Ætlar örugglega að ræða mál Gylfa innan utanríkismálanefndar Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 08:36 Njáll Trausti Friðbertsson segist örugglega ætla að ræða mál Gylfa Þórs Sigurðssonar innan utanríkismálanefndar. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar, segist örugglega ætla að ræða málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fundi nefndarinnar. Hann segir tímann sem málið hefur tekið vera erfiðastan fyrir Gylfa. Njáll Trausti Friðbertsson ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann er á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í Finnlandi. Ræddi hann um ráðstefnuna en Heimir Karlsson nýtti tækifærið og spurði Njál um málefni knattspyrnumannsins Gylfa Þór Sigurðssonar. Njáll sagði mál Gylfa vera leiðindamál en benti á að íslenska ríkið gæti varla farið að skipta sér af dómstólum Bretlands með beinum hætti. „Það sem er leiðinlegt í þessu máli er aðallega þessi tímalengd. Hún er ótrúleg. Þetta eru orðnir fimmtán mánuðir,“ segir Njáll. „Auðvitað á viðkomandi aðili, sama hvernig þetta mál fer, rétt á því að tala fyrir sínum réttindum. Fá bætur eða annað ef illa hefur verið farið með viðkomandi í dómskerfinu.“ Umræðan um málefni Gylfa hefst á 8. mínútu myndbandsins hér fyrir neðan. Heimir benti á að ríkisstjórnir um allan heim hafi beitt sér fyrir eða hjálpað þegnum sínum sem hafa lent í fangelsi hér og þar um heiminn. Þá spurði hann hvort Njáll myndi taka málið upp innan utanríkismálanefndar. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ segir Njáll. Hann bendir þó á að það verði sömu reglur að gilda um alla, sama hvort þeir séu þekktir eða ekki. Það sé punkturinn sem fólk þurfi að hafa í huga. Í gær var greint frá því hér á Vísi að fjölskylda Gylfa hafi sótt um að færa lögheimili hans frá Bretlandi til Íslands. Faðir Gylfa sagði að verið væri að brjóta á mannréttindum Gylfa en hann hefur verið í farbanni frá Bretlandi í um fimmtán mánuði. Gylfi er grunaður um kynferðisbrot gegn einstaklingi undir lögaldri. Engin ákæra hefur verið gefin út á þeim fimmtán mánuðum sem hafa liðið síðan Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester. Hann hefur þó sætt farbanni allan þann tíma. Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, ræddi mál Gylfa á Facebook í gær þar sem hann sagðist einnig telja að bresk yfirvöld væru að brjóta á mannréttindum knattspyrnukappans. „Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ skrifaði Gauti. Bretland Utanríkismál England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bítið Alþingi Enski boltinn Tengdar fréttir Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann er á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í Finnlandi. Ræddi hann um ráðstefnuna en Heimir Karlsson nýtti tækifærið og spurði Njál um málefni knattspyrnumannsins Gylfa Þór Sigurðssonar. Njáll sagði mál Gylfa vera leiðindamál en benti á að íslenska ríkið gæti varla farið að skipta sér af dómstólum Bretlands með beinum hætti. „Það sem er leiðinlegt í þessu máli er aðallega þessi tímalengd. Hún er ótrúleg. Þetta eru orðnir fimmtán mánuðir,“ segir Njáll. „Auðvitað á viðkomandi aðili, sama hvernig þetta mál fer, rétt á því að tala fyrir sínum réttindum. Fá bætur eða annað ef illa hefur verið farið með viðkomandi í dómskerfinu.“ Umræðan um málefni Gylfa hefst á 8. mínútu myndbandsins hér fyrir neðan. Heimir benti á að ríkisstjórnir um allan heim hafi beitt sér fyrir eða hjálpað þegnum sínum sem hafa lent í fangelsi hér og þar um heiminn. Þá spurði hann hvort Njáll myndi taka málið upp innan utanríkismálanefndar. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ segir Njáll. Hann bendir þó á að það verði sömu reglur að gilda um alla, sama hvort þeir séu þekktir eða ekki. Það sé punkturinn sem fólk þurfi að hafa í huga. Í gær var greint frá því hér á Vísi að fjölskylda Gylfa hafi sótt um að færa lögheimili hans frá Bretlandi til Íslands. Faðir Gylfa sagði að verið væri að brjóta á mannréttindum Gylfa en hann hefur verið í farbanni frá Bretlandi í um fimmtán mánuði. Gylfi er grunaður um kynferðisbrot gegn einstaklingi undir lögaldri. Engin ákæra hefur verið gefin út á þeim fimmtán mánuðum sem hafa liðið síðan Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester. Hann hefur þó sætt farbanni allan þann tíma. Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, ræddi mál Gylfa á Facebook í gær þar sem hann sagðist einnig telja að bresk yfirvöld væru að brjóta á mannréttindum knattspyrnukappans. „Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ skrifaði Gauti.
Bretland Utanríkismál England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bítið Alþingi Enski boltinn Tengdar fréttir Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15