til haga að fjölmargar tilraunir til að sameina Skógræktina og Landgræðsluna hafi klúðrast í gegn um tíðina. Hann er hóflega bjartsýnn á að það takist í þetta skiptið en ætlar að leggja sig allan fram. Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“ Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“
Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24