Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 11:01 Stuðst var við myndbandsdómgæslu á EM í sumar þar sem Ísland spilaði. Hér bíður Sandra Sigurðardóttir eftir ákvörðun um vítaspyrnu í leiknum gegn Belgíu, í 1-1 jafnteflinu í fyrsta leik Íslands á mótinu. Getty/James Gill Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. „Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
„Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en þá að með VAR þá vinnur frekar liðið sem á skilið að vinna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska landsliðshópsins sem nú undirbýr sig fyrir umspilsleikinn við Portúgal sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenska landsliðið kynntist myndbandsdómgæslu á EM í Englandi í sumar, og sumir af leikmönnum liðsins spiluðu einnig VAR-leiki í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá var notast við VAR á síðasta heimsmeistaramóti en Ísland var ekki með þar. Þó að ekki hafi verið notast við VAR í undankeppni HM þá ákvað UEFA að það skyldi gert í umspilinu núna í október. Dagný tilbúin að senda dómarann að skjánum Myndbandsdómgæslan hafði mikið að segja þegar Portúgal komst áfram í leikinn við Ísland, með 2-1 sigri gegn Belgíu í síðustu viku. Þar var mark dæmt af Belgum eftir skoðun á myndbandi, og Belgar höfðu áður fengið vítaspyrnu eftir VAR-ákvörðun. „Ég held að þetta geri leikinn bara sanngjarnari og liðið sem á skilið að fara áfram geri það,“ segir Dagný sem verður eflaust tilbúin að leiðbeina dómaranum um að skoða atvik betur telji hún illa farið með íslenska liðið: „Já, maður hefur það á bakvið eyrað. Ef manni finnst eitthvað vafasamt vill maður náttúrulega segja eitthvað svo að dómarinn líti á skjáinn.“ Dómarar leiksins í dag koma frá Frakklandi. Stéphani Frappart verður með flautuna en sú sem sér um að fylgjast með því á skjá að rangir dómar hafi ekki mikil áhrif á leikinn er myndbandsdómarinn Francois Letexier. Klippa: Dagný um VAR Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira