Union Berlín áfram á toppnum | Napoli á toppi Serie A Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 21:00 Union Berlín er óvænt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/FILIP SINGER Union Berlín, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann Borussia Dortmund 2-0 í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Berlínarmenn byrjuðu frábærlega og skoraði Janik Haberer tvisvar á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan orðin 2-0 Union í vil og reyndist það of stór biti fyrir Dortmund. Það skipti litlu þó Marco Reus, Giovanni Reyna, Donyell Malen, Thorgan Hazard og Julian Brandt hafi allir komið inn af bekknum. Ekki tókst Dortmund að skora. It's hard to believe what's happened here. Union have outplayed Borussia Dortmund. They have been courageous and skilful; faster, better, stronger. The Unioner were magnificent, without them this means nothing. There will be tears amongst the Kuemmeerlings in Köpenick tonight. pic.twitter.com/DnppjK6FAr— 1. FC Union Berlin (@fcunion_en) October 16, 2022 Union Berlín er því áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, nú með 23 stig. Þar á eftir koma Þýskalandsmeistarar Bayern München með 19 stig. Þeir unnu 5-0 sigur á Freiburg í dag. Mörkin skorðu þeir Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Leroy Sané, Sadio Mané og Marcel Sabitzer. #Mané pic.twitter.com/vF5c0fpLbY— FC Bayern München (@FCBayern) October 16, 2022 Á Ítalíu er Napoli á toppnum eftir 3-2 sigur á Bologna í dag. Joshua Zirkzee kom gestunum í Bologna yfir en Juan Jesus jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari skoraði varamaðurinn Hirving Lozano en Musa Barrow jafnaði fyrir Bologna skömmu síðar. Hinn magnaði magnaði Victor Osimhen tryggði hins vegar Napoli sigur og þar með toppsætið þegar 10 umferðir eru búnar. Þá vann AC Milan 2-1 sigur á Verona þökk sé sigurmarki Sandro Tonalo undir lok leiks. Te voglio bene assaje #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/x7aT2bT2gf— Official SSC Napoli (@sscnapoli) October 16, 2022 Staðan í deildinni er því þannig að Napoli er með 26 stig á toppnum, Atalanta kemur þar á eftir með 24 á meðan AC Milan er í þriðja sætinu með 23 stig. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 1-0 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni þökk sé marki Neymar undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk varamaðurinn Samuel Gigot rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður en hann kom inn af bekknum í fyrri hálfleik fyrir hinn meidda lánsmann Eric Bailly. Parísarliðið er nú með 29 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 11 umferðir en Lorient er óvænt í öðru sæti með 26 stig. Marseille er í 4. sæti með 23 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Berlínarmenn byrjuðu frábærlega og skoraði Janik Haberer tvisvar á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Staðan orðin 2-0 Union í vil og reyndist það of stór biti fyrir Dortmund. Það skipti litlu þó Marco Reus, Giovanni Reyna, Donyell Malen, Thorgan Hazard og Julian Brandt hafi allir komið inn af bekknum. Ekki tókst Dortmund að skora. It's hard to believe what's happened here. Union have outplayed Borussia Dortmund. They have been courageous and skilful; faster, better, stronger. The Unioner were magnificent, without them this means nothing. There will be tears amongst the Kuemmeerlings in Köpenick tonight. pic.twitter.com/DnppjK6FAr— 1. FC Union Berlin (@fcunion_en) October 16, 2022 Union Berlín er því áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, nú með 23 stig. Þar á eftir koma Þýskalandsmeistarar Bayern München með 19 stig. Þeir unnu 5-0 sigur á Freiburg í dag. Mörkin skorðu þeir Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Leroy Sané, Sadio Mané og Marcel Sabitzer. #Mané pic.twitter.com/vF5c0fpLbY— FC Bayern München (@FCBayern) October 16, 2022 Á Ítalíu er Napoli á toppnum eftir 3-2 sigur á Bologna í dag. Joshua Zirkzee kom gestunum í Bologna yfir en Juan Jesus jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi þess síðari skoraði varamaðurinn Hirving Lozano en Musa Barrow jafnaði fyrir Bologna skömmu síðar. Hinn magnaði magnaði Victor Osimhen tryggði hins vegar Napoli sigur og þar með toppsætið þegar 10 umferðir eru búnar. Þá vann AC Milan 2-1 sigur á Verona þökk sé sigurmarki Sandro Tonalo undir lok leiks. Te voglio bene assaje #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/x7aT2bT2gf— Official SSC Napoli (@sscnapoli) October 16, 2022 Staðan í deildinni er því þannig að Napoli er með 26 stig á toppnum, Atalanta kemur þar á eftir með 24 á meðan AC Milan er í þriðja sætinu með 23 stig. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 1-0 sigur á Marseille í frönsku úrvalsdeildinni þökk sé marki Neymar undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik fékk varamaðurinn Samuel Gigot rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður en hann kom inn af bekknum í fyrri hálfleik fyrir hinn meidda lánsmann Eric Bailly. Parísarliðið er nú með 29 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar eftir 11 umferðir en Lorient er óvænt í öðru sæti með 26 stig. Marseille er í 4. sæti með 23 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira