Sannfærð um að fótboltahæfileikar Sveindísar komi frá mömmunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2022 09:00 Rakel Brynjólfsson, vinkona þeirra hjóna Jóns og Eunice, í blárri treyju. Stoltir foreldrarnir klæðast hvítu í dag. Vísir/Vilhelm Mikið mun mæða á Sveindísi Jane Jónsdóttur landsliðskonu í leiknum gegn Portúgal í dag. Vonarstjarna íslensks fótbolta á dyggan stuðningshóp sem verður á sínum stað í stúkunni ytra. Hjónin Jón Sveinsson og Eunice Quason voru í banastuði á Joe and the Juice í morgunsárið. Þau eru foreldrar Sveindísar og heldur betur stolt af dóttur sinni. „Og öllu liðinu, frá A til Ö. Þær eru geggjaðar,“ segir Jón. Það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ákveða að fylgja liðinu utan. Jón skellihlær. „Nei nei, það var ákveðið strax. Svo heyrðum við af þessari pakkaferð og stukkum á hann. Við hefðum alltaf farið út eftir einhverjum leiðum,“ segir Jón. Þau eru hluti af um tíu manna hóp sem styður Sveindísi alla leið. Tengdaforeldrarnir og tengdasonur er þar á meðal. Eunice, móðir Sveindísar, fagnar spurningu blaðamanns um hvaðan fótboltahæfileikarnir komi. „Hæfileikana fær hún frá mér, hraðann frá pabba sínum,“ segir hún og ekki hreyfir Jón við mótmælum. „Ég spilaði fótbolta í Gana þegar ég var lítil, svona frá tólf til fjórtán ára. En á þeim tíma spiluðu stelpur í Gana ekki fótbolta svo foreldrar mínir leyfðu það ekki. Ef ég væri lítil í dag hefði ég ekkert hlustað á þá, en þannig var staðan þá,“ segir Eunice. Hún hafi elskað að spila fótbolta. „Ég var eins og strákur, gerði allt eins og strákur.“ Eunice skartar glæsilegum bláum lokkum í tilefni dagsins. Fléttum sem hún gerir ekki mikið úr, hafi bara tekið hana þrjá tíma. „Ég gerði hverja fléttu fyrir sig og límdi svo á hausinn,“ segir Eunice eldhress. Hún heyrði í dóttur sinni í gær. „Hún er sko til í slaginn. Ég bað hana um að skora eitt mark fyrir mömmu sína. Ég hugsa að hún geri það,“ segir Eunice. Hún er bjartsýn á sigur og þar með farseðilinn á HM á næsta ári. „Ég er níutíu prósent viss. Ég hef það á tilfinningunni. Ekki alveg hundrað prósent, en níutíu prósent.“ Jón tekur undir þetta. „Ekkert öðruvísi. Við erum ekkert að fara þarna öðruvísi en að vinna þetta.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Hjónin Jón Sveinsson og Eunice Quason voru í banastuði á Joe and the Juice í morgunsárið. Þau eru foreldrar Sveindísar og heldur betur stolt af dóttur sinni. „Og öllu liðinu, frá A til Ö. Þær eru geggjaðar,“ segir Jón. Það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ákveða að fylgja liðinu utan. Jón skellihlær. „Nei nei, það var ákveðið strax. Svo heyrðum við af þessari pakkaferð og stukkum á hann. Við hefðum alltaf farið út eftir einhverjum leiðum,“ segir Jón. Þau eru hluti af um tíu manna hóp sem styður Sveindísi alla leið. Tengdaforeldrarnir og tengdasonur er þar á meðal. Eunice, móðir Sveindísar, fagnar spurningu blaðamanns um hvaðan fótboltahæfileikarnir komi. „Hæfileikana fær hún frá mér, hraðann frá pabba sínum,“ segir hún og ekki hreyfir Jón við mótmælum. „Ég spilaði fótbolta í Gana þegar ég var lítil, svona frá tólf til fjórtán ára. En á þeim tíma spiluðu stelpur í Gana ekki fótbolta svo foreldrar mínir leyfðu það ekki. Ef ég væri lítil í dag hefði ég ekkert hlustað á þá, en þannig var staðan þá,“ segir Eunice. Hún hafi elskað að spila fótbolta. „Ég var eins og strákur, gerði allt eins og strákur.“ Eunice skartar glæsilegum bláum lokkum í tilefni dagsins. Fléttum sem hún gerir ekki mikið úr, hafi bara tekið hana þrjá tíma. „Ég gerði hverja fléttu fyrir sig og límdi svo á hausinn,“ segir Eunice eldhress. Hún heyrði í dóttur sinni í gær. „Hún er sko til í slaginn. Ég bað hana um að skora eitt mark fyrir mömmu sína. Ég hugsa að hún geri það,“ segir Eunice. Hún er bjartsýn á sigur og þar með farseðilinn á HM á næsta ári. „Ég er níutíu prósent viss. Ég hef það á tilfinningunni. Ekki alveg hundrað prósent, en níutíu prósent.“ Jón tekur undir þetta. „Ekkert öðruvísi. Við erum ekkert að fara þarna öðruvísi en að vinna þetta.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42