Fjölmenn lögregluaðgerð í Svarfaðardal í gærkvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2022 10:34 Karlmaðurinn var í beinni útsendingu á Facebook og sýndi lögreglubíla fyrir utan bæinn sinn. Rúður á heimili karlmannsins voru brotnar. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að bæ í Svarfaðardal á Norðurlandi í gærkvöldi vegna karlmanns á fimmtugsaldri. Vegur sem liggur að heimili karlmannsins var lokaður um tíma svo nærsveitungar komust ekki heim til sín. Karlmaðurinn, sem á meðal annars þungan dóm á bakinu fyrir manndráp þegar hann var tæplega tvítugur, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær á meðan lögregla stóð vakt við húsið. Hann var í beinni útsendingu á Facebook í á þriðja klukkutíma. Lögregla reyndi lengi vel að ræða við hann á vettvangi. Þá reyndi lögreglumaður einnig að ná til karlmannsins í gegnum samfélagsmiðla og sagðist vilja hjálpa honum. Auk hefðbundinna lögreglumanna voru vopnaðir sérsveitarmenn með í för. Nágranni sem fréttastofa ræddi við segir karlmanninn „lifa öðruvísi lífi“ en það væri þó ekki svo að þau væru hrædd við hann. Hann væri á móti kerfinu og hefði farið mikinn þegar landinn var bólusettur fyrir Covid-19. Þá deili hann reglulega samsæriskenningum á Facebook. Hann hafi þó reglulega sýnt að hann væri góður til vinnu, reynst öflugur á bæ sínum og tekið að sér verk fyrir annað fólk. Því væri leiðinlegt að sjá ástandið sem hafi skapast við bæinn sem hann leigir og býr á í gær. Lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í gær. Ekki hefur náðst í lögregluna það sem af er degi. Ríkislögreglustjóri vísar á embættið fyrir norðan vegna málsins. Uppfært 21.10.2022 Lögreglan á Norðurlandi eystra segist ekki ætla að tjá sig um aðgerðina í Svarfaðardal og vísar til einkahagsmuna. Lögreglumál Dalvíkurbyggð Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Karlmaðurinn, sem á meðal annars þungan dóm á bakinu fyrir manndráp þegar hann var tæplega tvítugur, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær á meðan lögregla stóð vakt við húsið. Hann var í beinni útsendingu á Facebook í á þriðja klukkutíma. Lögregla reyndi lengi vel að ræða við hann á vettvangi. Þá reyndi lögreglumaður einnig að ná til karlmannsins í gegnum samfélagsmiðla og sagðist vilja hjálpa honum. Auk hefðbundinna lögreglumanna voru vopnaðir sérsveitarmenn með í för. Nágranni sem fréttastofa ræddi við segir karlmanninn „lifa öðruvísi lífi“ en það væri þó ekki svo að þau væru hrædd við hann. Hann væri á móti kerfinu og hefði farið mikinn þegar landinn var bólusettur fyrir Covid-19. Þá deili hann reglulega samsæriskenningum á Facebook. Hann hafi þó reglulega sýnt að hann væri góður til vinnu, reynst öflugur á bæ sínum og tekið að sér verk fyrir annað fólk. Því væri leiðinlegt að sjá ástandið sem hafi skapast við bæinn sem hann leigir og býr á í gær. Lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í gær. Ekki hefur náðst í lögregluna það sem af er degi. Ríkislögreglustjóri vísar á embættið fyrir norðan vegna málsins. Uppfært 21.10.2022 Lögreglan á Norðurlandi eystra segist ekki ætla að tjá sig um aðgerðina í Svarfaðardal og vísar til einkahagsmuna.
Lögreglumál Dalvíkurbyggð Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent