Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2022 14:46 Guðmundur Árni leiddi Samfylkinguna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns. Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns.
Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira