„Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 20:45 Jörundur Áki tók nýverið við nýrri stöðu hjá KSÍ. Stöð 2 Jörundur Áki Sveinsson, nýráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands, segir íslenskan fótbolta á fínum stað og hlutir séu á réttri leið. Ákveðin verkefni séu komin í farveg sem munu styrkja hann enn frekar. „Við viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum. Höfum farið af stað með ákveðin verkefni, reynum að fjölga leikjum og jafningjaleikjum þá helst í ákveðnum flokkum. Stefnum að því að gera það í fleiri flokkum,“ sagði Jörundur Áki í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Fjölga verkefni yngri landsliða er líka eitt af okkar markmiðum. Efla innra starfið okkar. Það er fjölmargt á dagskrá hjá okkur til að efla starfið enn frekar.“ Ákveðnir erfiðleikar hafi fylgt skandalnum sem skók sambandið síðasta haust en Jörundur Áki segir KSÍ og landslið Íslands á góðri vegferð. „Við höfum verið í mikilli endurnýjun, sérstaklega karla megin. Nú finnst okkur við vera komin á nokkuð rétta braut með það landslið. Fullt af spennandi strákum á leiðinni, U-21 árs landsliðið hefur verið að gera mjög vel.“ „Vissulega vorum við nálægt því að fara á HM [kvenna megin], megum ekki gleyma því. Við erum í ákveðinni vegferð þar líka, að efla okkur kvenna megin. Við erum bara nokkuð brött og lítum björtum augum á framtíðina.“ Er eitthvað sem Jörundi Áka finnst að mætti fara betur hjá KSÍ? „Ég veit ekki alveg hvort það sé hægt að fara svo djúpt í það en við höfum áhuga á að fara af stað með það sem ég kalla „Knattspyrnu-vísindasvið“ til að efla þann hluta fótboltans: Greiningar og líkamlega þáttinn.“ „Við erum komin í samstarf við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands hvað þetta varðar. Það eru spennandi tímar inn í þennan hluta fótboltans. Það er eitt af því sem ég mun skoða vel í vetur og vonandi getum við sett þetta á laggirnar,“ sagði Jörundur Áki að endingu. Klippa: Jörundur Áki, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ: Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Við viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum. Höfum farið af stað með ákveðin verkefni, reynum að fjölga leikjum og jafningjaleikjum þá helst í ákveðnum flokkum. Stefnum að því að gera það í fleiri flokkum,“ sagði Jörundur Áki í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Fjölga verkefni yngri landsliða er líka eitt af okkar markmiðum. Efla innra starfið okkar. Það er fjölmargt á dagskrá hjá okkur til að efla starfið enn frekar.“ Ákveðnir erfiðleikar hafi fylgt skandalnum sem skók sambandið síðasta haust en Jörundur Áki segir KSÍ og landslið Íslands á góðri vegferð. „Við höfum verið í mikilli endurnýjun, sérstaklega karla megin. Nú finnst okkur við vera komin á nokkuð rétta braut með það landslið. Fullt af spennandi strákum á leiðinni, U-21 árs landsliðið hefur verið að gera mjög vel.“ „Vissulega vorum við nálægt því að fara á HM [kvenna megin], megum ekki gleyma því. Við erum í ákveðinni vegferð þar líka, að efla okkur kvenna megin. Við erum bara nokkuð brött og lítum björtum augum á framtíðina.“ Er eitthvað sem Jörundi Áka finnst að mætti fara betur hjá KSÍ? „Ég veit ekki alveg hvort það sé hægt að fara svo djúpt í það en við höfum áhuga á að fara af stað með það sem ég kalla „Knattspyrnu-vísindasvið“ til að efla þann hluta fótboltans: Greiningar og líkamlega þáttinn.“ „Við erum komin í samstarf við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands hvað þetta varðar. Það eru spennandi tímar inn í þennan hluta fótboltans. Það er eitt af því sem ég mun skoða vel í vetur og vonandi getum við sett þetta á laggirnar,“ sagði Jörundur Áki að endingu. Klippa: Jörundur Áki, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ: Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira