Verið stuðningsmaður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 23:01 Francis Uzoho átti frábæran leik í kvöld. Matthew Ashton/Getty Images „Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld. Það tók Manchester United rúmar 93 mínútur að brjóta ísinn en alls átti liðið 34 skot að marki og 12 á markið sjálft. Hinn 23 ára gamli Uzoho varði hvað eftir annað en var að lokum sigraður þegar skot Scott McTominay fór í gegnum þvögu af leikmönnum og í netið. Lokatölur 1-0 heimaliðinu í vil en Uzoho án alls efa maður leiksins. Today my dream came through Old traford I will never forget tonight GGMU IN CHRIST ALONE @ManUtd pic.twitter.com/P3BTuFi209— UZOHO FRANCIS ,M.O.N (@Uzohof) October 13, 2022 Aðspurður hvort hann væri mikill Manchester United aðdáandi þá gat Uzoho ekki annað en játað því og brosti áfram sínu breiðasta. „Það er draumi líkast, mig hefur dreymt um að spila hér í langan tíma. Þegar ég sá dráttinn og að við myndum spila á Old Trafford þá vildi ég spila þann leik og bað til guðs um að fá tækifæri til að spila. Ég fékk það og er ánægður með að hafa spilað vel,“ sagði markvörðurinn er hann var spurður út í að spila á Old Trafford. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Að öllum líkindum, ég held það allavega,“ sagði Uzoho þegar hann var spurður hvort þetta væri hans besta frammistaða á ferlinum. „Ég er mjög stoltur af liðsfélögum mínum því þetta var ekki eins manns verk í kvöld. Við gáfum allt sem lið og eins og ég sagði þá er ég ánægður með mína frammistöðu.“ Uzoho nýtti tækifærið eftir leik og fékk mynd af sér með Erik ten Hag, þjálfara Man United. Hver veit nema hann horfi til Kýpur þegar honum vantar næst markvörð. Uzoho gets a pic with Ten Hag #mufc pic.twitter.com/mKlEqnkcga— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 13, 2022 Fótbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Það tók Manchester United rúmar 93 mínútur að brjóta ísinn en alls átti liðið 34 skot að marki og 12 á markið sjálft. Hinn 23 ára gamli Uzoho varði hvað eftir annað en var að lokum sigraður þegar skot Scott McTominay fór í gegnum þvögu af leikmönnum og í netið. Lokatölur 1-0 heimaliðinu í vil en Uzoho án alls efa maður leiksins. Today my dream came through Old traford I will never forget tonight GGMU IN CHRIST ALONE @ManUtd pic.twitter.com/P3BTuFi209— UZOHO FRANCIS ,M.O.N (@Uzohof) October 13, 2022 Aðspurður hvort hann væri mikill Manchester United aðdáandi þá gat Uzoho ekki annað en játað því og brosti áfram sínu breiðasta. „Það er draumi líkast, mig hefur dreymt um að spila hér í langan tíma. Þegar ég sá dráttinn og að við myndum spila á Old Trafford þá vildi ég spila þann leik og bað til guðs um að fá tækifæri til að spila. Ég fékk það og er ánægður með að hafa spilað vel,“ sagði markvörðurinn er hann var spurður út í að spila á Old Trafford. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Að öllum líkindum, ég held það allavega,“ sagði Uzoho þegar hann var spurður hvort þetta væri hans besta frammistaða á ferlinum. „Ég er mjög stoltur af liðsfélögum mínum því þetta var ekki eins manns verk í kvöld. Við gáfum allt sem lið og eins og ég sagði þá er ég ánægður með mína frammistöðu.“ Uzoho nýtti tækifærið eftir leik og fékk mynd af sér með Erik ten Hag, þjálfara Man United. Hver veit nema hann horfi til Kýpur þegar honum vantar næst markvörð. Uzoho gets a pic with Ten Hag #mufc pic.twitter.com/mKlEqnkcga— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 13, 2022
Fótbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55