„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 14:58 Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu til Porto í gær eftir æfingar í Algarve síðustu daga. Það var létt yfir henni þegar hún ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins. Stöð 2 Sport „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sjá meira
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00