Gunnhildur Yrsa spilar með Orlando Pride á Flórída í NWSL-deildinni og hefur gert það undanfarin ár.
The NWSL has terminated the contracts of Orlando Pride head coach Amanda Cromwell and assistant coach Sam Greene on Monday, following the conclusion of an investigation into their conduct.
— The Athletic (@TheAthletic) October 10, 2022
The two were placed on administrative leave on June 6.https://t.co/ut3BXR83Uf
Þjálfarar hennar hjá Orlando liðinu, aðalþjálfarinn Amanda Cromwell og aðstoðarþjálfarinn Sam Greene, voru rekin í gær fyrir að hefna sína á leikmönnum sem höfðu tjáð sig um þau í rannsókn á þjálfaraaðferðum deildarinnar.
Þjálfararnir voru báðir sakaðir um svívirðingar gagnvart leikmönnum og hlutdrægni í átt til einstakra leikmanna í rannsókninni. Bæði fengu viðvörun og Cromwell var skipað að gangast undir leiðtogaþjálfun. Tveimur mánuðum síðar bárust fréttir af því að þau höfðu verið að hefna sín á þeim sem klöguðu þau fyrir nefndina.
NWSL-deildin sagði að framkoma þeirra hafi verið tilraun til að reyna að draga úr vilja leikmanna að segja frá með af því að þær eigi þá hættu á hefndaraðgerðum.
"When it boils all down to the fundamental layer, I think it is really about power."
— Danielle Stein (@Danielle_Stein9) October 11, 2022
WATCH: @itsmeglinehan joined me tonight on @SpecSports360, providing insight into the #NWSL decision to terminate Orlando Pride HC Amanda Cromwell's contract following the investigation pic.twitter.com/9UABiifvYm
Þau Amanda og Sam reyndu einnig að losa sig við leikmenn, annaðhvort með skiptum eða með að rifta samningnum, sem höfðu tjáð sig um þjálfaraaðferðir þeirra í rannsókninni.
Þessar fréttir koma fram aðeins viku eftir að sjálfstæð rannsókn komst að því svívirðingar, misþyrmingar og ósæmileg hegðun hafi verið kerfislæg innan félaganna í NWSL deildinni.
Amanda Cromwell lék á sínum tíma 55 landsleiki fyrir bandaríska landsliðið. Hún tjáði sig á Twitter eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru gerðar opinberar og sagðist vera leið og vonsvikinn þar sem röng mynd hafi verið máluð af manngerð sinni og heiðarleika.
Allir þjálfarar þurfa að gangast undir námskeið þar farið verður yfir hefndarstarfsemi, ójöfnuð, áreitni og einelti á vinnustað. Ætli þau Amanda og Sam að þjálfa aftur í NWSL-deildinni sleppa þau ekki við það að mæta þar.