Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 22:32 Gísli Þorgeir átti frábæran leik í sókn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. Það urðu skakkaföll í íslenska liðinu í vikunni og leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon féllu úr skaftinu. Gísli Þorgeir var ánægður með hvernig liðið svaraði þessum áföllum. „Mér finnst við bregðast þokkalega vel við því satt að segja. Við missum tvo heimsklassa leikmenn úr liðinu sem eru lykilleikmenn en mér finnst hópurinn sýna sem heild hvað eru mikil gæði í þessu liði. Þessi sama gamla klisja, maður í manns stað og allt það, en það sýndi sig virkilega í dag að gæðin eru sannarlega til staðar.“ „Það eru margir að segja að við ættum svoleiðis að valta yfir Ísrael en það er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt í þessum handbolta lengur og mér fannst við sýna þessu verkefni mikla fagmennsku og virðingu. Ég er mjög glaður með það.“ Gísli Þorgeir er lykilmaður í liði Magdeburg sem varð Þýskalandsmeistari á síðasta tímabili og þar að auki með stórt hlutverk í landsliðinu. „Auðvitað fylgir því ábyrgð að vera miðjumaður í landsliðinu og þar sem ég er í Þýskalandi og ég því bara með mikilli reisn og miklu stolti. Ég ætla bara að halda áfram mínu striki og gefa mitt fyrir liðið.“ Framundan um helgina er leikur gegn Eistlandi. „Þetta er erfiður útivöllur, þetta verður ekki auðvelt og eflaust einhverjir sem segja líka að við eigum að valta yfir þá og svoleiðis ble. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og við þurfum að sýna því verkefni nákvæmlega sömu virðingu og við gerðum í dag. Þetta verður erfiður leikur en ekkert sem við ættum ekki að ráða við, við ætlum okkur sigur,“ sagði Gísli að lokum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Það urðu skakkaföll í íslenska liðinu í vikunni og leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon féllu úr skaftinu. Gísli Þorgeir var ánægður með hvernig liðið svaraði þessum áföllum. „Mér finnst við bregðast þokkalega vel við því satt að segja. Við missum tvo heimsklassa leikmenn úr liðinu sem eru lykilleikmenn en mér finnst hópurinn sýna sem heild hvað eru mikil gæði í þessu liði. Þessi sama gamla klisja, maður í manns stað og allt það, en það sýndi sig virkilega í dag að gæðin eru sannarlega til staðar.“ „Það eru margir að segja að við ættum svoleiðis að valta yfir Ísrael en það er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt í þessum handbolta lengur og mér fannst við sýna þessu verkefni mikla fagmennsku og virðingu. Ég er mjög glaður með það.“ Gísli Þorgeir er lykilmaður í liði Magdeburg sem varð Þýskalandsmeistari á síðasta tímabili og þar að auki með stórt hlutverk í landsliðinu. „Auðvitað fylgir því ábyrgð að vera miðjumaður í landsliðinu og þar sem ég er í Þýskalandi og ég því bara með mikilli reisn og miklu stolti. Ég ætla bara að halda áfram mínu striki og gefa mitt fyrir liðið.“ Framundan um helgina er leikur gegn Eistlandi. „Þetta er erfiður útivöllur, þetta verður ekki auðvelt og eflaust einhverjir sem segja líka að við eigum að valta yfir þá og svoleiðis ble. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og við þurfum að sýna því verkefni nákvæmlega sömu virðingu og við gerðum í dag. Þetta verður erfiður leikur en ekkert sem við ættum ekki að ráða við, við ætlum okkur sigur,“ sagði Gísli að lokum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44