BL frumsýnir nýjan sjö manna fjórhjóladrifinn lúxusrafjeppa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. október 2022 07:01 Hongqi E-HS9. Hongqi er nýtt vörumerki hjá BL við Sævarhöfða og verður af því tilefni haldin sérstök frumsýning í dag, laugardaginn 15. október milli kl. 12 og 16. Á sýningunni verður flaggskip framleiðandans, hinn aldrifni (AWD) og 100% rafdrifni lúxusjeppi, Hongqi E-HS9, kynntur og verður reynsluaksturbíll til taks á staðnum. Meðfylgjandi er byggt á fréttatilkynningu frá BL. Þægindi og tækni Hongqi E-HS9 er stór 100% rafdrifinn, fjórhjóladrifinn jeppi frá Hongqi sem framleitt hefur bifreiðar allt frá árinu 1958. Staðalbúnaður í grunngerðinni er vítt opnanlegt glerþak, rafstýrður afturhleri og þykkari bílrúður en venja er til að auka hljóðvist í farþegarýminu. E-HS9 Exclusive gerðin er búinn meiri tækni en margir eiga að venjast, svo sem loftpúðafjöðrun, Nappaleðurákvæði og nuddi í sætum ökumanns og farþega. Við framsæti Exclusive eru auk þess fjórir skjáir sem samanstanda af stafrænu mælaborði og þremur upplýsinga- og afþreyingarskjám. Aftursæti í Hongqi E-HS9. Hlaðinn öryggisbúnaði Á öryggissviði eru Hongqi E-HS9 búinn mikilli og þróaðri tækni, m.a. skynvæddum hraðastilli með nálægðarstillingum, AVAS hljóðviðvörunarkerfi, rafrænu stöðugleikakerfi, ákeyrsluviðvörun, umferðarskynjara að aftan, 360°myndavélakerfi, bílastæðaaðstoð, akreinaskynjara og -stýringu auk sjálfvirkrar neyðarhemlunar svo fátt eitt sé nefnt. Ítarlegri upplýsingar um vandaðan þæginda- og öryggisbúnað Hongqi E-HS9 má nálgast á vefsíðu merkisins hér á landi, Hongqi.is, bl.is og hjá söluráðgjöfum BL við Sævarhöfða. Allt að 551 hestafl BL býður Hongqi E-HS9 í sex og sjö sæta útgáfum sem boðnar eru í þremur búnaðarútfærslum; Comfort, Premium og Exclusive. Útgáfurnar Comfort og Premium eru með sæti fyrir sjö manns (2x3x2) og Exclusive fyrir sex (2x2x2). Comfort-útfærslan er búin 84 kWh rafhlöðu sem skilar 435 hestöflum og 396 km drægni á meðan Premium og Exclusive hafa 99 kWh raflöðu og 551 hestafla rafmótor og er drægni beggja útgáfa 465 km. Þótt þessi rúmgóði og stæðilegi lúxusjeppi sé um 2,6 tonn er snerpa allra gerða geysilega mikil enda bíllinn aldrifinn og með togkraft frá 600 til 750 Nm sem skila hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst á innan við 5 sekúndum. Viðtökur erlendis Framleiðsla Hongqi hófst árið 1958 og afhenti framleiðandinn á síðasta ári yfir 3,5 milljónir ökutækja. Hongqi E-HS9, flaggskip merkisins, hefur fengið góðar viðtökur á mörkuðum Evrópu þar sem bíllinn er kominn í sölu, ekki síst Noregi, þar sem selst hafa um 1.300 eintök frá því að salan hófst fyrr á þessu ári. Auk Íslands eru um þessar mundir að taka til starfa umboð fyrir merkið í Svíþjóð og Hollandi. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Meðfylgjandi er byggt á fréttatilkynningu frá BL. Þægindi og tækni Hongqi E-HS9 er stór 100% rafdrifinn, fjórhjóladrifinn jeppi frá Hongqi sem framleitt hefur bifreiðar allt frá árinu 1958. Staðalbúnaður í grunngerðinni er vítt opnanlegt glerþak, rafstýrður afturhleri og þykkari bílrúður en venja er til að auka hljóðvist í farþegarýminu. E-HS9 Exclusive gerðin er búinn meiri tækni en margir eiga að venjast, svo sem loftpúðafjöðrun, Nappaleðurákvæði og nuddi í sætum ökumanns og farþega. Við framsæti Exclusive eru auk þess fjórir skjáir sem samanstanda af stafrænu mælaborði og þremur upplýsinga- og afþreyingarskjám. Aftursæti í Hongqi E-HS9. Hlaðinn öryggisbúnaði Á öryggissviði eru Hongqi E-HS9 búinn mikilli og þróaðri tækni, m.a. skynvæddum hraðastilli með nálægðarstillingum, AVAS hljóðviðvörunarkerfi, rafrænu stöðugleikakerfi, ákeyrsluviðvörun, umferðarskynjara að aftan, 360°myndavélakerfi, bílastæðaaðstoð, akreinaskynjara og -stýringu auk sjálfvirkrar neyðarhemlunar svo fátt eitt sé nefnt. Ítarlegri upplýsingar um vandaðan þæginda- og öryggisbúnað Hongqi E-HS9 má nálgast á vefsíðu merkisins hér á landi, Hongqi.is, bl.is og hjá söluráðgjöfum BL við Sævarhöfða. Allt að 551 hestafl BL býður Hongqi E-HS9 í sex og sjö sæta útgáfum sem boðnar eru í þremur búnaðarútfærslum; Comfort, Premium og Exclusive. Útgáfurnar Comfort og Premium eru með sæti fyrir sjö manns (2x3x2) og Exclusive fyrir sex (2x2x2). Comfort-útfærslan er búin 84 kWh rafhlöðu sem skilar 435 hestöflum og 396 km drægni á meðan Premium og Exclusive hafa 99 kWh raflöðu og 551 hestafla rafmótor og er drægni beggja útgáfa 465 km. Þótt þessi rúmgóði og stæðilegi lúxusjeppi sé um 2,6 tonn er snerpa allra gerða geysilega mikil enda bíllinn aldrifinn og með togkraft frá 600 til 750 Nm sem skila hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst á innan við 5 sekúndum. Viðtökur erlendis Framleiðsla Hongqi hófst árið 1958 og afhenti framleiðandinn á síðasta ári yfir 3,5 milljónir ökutækja. Hongqi E-HS9, flaggskip merkisins, hefur fengið góðar viðtökur á mörkuðum Evrópu þar sem bíllinn er kominn í sölu, ekki síst Noregi, þar sem selst hafa um 1.300 eintök frá því að salan hófst fyrr á þessu ári. Auk Íslands eru um þessar mundir að taka til starfa umboð fyrir merkið í Svíþjóð og Hollandi.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira