Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um útlendingamál. Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við.

Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna niðurstöðu endurupptökudóms í síðasta mánuði. Dóttursonur og nafni eins dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir ekkert réttlæti í málunum á meðan valdhafar varpa áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu.

Við fjöllum um dánaraðstoð en stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til þess að taka á málinu.

Þá fjöllum við um möguleika sem felast í úrgangi frá laxeldi hér á landi, en nýta má úrganginn í áburði á tún sín á sama tíma og áburðaverð í heiminum hefur rokið upp úr öllum hæðum.

Allt bendir til þess að á næstunni fjari hratt og örugglega undan sjálfstæðisbaráttu aðskilnaðarsinna í Katalóníu á Spáni. Flokkar aðskilnaðarsinna slitu stjórnarsamstarfi sínu í vikunni, og andstaða almennings við sjálfstæði hefur ekki verið meiri í tæpan áratug.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×