Enginn hafi spurt hvort búið sé að biðja þær afsökunar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 14. október 2022 14:33 Thelma, Ýr og Katla segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Auðunn Lúthersson. Eigin konur Þrjár konur segja Auðunn Lúthersson tónlistarmann aldrei hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í þeirra garð. Það sé sárt að sjá samfélagið fyrirgefa honum. Erfitt sé að heyra hann játa að hafa farið yfir mörk og verið dónalegur, með því sé hann að smætta gjörðir sínar. Katla Ómarsdóttir, Ýr Guðjohnsen og Thelma Tryggvadóttir lýstu líðan sinni í hlaðvarpinu „Eigin konur“ hjá Eddu Falak og Stundinni. Atburðarásir atvika eru ekki ræddar í viðtalinu. Þær segja viðtal við Auðun í Ísland í dag í apríl síðastliðnum hafa orðið til þess að þær hafi langað að trúa að Auðunn hafi hafið betrunarferli sitt. Ýr segir Auðunn hafa sagt sér að hann hafi leitað til Stígamóta. Hún segir það hafa komið illa við sig en hún hafi litið á Stígamót sem sinn griðastað, hún hafi leitað þangað sjálf. „Síðan asnaðist ég til þess að fara aftur og ég spyr ráðgjafann minn bara hreint út, var bara brjáluð, ég var bara af hverju er hann hér? Og hún sagði mér að hann hefur aldrei komið þangað,“ segir Ýr. „Já, þér var nauðgað“ Katla segist hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna framkomu Auðuns gagnvart henni. Þar hafi hún farið yfir atburðarásina og fengið staðfestingu á sinni upplifun. „Ráðgjafinn sem að hlustaði á mig og ég var að tala um þetta við sagði bara: Já, þér var nauðgað,“ segir Katla. Konurnar segja Auðunn ekki hafa beðið sig afsökunar á hegðun sinni gagnvart þeim. Þegar Auðunn sendi frá sér afsökunarbeiðni árið 2021 og viðurkenndi að hann hefði farið yfir mörk konu skrifaði Katla að það væri eins og að fá blauta tusku í andlitið. Þessi afsökunarbeiðni er eins og blaut tuska í andlitið. Ég grét og grét og grét þegar ég loksins fékk kjarkinn í að drífa mig út eftir að hann talaði mig í það að gera eitthvað sem ég alls ekki vildi. Ég, ung og vissi ekkert og hann vinsæll og frægur.— Katla Ómarsdóttir (@katla69) June 7, 2021 Þær taka fram að að einhverju leyti hafi þær langað að trúa frásögn hans og iðrun. Katla sagði Auðunn hafa reynt að hafa samband við maka hennar, en hann hafi ekki svarað skilaboðunum. Ýr segir Auðunn hafa haft samband við sig en ekki beðist afsökunar. „Þetta er fokking þvæla sko, ég er ekki að djóka. Mann langar bara að öskra,“ segir Thelma um viðtalið í Ísland í dag. Hún hafi verið sextán ára þegar hennar samskipti við Auðunn, sem ekki eru rædd nánar í viðtalinu, áttu sér stað. Auðunn undir verndarvæng Bubba Þær lýsa því að þeim þyki erfitt að tónlistarmenn eins og Bubbi Morthens og Jón Jónsson hafi kosið að vinna með Auðunni eftir ásakanirnar. „Bubbi semi á þetta land. Það elska allir Bubba og þá er ótrúlega auðvelt fyrir Auðun að koma fram undir hans verndarvæng einhvern veginn,“ segir Katla. Hún veltir því einnig upp af hverju Bubbi standi ekki með þeim sem þolendum kynferðisofbeldis. Sérstaklega í ljósi þess að hann hafi sjálfur sagt frá því að hann hafi verið beittur slíku ofbeldi. Aðspurðar hvernig þær myndu vilja sjá staðið með þolendum segja þær að tónlistarfólk ætti ekki að gefa út lag með Auðunni. Ekki mannréttindi að vera tónlistarmaður „Það er enginn sem að hefur í rauninni spurt hvort að það sé búið að biðja okkur afsökunar, hvernig okkur líði einhvern veginn með þetta,“ segir Katla. „Það eru ekki mannréttindi að fá að vera tónlistarmaður á Íslandi,“ segir Katla. Í umfjölluninni ræddi Stundin einnig við tvær konur sem Auðunn er sagður hafa verið ágengur við eða hegðað sér á óviðeigandi máta gagnvart. Ein þeirra kom ekki fram undir nafni en segist hafa verið fimmtán ára, í efsta bekk grunnskóla þegar Auðunn hafði fyrst samband við hana. Hann hafi þá verið 25 ára. Hún segir hann hafa sent sér kynferðislegar myndir, þó ekki kynfæramyndir, en hann hafi verið meðvitaður um hversu gömul hún væri. Auðunn hafi boðið henni heim með sér eftir að hann spilað á menntaskólaballi í hennar skóla. Hún hafi ekki svarað því boði. Viðtal Stundarinnar við konurnar má lesa hér. Einnig má hlusta á hlaðvarpið hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Auðuns Lútherssonar MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Auður hágrét eftir lofræðu Bubba Morthens „Mér finnst þetta besti tónlistarmaðurinn sem hefur komið fram á Íslandi í áratugi. Hann heitir Auður og og hann er hérna með okkur í kvöld,“ sagði Bubbi Morthens á Þorláksmessutónleikum sínum fyrir rúmlega ári. 11. janúar 2021 13:31 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Katla Ómarsdóttir, Ýr Guðjohnsen og Thelma Tryggvadóttir lýstu líðan sinni í hlaðvarpinu „Eigin konur“ hjá Eddu Falak og Stundinni. Atburðarásir atvika eru ekki ræddar í viðtalinu. Þær segja viðtal við Auðun í Ísland í dag í apríl síðastliðnum hafa orðið til þess að þær hafi langað að trúa að Auðunn hafi hafið betrunarferli sitt. Ýr segir Auðunn hafa sagt sér að hann hafi leitað til Stígamóta. Hún segir það hafa komið illa við sig en hún hafi litið á Stígamót sem sinn griðastað, hún hafi leitað þangað sjálf. „Síðan asnaðist ég til þess að fara aftur og ég spyr ráðgjafann minn bara hreint út, var bara brjáluð, ég var bara af hverju er hann hér? Og hún sagði mér að hann hefur aldrei komið þangað,“ segir Ýr. „Já, þér var nauðgað“ Katla segist hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna framkomu Auðuns gagnvart henni. Þar hafi hún farið yfir atburðarásina og fengið staðfestingu á sinni upplifun. „Ráðgjafinn sem að hlustaði á mig og ég var að tala um þetta við sagði bara: Já, þér var nauðgað,“ segir Katla. Konurnar segja Auðunn ekki hafa beðið sig afsökunar á hegðun sinni gagnvart þeim. Þegar Auðunn sendi frá sér afsökunarbeiðni árið 2021 og viðurkenndi að hann hefði farið yfir mörk konu skrifaði Katla að það væri eins og að fá blauta tusku í andlitið. Þessi afsökunarbeiðni er eins og blaut tuska í andlitið. Ég grét og grét og grét þegar ég loksins fékk kjarkinn í að drífa mig út eftir að hann talaði mig í það að gera eitthvað sem ég alls ekki vildi. Ég, ung og vissi ekkert og hann vinsæll og frægur.— Katla Ómarsdóttir (@katla69) June 7, 2021 Þær taka fram að að einhverju leyti hafi þær langað að trúa frásögn hans og iðrun. Katla sagði Auðunn hafa reynt að hafa samband við maka hennar, en hann hafi ekki svarað skilaboðunum. Ýr segir Auðunn hafa haft samband við sig en ekki beðist afsökunar. „Þetta er fokking þvæla sko, ég er ekki að djóka. Mann langar bara að öskra,“ segir Thelma um viðtalið í Ísland í dag. Hún hafi verið sextán ára þegar hennar samskipti við Auðunn, sem ekki eru rædd nánar í viðtalinu, áttu sér stað. Auðunn undir verndarvæng Bubba Þær lýsa því að þeim þyki erfitt að tónlistarmenn eins og Bubbi Morthens og Jón Jónsson hafi kosið að vinna með Auðunni eftir ásakanirnar. „Bubbi semi á þetta land. Það elska allir Bubba og þá er ótrúlega auðvelt fyrir Auðun að koma fram undir hans verndarvæng einhvern veginn,“ segir Katla. Hún veltir því einnig upp af hverju Bubbi standi ekki með þeim sem þolendum kynferðisofbeldis. Sérstaklega í ljósi þess að hann hafi sjálfur sagt frá því að hann hafi verið beittur slíku ofbeldi. Aðspurðar hvernig þær myndu vilja sjá staðið með þolendum segja þær að tónlistarfólk ætti ekki að gefa út lag með Auðunni. Ekki mannréttindi að vera tónlistarmaður „Það er enginn sem að hefur í rauninni spurt hvort að það sé búið að biðja okkur afsökunar, hvernig okkur líði einhvern veginn með þetta,“ segir Katla. „Það eru ekki mannréttindi að fá að vera tónlistarmaður á Íslandi,“ segir Katla. Í umfjölluninni ræddi Stundin einnig við tvær konur sem Auðunn er sagður hafa verið ágengur við eða hegðað sér á óviðeigandi máta gagnvart. Ein þeirra kom ekki fram undir nafni en segist hafa verið fimmtán ára, í efsta bekk grunnskóla þegar Auðunn hafði fyrst samband við hana. Hann hafi þá verið 25 ára. Hún segir hann hafa sent sér kynferðislegar myndir, þó ekki kynfæramyndir, en hann hafi verið meðvitaður um hversu gömul hún væri. Auðunn hafi boðið henni heim með sér eftir að hann spilað á menntaskólaballi í hennar skóla. Hún hafi ekki svarað því boði. Viðtal Stundarinnar við konurnar má lesa hér. Einnig má hlusta á hlaðvarpið hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Auðuns Lútherssonar MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Auður hágrét eftir lofræðu Bubba Morthens „Mér finnst þetta besti tónlistarmaðurinn sem hefur komið fram á Íslandi í áratugi. Hann heitir Auður og og hann er hérna með okkur í kvöld,“ sagði Bubbi Morthens á Þorláksmessutónleikum sínum fyrir rúmlega ári. 11. janúar 2021 13:31 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14
Auður hágrét eftir lofræðu Bubba Morthens „Mér finnst þetta besti tónlistarmaðurinn sem hefur komið fram á Íslandi í áratugi. Hann heitir Auður og og hann er hérna með okkur í kvöld,“ sagði Bubbi Morthens á Þorláksmessutónleikum sínum fyrir rúmlega ári. 11. janúar 2021 13:31
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent