Dorrit ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2022 23:06 Dorrit fyrir framan tjaldið sem hún vonast til að verja nóttinni í. Stöð 2/Arnar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hyggst sofa í tjaldi fyrir utan Hörpu í nótt. Tjaldið er á vegum samtakanna Arctic Basecamp sem beita félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. Alla jafna er tjaldið sett upp fyrir utan Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos sem hluti af heilum tjaldbúðum. Nú hefur Arctic Basecamp, sem Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði, komið upp einu tjaldi fyrir utan Hörpu þar sem Hringborð norðurslóða er haldið um helgina. Rætt var við þær Gail Whiteman og Dorrit í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Dorrit er vön að gista í tjöldum Arctic Basecamp en það hefur gert á ráðstefnunni í Davos. Í samtali við fréttastofu segir Dorrit að mikilvægt sé að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Hún hafi áhrif á okkur öll, meira að segja hundinn Samson, sem mætti með eiganda sínum á ráðstefnuna í dag og viðtalið í kvöldfréttum. Dorrit ávarpaði Samson í viðtalinu. Athygli vakti þegar Dorrit tilkynnti að hún ætlaði að láta klóna Sám, látinn hund þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson er ávöxtur þeirrar klónunar. Því vonast Dorrit til þess að geta sofið í tjaldinu í nótt en eins og flestir vita verður ansi kalt. Sennilega töluvert kaldara en verið hefur í Davos þegar Dorrit hefur gist í tjaldbúðunum þar. „Ég er með náttfötin mín og ég er með svefnpoka svo ég vona að ég geti gert það. En ef ég get ekki gert það í dag skal ég gera það í Davos,“ segir Dorrit. Skiljanlegt að þróunarlönd taki loftslagsvánni ekki jafnalvarlega og önnur Dorrit segist vona að þjóðarleiðtogar heimsins hlusti á þá sem berjast gegn loftslagsvánni þó hún efist um að allir geri það. Þó segist hún skilja það mjög vel að þróunarlönd hlusti síður en þróaðri ríki enda hafi vestræn ríki hirt auðlindir þróunarríkja. Því megi ekki krefjast þess af þróunarríkjum að greiða fyrir mistök þeirra þróaðri. Hringborð norðurslóða Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira
Tjaldið er á vegum samtakanna Arctic Basecamp sem beita félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. Alla jafna er tjaldið sett upp fyrir utan Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos sem hluti af heilum tjaldbúðum. Nú hefur Arctic Basecamp, sem Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði, komið upp einu tjaldi fyrir utan Hörpu þar sem Hringborð norðurslóða er haldið um helgina. Rætt var við þær Gail Whiteman og Dorrit í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Dorrit er vön að gista í tjöldum Arctic Basecamp en það hefur gert á ráðstefnunni í Davos. Í samtali við fréttastofu segir Dorrit að mikilvægt sé að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Hún hafi áhrif á okkur öll, meira að segja hundinn Samson, sem mætti með eiganda sínum á ráðstefnuna í dag og viðtalið í kvöldfréttum. Dorrit ávarpaði Samson í viðtalinu. Athygli vakti þegar Dorrit tilkynnti að hún ætlaði að láta klóna Sám, látinn hund þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson er ávöxtur þeirrar klónunar. Því vonast Dorrit til þess að geta sofið í tjaldinu í nótt en eins og flestir vita verður ansi kalt. Sennilega töluvert kaldara en verið hefur í Davos þegar Dorrit hefur gist í tjaldbúðunum þar. „Ég er með náttfötin mín og ég er með svefnpoka svo ég vona að ég geti gert það. En ef ég get ekki gert það í dag skal ég gera það í Davos,“ segir Dorrit. Skiljanlegt að þróunarlönd taki loftslagsvánni ekki jafnalvarlega og önnur Dorrit segist vona að þjóðarleiðtogar heimsins hlusti á þá sem berjast gegn loftslagsvánni þó hún efist um að allir geri það. Þó segist hún skilja það mjög vel að þróunarlönd hlusti síður en þróaðri ríki enda hafi vestræn ríki hirt auðlindir þróunarríkja. Því megi ekki krefjast þess af þróunarríkjum að greiða fyrir mistök þeirra þróaðri.
Hringborð norðurslóða Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16