Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Tinni Sveinsson skrifar 11. október 2022 13:59 Kolbrún, Kristján, Marlena, Örvar og Rúna keppa í bakgarðshlaupinu um helgina. Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti