Þórir segir eðlilegt að lykilkona hans setji handboltann einu sinni í annað sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 12:01 Veronica Kristiansen sést með liðsfélögum sínum í norska landsliðinu þeim Camilla Herremm, Marta Tomac og Stine Bredal Oftedal. Getty/Dean Mouhtaropoulos Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, verður án lykilmanns í titilvörninni á Evrópumótinu í handbolta í næsta mánuði en í gær var það gert opinbert að Veronica Kristiansen verður ekki með norska landsliðinu að þessu sinni. Norska handboltasambandið staðfesti fjarveru Veronicu í fréttatilkynningu en ástæðan er að hún þarf að leita sér læknisaðstoðar á þessum tíma. Það er ekki farið nánar í það hvers konar læknismeðferð sé að ræða. Það er þó nefnt að möguleiki að óvissa um lengd meðferðarinnar geti opnað dyrnar fyrir því að Veronica geti spilað eitthvað með landsliðinu á Evrópumótinu. Tirsdag kl. 11.00 tar Thorir Hergeirsson ut Håndballjentenes tropp til EM. Den blir ikke Veronica Kristiansen en del av.https://t.co/084nHayYdc— Norges Håndballforbund (@NORhandball) October 9, 2022 Þórir tjáir sig um fjarveru leikmannsins í fréttatilkynningu norska sambandsins. „Veronica hefur okkar fulla stuðning í forgangsröðun sinni. Það er eðlilegt að íþróttafólk setji íþróttirnar stundum í annað sætið. Ef „Vikki“ verður tilbúinn til að spila með á einhverjum tímapunkti á mótinu og liðið þarf á henni að halda þá munum við að sjálfsögðu íhuga það að kalla á hana. Við höldum því dyrunum opnum fyrir hana,“ sagði Þórir. Kristiansen er 32 ára vinstri skytta sem er leikmaður Győri í Ungverjalandi og varð meistari með liðinu síðasta vor. Hún hefur spilað 171 landsleik og skorað 553 mörk fyrir Noreg frá árinu 2013 og unnið fimm gullverðlaun með liðinu á stórmótum þar af þrjá Evrópumeistaratitla. „Það er allt í góðu lagi með mig en núna varð það nauðsynlegt að setja þetta ofar í forgangsröðinni en Evrópumótið í handbolta. Ég er tilbúin að snúa aftur í landsliðið og hef enn mikinn metnað fyrir því að spila fyrir landsliðið,“ sagði Veronica Kristiansen. Norska landsliðið mun sakna Veronicu og þá ekki síst varnarlega þar sem hún hefur ávallt spilað stórt hlutverk. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Norska handboltasambandið staðfesti fjarveru Veronicu í fréttatilkynningu en ástæðan er að hún þarf að leita sér læknisaðstoðar á þessum tíma. Það er ekki farið nánar í það hvers konar læknismeðferð sé að ræða. Það er þó nefnt að möguleiki að óvissa um lengd meðferðarinnar geti opnað dyrnar fyrir því að Veronica geti spilað eitthvað með landsliðinu á Evrópumótinu. Tirsdag kl. 11.00 tar Thorir Hergeirsson ut Håndballjentenes tropp til EM. Den blir ikke Veronica Kristiansen en del av.https://t.co/084nHayYdc— Norges Håndballforbund (@NORhandball) October 9, 2022 Þórir tjáir sig um fjarveru leikmannsins í fréttatilkynningu norska sambandsins. „Veronica hefur okkar fulla stuðning í forgangsröðun sinni. Það er eðlilegt að íþróttafólk setji íþróttirnar stundum í annað sætið. Ef „Vikki“ verður tilbúinn til að spila með á einhverjum tímapunkti á mótinu og liðið þarf á henni að halda þá munum við að sjálfsögðu íhuga það að kalla á hana. Við höldum því dyrunum opnum fyrir hana,“ sagði Þórir. Kristiansen er 32 ára vinstri skytta sem er leikmaður Győri í Ungverjalandi og varð meistari með liðinu síðasta vor. Hún hefur spilað 171 landsleik og skorað 553 mörk fyrir Noreg frá árinu 2013 og unnið fimm gullverðlaun með liðinu á stórmótum þar af þrjá Evrópumeistaratitla. „Það er allt í góðu lagi með mig en núna varð það nauðsynlegt að setja þetta ofar í forgangsröðinni en Evrópumótið í handbolta. Ég er tilbúin að snúa aftur í landsliðið og hef enn mikinn metnað fyrir því að spila fyrir landsliðið,“ sagði Veronica Kristiansen. Norska landsliðið mun sakna Veronicu og þá ekki síst varnarlega þar sem hún hefur ávallt spilað stórt hlutverk.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti