„Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:18 Sveindís Jane Jónsdóttir Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir kveðst hafa verið bæði reið og sár eftir 4-1 tap Íslands fyrir Portúgal í umspili um HM-sæti í Portúgal í kvöld. Margar tilfinningar láti á sér kræla sem fæstar séu jákvæðar. „Ég get ekki lýst því. Ég held að við séu bara mjög margar tilfinningar, allar slæmar. Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns, ég get bara ekki lýst þessu,“ segir Sveindís Jane um tilfinningarnar eftir leik. Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. Sveindís segir ákvarðanir dómarans hafa verið slakar. „Það er náttúrulega alltaf hægt að fara beint í dómgæsluna en í þessum leik var þetta eiginlega bara skelfilegt, það er ekkert annað hægt að segja. Ég er ekki búin að sjá atvikin aftur en mér fannst þetta bara út í hött. Ég skil ekki af hverju við fáum rautt spjald þarna, víti okei, en rautt spjald er svolítið mikið. Ég veit ekki hvað gerist í markinu sem við skorum snemma í seinni hálfleik sem var dæmt af okkur, ég veit ekki enn hvað var dæmt á,“ „Ég er bara mjög reið og sár,“ segir Sveindís. Sveindís segir Ísland hafa svarað mótlætinu vel enda jafnaði Glódís Perla Viggósdóttir leikinn skömmu eftir að Portúgal komst yfir úr vítaspyrnunni. Það hafi hins vegar fjarað undan liðinu þegar leið á, enda erfitt að leika 10 gegn 11 til lengri tíma. „Það var geggjað að fá mark þarna eftir að þær skora úr vítinu. Það tók okkur upp á næsta level og mér fannst við eflast mjög mikið eftir þetta og vera í mjög góðum séns. Ég fæ dauðafæri sem ég á auðvitað bara að klára. Við vorum inni í leiknum allan tímann en eftir að þær skora 2-1 og 3-1 þá er þetta svolítið brött brekka,“ segir Sveindís. Aðspurð um hvernig hún muni takast á við vonsbrigðin segir Sveindís: „Góð spurning, ég þarf bara að finna út úr því, ég veit það ekki ennþá. Ég ætla að leyfa mér að vera svekkt í nokkra daga kannski en maður má ekki vera of svekkt því það er náttúrulega tímabil í gangi úti í Þýskalandi. Ég þarf að koma mér upp úr þessu og halda áfram. Lífið heldur áfram og við ætlum bara að taka næsta leik þá,“. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
„Ég get ekki lýst því. Ég held að við séu bara mjög margar tilfinningar, allar slæmar. Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns, ég get bara ekki lýst þessu,“ segir Sveindís Jane um tilfinningarnar eftir leik. Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. Sveindís segir ákvarðanir dómarans hafa verið slakar. „Það er náttúrulega alltaf hægt að fara beint í dómgæsluna en í þessum leik var þetta eiginlega bara skelfilegt, það er ekkert annað hægt að segja. Ég er ekki búin að sjá atvikin aftur en mér fannst þetta bara út í hött. Ég skil ekki af hverju við fáum rautt spjald þarna, víti okei, en rautt spjald er svolítið mikið. Ég veit ekki hvað gerist í markinu sem við skorum snemma í seinni hálfleik sem var dæmt af okkur, ég veit ekki enn hvað var dæmt á,“ „Ég er bara mjög reið og sár,“ segir Sveindís. Sveindís segir Ísland hafa svarað mótlætinu vel enda jafnaði Glódís Perla Viggósdóttir leikinn skömmu eftir að Portúgal komst yfir úr vítaspyrnunni. Það hafi hins vegar fjarað undan liðinu þegar leið á, enda erfitt að leika 10 gegn 11 til lengri tíma. „Það var geggjað að fá mark þarna eftir að þær skora úr vítinu. Það tók okkur upp á næsta level og mér fannst við eflast mjög mikið eftir þetta og vera í mjög góðum séns. Ég fæ dauðafæri sem ég á auðvitað bara að klára. Við vorum inni í leiknum allan tímann en eftir að þær skora 2-1 og 3-1 þá er þetta svolítið brött brekka,“ segir Sveindís. Aðspurð um hvernig hún muni takast á við vonsbrigðin segir Sveindís: „Góð spurning, ég þarf bara að finna út úr því, ég veit það ekki ennþá. Ég ætla að leyfa mér að vera svekkt í nokkra daga kannski en maður má ekki vera of svekkt því það er náttúrulega tímabil í gangi úti í Þýskalandi. Ég þarf að koma mér upp úr þessu og halda áfram. Lífið heldur áfram og við ætlum bara að taka næsta leik þá,“.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35
Einkunnir Íslands: Glódís Perla stóð upp úr Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Íslenska liðið þurfti að spila stóran hluta leiksins manni færri og hélt út í venjulegum leiktíma, en missti heimakonur fram úr sér í framlengingunni. 11. október 2022 20:11
Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49