Þórir segir eðlilegt að lykilkona hans setji handboltann einu sinni í annað sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 12:01 Veronica Kristiansen sést með liðsfélögum sínum í norska landsliðinu þeim Camilla Herremm, Marta Tomac og Stine Bredal Oftedal. Getty/Dean Mouhtaropoulos Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, verður án lykilmanns í titilvörninni á Evrópumótinu í handbolta í næsta mánuði en í gær var það gert opinbert að Veronica Kristiansen verður ekki með norska landsliðinu að þessu sinni. Norska handboltasambandið staðfesti fjarveru Veronicu í fréttatilkynningu en ástæðan er að hún þarf að leita sér læknisaðstoðar á þessum tíma. Það er ekki farið nánar í það hvers konar læknismeðferð sé að ræða. Það er þó nefnt að möguleiki að óvissa um lengd meðferðarinnar geti opnað dyrnar fyrir því að Veronica geti spilað eitthvað með landsliðinu á Evrópumótinu. Tirsdag kl. 11.00 tar Thorir Hergeirsson ut Håndballjentenes tropp til EM. Den blir ikke Veronica Kristiansen en del av.https://t.co/084nHayYdc— Norges Håndballforbund (@NORhandball) October 9, 2022 Þórir tjáir sig um fjarveru leikmannsins í fréttatilkynningu norska sambandsins. „Veronica hefur okkar fulla stuðning í forgangsröðun sinni. Það er eðlilegt að íþróttafólk setji íþróttirnar stundum í annað sætið. Ef „Vikki“ verður tilbúinn til að spila með á einhverjum tímapunkti á mótinu og liðið þarf á henni að halda þá munum við að sjálfsögðu íhuga það að kalla á hana. Við höldum því dyrunum opnum fyrir hana,“ sagði Þórir. Kristiansen er 32 ára vinstri skytta sem er leikmaður Győri í Ungverjalandi og varð meistari með liðinu síðasta vor. Hún hefur spilað 171 landsleik og skorað 553 mörk fyrir Noreg frá árinu 2013 og unnið fimm gullverðlaun með liðinu á stórmótum þar af þrjá Evrópumeistaratitla. „Það er allt í góðu lagi með mig en núna varð það nauðsynlegt að setja þetta ofar í forgangsröðinni en Evrópumótið í handbolta. Ég er tilbúin að snúa aftur í landsliðið og hef enn mikinn metnað fyrir því að spila fyrir landsliðið,“ sagði Veronica Kristiansen. Norska landsliðið mun sakna Veronicu og þá ekki síst varnarlega þar sem hún hefur ávallt spilað stórt hlutverk. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Norska handboltasambandið staðfesti fjarveru Veronicu í fréttatilkynningu en ástæðan er að hún þarf að leita sér læknisaðstoðar á þessum tíma. Það er ekki farið nánar í það hvers konar læknismeðferð sé að ræða. Það er þó nefnt að möguleiki að óvissa um lengd meðferðarinnar geti opnað dyrnar fyrir því að Veronica geti spilað eitthvað með landsliðinu á Evrópumótinu. Tirsdag kl. 11.00 tar Thorir Hergeirsson ut Håndballjentenes tropp til EM. Den blir ikke Veronica Kristiansen en del av.https://t.co/084nHayYdc— Norges Håndballforbund (@NORhandball) October 9, 2022 Þórir tjáir sig um fjarveru leikmannsins í fréttatilkynningu norska sambandsins. „Veronica hefur okkar fulla stuðning í forgangsröðun sinni. Það er eðlilegt að íþróttafólk setji íþróttirnar stundum í annað sætið. Ef „Vikki“ verður tilbúinn til að spila með á einhverjum tímapunkti á mótinu og liðið þarf á henni að halda þá munum við að sjálfsögðu íhuga það að kalla á hana. Við höldum því dyrunum opnum fyrir hana,“ sagði Þórir. Kristiansen er 32 ára vinstri skytta sem er leikmaður Győri í Ungverjalandi og varð meistari með liðinu síðasta vor. Hún hefur spilað 171 landsleik og skorað 553 mörk fyrir Noreg frá árinu 2013 og unnið fimm gullverðlaun með liðinu á stórmótum þar af þrjá Evrópumeistaratitla. „Það er allt í góðu lagi með mig en núna varð það nauðsynlegt að setja þetta ofar í forgangsröðinni en Evrópumótið í handbolta. Ég er tilbúin að snúa aftur í landsliðið og hef enn mikinn metnað fyrir því að spila fyrir landsliðið,“ sagði Veronica Kristiansen. Norska landsliðið mun sakna Veronicu og þá ekki síst varnarlega þar sem hún hefur ávallt spilað stórt hlutverk.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira