Hópur fólks hvatt listafólk til að spila ekki á Airwaves Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 14:46 Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. Forsvarsmenn Iceland Airwaves sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagt var frá því að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur væri að biðja tónlistarfólk hátíðarinnar um að spila ekki. Með því vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair að neita ríkinu um pláss í flugvélum sínum fyrir hælisleitendur sem er vísað úr landi. Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. „Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í tilkynningunni segir að ef röskun verði á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða sem kemur mest niður á íslensku tónlistarlífi. Tilgangur hátíðarinnar sé að koma íslensku tónlistarfólki og tónlistarsamfélagi á framfæri á stærri mörkuðum. „Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangursríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Við sem stöndum að Iceland Airwaves höfum orðið vör við að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur, hefur sett sig í samband við listafólk sem er að spila á hátíðinni og hvatt þau til að koma ekki fram á henni. Ástæðan er að Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. Vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair um að neita ríkinu um pláss í sínum flugvélum fyrir hælisleitendur sem vísað er úr landi. Á sama tíma og við styðjum heils hugar rétt allra til að berjast fyrir sínum málstað, viljum við leggja orð í belg um þessar baráttuaðferðir. Iceland Airwaves er afar mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk og önnur sem starfa innan tónlistargeirans. Hátíðin er löskuð eftir tvö strembin ár í COVID faraldrinum. Á það raunar við um tónlistargeirann í heild, á heimsvísu. Sífellt berast fregnir af þekktu tónlistarfólki sem hættir við tónleikaferðir vegna erfiðra aðstæðna í kjölfar faraldursins, oft í miðju kafi. Má þar nefna Shawn Mendes, Placebo og alt-J. Ótalmörg sem hafa lífsviðurværi af tónlist berjast fyrir tilvist sinni og er brýnt að leggja þeim lið. Iceland Airwaves er fjarri því að vera gróðamaskína. Hátíðin er rekin áfram af ástríðu og styrkir frá einkaaðilum og Reykjavíkurborg eru henni lífsnauðsynlegir. Icelandair er stofnandi Iceland Airwaves og án áframhaldandi stuðnings frá þeim er engin leið að halda hátíðina. Langtímasamningur við Icelandair um stuðning er kjölfestan í tilvist Iceland Airwaves. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair kaupir íslenska ríkið flugmiða hjá Icelandair eins og hver annar viðskiptavinur. Icelandair verður að fara að íslenskum lögum og framfylgja ákvörðunum stjórnvalda en er eingöngu heimilt að neita að fljúga farþegum ef af þeim stafar öryggisógn. Ríkinu er frjálst að kaupa flugmiða af hvaða flugfélagi sem er í hvaða tilgangi sem er. Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair. Frumtilgangur hátíðarinnar er að búa til virði fyrir íslenskt tónlistarsamfélag. Enginn efast um hversu vel það hefur tekist síðustu 20 ár. Hátíðin hefur reynst íslensku tónlistarfólki frábær leið til að koma sér á framfæri á stærri mörkuðum. Hún laðar til Íslands á hverju ári erlenda fjölmiðla og bransafólk í stórum stíl. Við teljum að ef veruleg röskun verður á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða, sem á endanum kemur harðast niður á íslensku tónlistarlífi. Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangusríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum. Tónlist Airwaves Stjórnsýsla Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Forsvarsmenn Iceland Airwaves sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem sagt var frá því að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur væri að biðja tónlistarfólk hátíðarinnar um að spila ekki. Með því vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair að neita ríkinu um pláss í flugvélum sínum fyrir hælisleitendur sem er vísað úr landi. Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. „Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í tilkynningunni segir að ef röskun verði á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða sem kemur mest niður á íslensku tónlistarlífi. Tilgangur hátíðarinnar sé að koma íslensku tónlistarfólki og tónlistarsamfélagi á framfæri á stærri mörkuðum. „Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangursríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Við sem stöndum að Iceland Airwaves höfum orðið vör við að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur, hefur sett sig í samband við listafólk sem er að spila á hátíðinni og hvatt þau til að koma ekki fram á henni. Ástæðan er að Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. Vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair um að neita ríkinu um pláss í sínum flugvélum fyrir hælisleitendur sem vísað er úr landi. Á sama tíma og við styðjum heils hugar rétt allra til að berjast fyrir sínum málstað, viljum við leggja orð í belg um þessar baráttuaðferðir. Iceland Airwaves er afar mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk og önnur sem starfa innan tónlistargeirans. Hátíðin er löskuð eftir tvö strembin ár í COVID faraldrinum. Á það raunar við um tónlistargeirann í heild, á heimsvísu. Sífellt berast fregnir af þekktu tónlistarfólki sem hættir við tónleikaferðir vegna erfiðra aðstæðna í kjölfar faraldursins, oft í miðju kafi. Má þar nefna Shawn Mendes, Placebo og alt-J. Ótalmörg sem hafa lífsviðurværi af tónlist berjast fyrir tilvist sinni og er brýnt að leggja þeim lið. Iceland Airwaves er fjarri því að vera gróðamaskína. Hátíðin er rekin áfram af ástríðu og styrkir frá einkaaðilum og Reykjavíkurborg eru henni lífsnauðsynlegir. Icelandair er stofnandi Iceland Airwaves og án áframhaldandi stuðnings frá þeim er engin leið að halda hátíðina. Langtímasamningur við Icelandair um stuðning er kjölfestan í tilvist Iceland Airwaves. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair kaupir íslenska ríkið flugmiða hjá Icelandair eins og hver annar viðskiptavinur. Icelandair verður að fara að íslenskum lögum og framfylgja ákvörðunum stjórnvalda en er eingöngu heimilt að neita að fljúga farþegum ef af þeim stafar öryggisógn. Ríkinu er frjálst að kaupa flugmiða af hvaða flugfélagi sem er í hvaða tilgangi sem er. Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair. Frumtilgangur hátíðarinnar er að búa til virði fyrir íslenskt tónlistarsamfélag. Enginn efast um hversu vel það hefur tekist síðustu 20 ár. Hátíðin hefur reynst íslensku tónlistarfólki frábær leið til að koma sér á framfæri á stærri mörkuðum. Hún laðar til Íslands á hverju ári erlenda fjölmiðla og bransafólk í stórum stíl. Við teljum að ef veruleg röskun verður á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða, sem á endanum kemur harðast niður á íslensku tónlistarlífi. Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangusríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum.
Við sem stöndum að Iceland Airwaves höfum orðið vör við að hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hælisleitendur, hefur sett sig í samband við listafólk sem er að spila á hátíðinni og hvatt þau til að koma ekki fram á henni. Ástæðan er að Icelandair er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar. Vill hópurinn setja þrýsting á Icelandair um að neita ríkinu um pláss í sínum flugvélum fyrir hælisleitendur sem vísað er úr landi. Á sama tíma og við styðjum heils hugar rétt allra til að berjast fyrir sínum málstað, viljum við leggja orð í belg um þessar baráttuaðferðir. Iceland Airwaves er afar mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk og önnur sem starfa innan tónlistargeirans. Hátíðin er löskuð eftir tvö strembin ár í COVID faraldrinum. Á það raunar við um tónlistargeirann í heild, á heimsvísu. Sífellt berast fregnir af þekktu tónlistarfólki sem hættir við tónleikaferðir vegna erfiðra aðstæðna í kjölfar faraldursins, oft í miðju kafi. Má þar nefna Shawn Mendes, Placebo og alt-J. Ótalmörg sem hafa lífsviðurværi af tónlist berjast fyrir tilvist sinni og er brýnt að leggja þeim lið. Iceland Airwaves er fjarri því að vera gróðamaskína. Hátíðin er rekin áfram af ástríðu og styrkir frá einkaaðilum og Reykjavíkurborg eru henni lífsnauðsynlegir. Icelandair er stofnandi Iceland Airwaves og án áframhaldandi stuðnings frá þeim er engin leið að halda hátíðina. Langtímasamningur við Icelandair um stuðning er kjölfestan í tilvist Iceland Airwaves. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair kaupir íslenska ríkið flugmiða hjá Icelandair eins og hver annar viðskiptavinur. Icelandair verður að fara að íslenskum lögum og framfylgja ákvörðunum stjórnvalda en er eingöngu heimilt að neita að fljúga farþegum ef af þeim stafar öryggisógn. Ríkinu er frjálst að kaupa flugmiða af hvaða flugfélagi sem er í hvaða tilgangi sem er. Iceland Airwaves getur ekki með nokkrum hætti breytt þessu. Án tónlistarfólks er engin hátíð. Það er ekki skýrt fyrir okkur hvers er verið að krefjast hér, né hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja stærstu og mikilvægustu hátíð íslensks tónlistarfólks. Og erfitt er að sjá að þessar aðgerðir myndu hafa einhver önnur áhrif, því í raun og veru myndu þær á engan hátt snerta íslensk yfirvöld eða Icelandair. Frumtilgangur hátíðarinnar er að búa til virði fyrir íslenskt tónlistarsamfélag. Enginn efast um hversu vel það hefur tekist síðustu 20 ár. Hátíðin hefur reynst íslensku tónlistarfólki frábær leið til að koma sér á framfæri á stærri mörkuðum. Hún laðar til Íslands á hverju ári erlenda fjölmiðla og bransafólk í stórum stíl. Við teljum að ef veruleg röskun verður á hátíðinni í ár muni það valda hátíðinni óbætanlegum skaða, sem á endanum kemur harðast niður á íslensku tónlistarlífi. Við teljum það hvorki nauðsynlegt né árangusríkt að valda Iceland Airwaves tjóni til að vekja athygli á málstað sínum.
Tónlist Airwaves Stjórnsýsla Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira