„Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:18 Sveindís Jane Jónsdóttir Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir kveðst hafa verið bæði reið og sár eftir 4-1 tap Íslands fyrir Portúgal í umspili um HM-sæti í Portúgal í kvöld. Margar tilfinningar láti á sér kræla sem fæstar séu jákvæðar. „Ég get ekki lýst því. Ég held að við séu bara mjög margar tilfinningar, allar slæmar. Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns, ég get bara ekki lýst þessu,“ segir Sveindís Jane um tilfinningarnar eftir leik. Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. Sveindís segir ákvarðanir dómarans hafa verið slakar. „Það er náttúrulega alltaf hægt að fara beint í dómgæsluna en í þessum leik var þetta eiginlega bara skelfilegt, það er ekkert annað hægt að segja. Ég er ekki búin að sjá atvikin aftur en mér fannst þetta bara út í hött. Ég skil ekki af hverju við fáum rautt spjald þarna, víti okei, en rautt spjald er svolítið mikið. Ég veit ekki hvað gerist í markinu sem við skorum snemma í seinni hálfleik sem var dæmt af okkur, ég veit ekki enn hvað var dæmt á,“ „Ég er bara mjög reið og sár,“ segir Sveindís. Sveindís segir Ísland hafa svarað mótlætinu vel enda jafnaði Glódís Perla Viggósdóttir leikinn skömmu eftir að Portúgal komst yfir úr vítaspyrnunni. Það hafi hins vegar fjarað undan liðinu þegar leið á, enda erfitt að leika 10 gegn 11 til lengri tíma. „Það var geggjað að fá mark þarna eftir að þær skora úr vítinu. Það tók okkur upp á næsta level og mér fannst við eflast mjög mikið eftir þetta og vera í mjög góðum séns. Ég fæ dauðafæri sem ég á auðvitað bara að klára. Við vorum inni í leiknum allan tímann en eftir að þær skora 2-1 og 3-1 þá er þetta svolítið brött brekka,“ segir Sveindís. Aðspurð um hvernig hún muni takast á við vonsbrigðin segir Sveindís: „Góð spurning, ég þarf bara að finna út úr því, ég veit það ekki ennþá. Ég ætla að leyfa mér að vera svekkt í nokkra daga kannski en maður má ekki vera of svekkt því það er náttúrulega tímabil í gangi úti í Þýskalandi. Ég þarf að koma mér upp úr þessu og halda áfram. Lífið heldur áfram og við ætlum bara að taka næsta leik þá,“. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
„Ég get ekki lýst því. Ég held að við séu bara mjög margar tilfinningar, allar slæmar. Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns, ég get bara ekki lýst þessu,“ segir Sveindís Jane um tilfinningarnar eftir leik. Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. Sveindís segir ákvarðanir dómarans hafa verið slakar. „Það er náttúrulega alltaf hægt að fara beint í dómgæsluna en í þessum leik var þetta eiginlega bara skelfilegt, það er ekkert annað hægt að segja. Ég er ekki búin að sjá atvikin aftur en mér fannst þetta bara út í hött. Ég skil ekki af hverju við fáum rautt spjald þarna, víti okei, en rautt spjald er svolítið mikið. Ég veit ekki hvað gerist í markinu sem við skorum snemma í seinni hálfleik sem var dæmt af okkur, ég veit ekki enn hvað var dæmt á,“ „Ég er bara mjög reið og sár,“ segir Sveindís. Sveindís segir Ísland hafa svarað mótlætinu vel enda jafnaði Glódís Perla Viggósdóttir leikinn skömmu eftir að Portúgal komst yfir úr vítaspyrnunni. Það hafi hins vegar fjarað undan liðinu þegar leið á, enda erfitt að leika 10 gegn 11 til lengri tíma. „Það var geggjað að fá mark þarna eftir að þær skora úr vítinu. Það tók okkur upp á næsta level og mér fannst við eflast mjög mikið eftir þetta og vera í mjög góðum séns. Ég fæ dauðafæri sem ég á auðvitað bara að klára. Við vorum inni í leiknum allan tímann en eftir að þær skora 2-1 og 3-1 þá er þetta svolítið brött brekka,“ segir Sveindís. Aðspurð um hvernig hún muni takast á við vonsbrigðin segir Sveindís: „Góð spurning, ég þarf bara að finna út úr því, ég veit það ekki ennþá. Ég ætla að leyfa mér að vera svekkt í nokkra daga kannski en maður má ekki vera of svekkt því það er náttúrulega tímabil í gangi úti í Þýskalandi. Ég þarf að koma mér upp úr þessu og halda áfram. Lífið heldur áfram og við ætlum bara að taka næsta leik þá,“.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35
Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11
Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49