„Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:18 Sveindís Jane Jónsdóttir Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir kveðst hafa verið bæði reið og sár eftir 4-1 tap Íslands fyrir Portúgal í umspili um HM-sæti í Portúgal í kvöld. Margar tilfinningar láti á sér kræla sem fæstar séu jákvæðar. „Ég get ekki lýst því. Ég held að við séu bara mjög margar tilfinningar, allar slæmar. Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns, ég get bara ekki lýst þessu,“ segir Sveindís Jane um tilfinningarnar eftir leik. Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. Sveindís segir ákvarðanir dómarans hafa verið slakar. „Það er náttúrulega alltaf hægt að fara beint í dómgæsluna en í þessum leik var þetta eiginlega bara skelfilegt, það er ekkert annað hægt að segja. Ég er ekki búin að sjá atvikin aftur en mér fannst þetta bara út í hött. Ég skil ekki af hverju við fáum rautt spjald þarna, víti okei, en rautt spjald er svolítið mikið. Ég veit ekki hvað gerist í markinu sem við skorum snemma í seinni hálfleik sem var dæmt af okkur, ég veit ekki enn hvað var dæmt á,“ „Ég er bara mjög reið og sár,“ segir Sveindís. Sveindís segir Ísland hafa svarað mótlætinu vel enda jafnaði Glódís Perla Viggósdóttir leikinn skömmu eftir að Portúgal komst yfir úr vítaspyrnunni. Það hafi hins vegar fjarað undan liðinu þegar leið á, enda erfitt að leika 10 gegn 11 til lengri tíma. „Það var geggjað að fá mark þarna eftir að þær skora úr vítinu. Það tók okkur upp á næsta level og mér fannst við eflast mjög mikið eftir þetta og vera í mjög góðum séns. Ég fæ dauðafæri sem ég á auðvitað bara að klára. Við vorum inni í leiknum allan tímann en eftir að þær skora 2-1 og 3-1 þá er þetta svolítið brött brekka,“ segir Sveindís. Aðspurð um hvernig hún muni takast á við vonsbrigðin segir Sveindís: „Góð spurning, ég þarf bara að finna út úr því, ég veit það ekki ennþá. Ég ætla að leyfa mér að vera svekkt í nokkra daga kannski en maður má ekki vera of svekkt því það er náttúrulega tímabil í gangi úti í Þýskalandi. Ég þarf að koma mér upp úr þessu og halda áfram. Lífið heldur áfram og við ætlum bara að taka næsta leik þá,“. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
„Ég get ekki lýst því. Ég held að við séu bara mjög margar tilfinningar, allar slæmar. Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns, ég get bara ekki lýst þessu,“ segir Sveindís Jane um tilfinningarnar eftir leik. Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. Sveindís segir ákvarðanir dómarans hafa verið slakar. „Það er náttúrulega alltaf hægt að fara beint í dómgæsluna en í þessum leik var þetta eiginlega bara skelfilegt, það er ekkert annað hægt að segja. Ég er ekki búin að sjá atvikin aftur en mér fannst þetta bara út í hött. Ég skil ekki af hverju við fáum rautt spjald þarna, víti okei, en rautt spjald er svolítið mikið. Ég veit ekki hvað gerist í markinu sem við skorum snemma í seinni hálfleik sem var dæmt af okkur, ég veit ekki enn hvað var dæmt á,“ „Ég er bara mjög reið og sár,“ segir Sveindís. Sveindís segir Ísland hafa svarað mótlætinu vel enda jafnaði Glódís Perla Viggósdóttir leikinn skömmu eftir að Portúgal komst yfir úr vítaspyrnunni. Það hafi hins vegar fjarað undan liðinu þegar leið á, enda erfitt að leika 10 gegn 11 til lengri tíma. „Það var geggjað að fá mark þarna eftir að þær skora úr vítinu. Það tók okkur upp á næsta level og mér fannst við eflast mjög mikið eftir þetta og vera í mjög góðum séns. Ég fæ dauðafæri sem ég á auðvitað bara að klára. Við vorum inni í leiknum allan tímann en eftir að þær skora 2-1 og 3-1 þá er þetta svolítið brött brekka,“ segir Sveindís. Aðspurð um hvernig hún muni takast á við vonsbrigðin segir Sveindís: „Góð spurning, ég þarf bara að finna út úr því, ég veit það ekki ennþá. Ég ætla að leyfa mér að vera svekkt í nokkra daga kannski en maður má ekki vera of svekkt því það er náttúrulega tímabil í gangi úti í Þýskalandi. Ég þarf að koma mér upp úr þessu og halda áfram. Lífið heldur áfram og við ætlum bara að taka næsta leik þá,“.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35
Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11
Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49