Þórir segir eðlilegt að lykilkona hans setji handboltann einu sinni í annað sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 12:01 Veronica Kristiansen sést með liðsfélögum sínum í norska landsliðinu þeim Camilla Herremm, Marta Tomac og Stine Bredal Oftedal. Getty/Dean Mouhtaropoulos Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, verður án lykilmanns í titilvörninni á Evrópumótinu í handbolta í næsta mánuði en í gær var það gert opinbert að Veronica Kristiansen verður ekki með norska landsliðinu að þessu sinni. Norska handboltasambandið staðfesti fjarveru Veronicu í fréttatilkynningu en ástæðan er að hún þarf að leita sér læknisaðstoðar á þessum tíma. Það er ekki farið nánar í það hvers konar læknismeðferð sé að ræða. Það er þó nefnt að möguleiki að óvissa um lengd meðferðarinnar geti opnað dyrnar fyrir því að Veronica geti spilað eitthvað með landsliðinu á Evrópumótinu. Tirsdag kl. 11.00 tar Thorir Hergeirsson ut Håndballjentenes tropp til EM. Den blir ikke Veronica Kristiansen en del av.https://t.co/084nHayYdc— Norges Håndballforbund (@NORhandball) October 9, 2022 Þórir tjáir sig um fjarveru leikmannsins í fréttatilkynningu norska sambandsins. „Veronica hefur okkar fulla stuðning í forgangsröðun sinni. Það er eðlilegt að íþróttafólk setji íþróttirnar stundum í annað sætið. Ef „Vikki“ verður tilbúinn til að spila með á einhverjum tímapunkti á mótinu og liðið þarf á henni að halda þá munum við að sjálfsögðu íhuga það að kalla á hana. Við höldum því dyrunum opnum fyrir hana,“ sagði Þórir. Kristiansen er 32 ára vinstri skytta sem er leikmaður Győri í Ungverjalandi og varð meistari með liðinu síðasta vor. Hún hefur spilað 171 landsleik og skorað 553 mörk fyrir Noreg frá árinu 2013 og unnið fimm gullverðlaun með liðinu á stórmótum þar af þrjá Evrópumeistaratitla. „Það er allt í góðu lagi með mig en núna varð það nauðsynlegt að setja þetta ofar í forgangsröðinni en Evrópumótið í handbolta. Ég er tilbúin að snúa aftur í landsliðið og hef enn mikinn metnað fyrir því að spila fyrir landsliðið,“ sagði Veronica Kristiansen. Norska landsliðið mun sakna Veronicu og þá ekki síst varnarlega þar sem hún hefur ávallt spilað stórt hlutverk. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Norska handboltasambandið staðfesti fjarveru Veronicu í fréttatilkynningu en ástæðan er að hún þarf að leita sér læknisaðstoðar á þessum tíma. Það er ekki farið nánar í það hvers konar læknismeðferð sé að ræða. Það er þó nefnt að möguleiki að óvissa um lengd meðferðarinnar geti opnað dyrnar fyrir því að Veronica geti spilað eitthvað með landsliðinu á Evrópumótinu. Tirsdag kl. 11.00 tar Thorir Hergeirsson ut Håndballjentenes tropp til EM. Den blir ikke Veronica Kristiansen en del av.https://t.co/084nHayYdc— Norges Håndballforbund (@NORhandball) October 9, 2022 Þórir tjáir sig um fjarveru leikmannsins í fréttatilkynningu norska sambandsins. „Veronica hefur okkar fulla stuðning í forgangsröðun sinni. Það er eðlilegt að íþróttafólk setji íþróttirnar stundum í annað sætið. Ef „Vikki“ verður tilbúinn til að spila með á einhverjum tímapunkti á mótinu og liðið þarf á henni að halda þá munum við að sjálfsögðu íhuga það að kalla á hana. Við höldum því dyrunum opnum fyrir hana,“ sagði Þórir. Kristiansen er 32 ára vinstri skytta sem er leikmaður Győri í Ungverjalandi og varð meistari með liðinu síðasta vor. Hún hefur spilað 171 landsleik og skorað 553 mörk fyrir Noreg frá árinu 2013 og unnið fimm gullverðlaun með liðinu á stórmótum þar af þrjá Evrópumeistaratitla. „Það er allt í góðu lagi með mig en núna varð það nauðsynlegt að setja þetta ofar í forgangsröðinni en Evrópumótið í handbolta. Ég er tilbúin að snúa aftur í landsliðið og hef enn mikinn metnað fyrir því að spila fyrir landsliðið,“ sagði Veronica Kristiansen. Norska landsliðið mun sakna Veronicu og þá ekki síst varnarlega þar sem hún hefur ávallt spilað stórt hlutverk.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn