Óskar Hrafn: Verðum að halda einbeitingu 8. október 2022 17:57 Óskar Hrafn var með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 2-1 útisigri gegn KA í dag. Hann fór um víðan völl í viðtali við blaðamann. „Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
„Mér líður bara vel. Ég er auðvitað bara sáttur, ég er sáttur á tvo vegu, mér fannst frammistaðan stærsta hluta leiksins vera mjög öflug. Við sköpuðum okku fullt af færum og í raun og veru hefðum við átt að vera búnir að gera út um þennan leik miklu fyrr en hins vegar er það þannig að KA liðið er þannig gert að þeir eru búnir að skora tæplega helminginn af mörkunum sínum á síðustu 15 mínútunum í leikjunum í sumar og við vissum það alltaf að þetta væri hættan.” Óskar heldur áfram: „Þeir fá víti, var þetta víti eða ekki víti? Ég veit það ekki. Ég sé þetta með Blikagleraugum og þá segi ég að þetta sé ekki víti. Mér er sagt að þetta hafi verið soft en saga okkur í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum verið slegnir niður sprettum við á fætur og komum til baka hvort sem það er eftir tapleik í deildinni eða við fáum á okkur mark sem kemur á erfiðum tíma og ég er auðvitað bara mjög stoltur af liðinu fyrir það, mér finnst þetta gott svar. Ég er ánægður með frammistöðuna af stærstum hluta en við hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung, nýta færin betur, bera meiri virðingu fyrir færunum en baráttan og það sem menn lögðu í þetta og náðu að opna KA mennina var ég ánægður með og karakterinn sem þeir sýna í lokin.” KA kölluðu hátt eftir vítaspyrnu í lokin þegar Viktor Örn Margeirsson tók Jakob Snær niður í návígi í teignum. Óskar gefur lítið fyrir það. „Ég held að það hafi ekki verið neitt. Aftur auðvitað set ég bara upp Blikagleraugun og ég sá ekki neitt, ég sá ekki hvað gerist, Jakob fellur og ég bara veit það ekki en ég held að það hafi ekki verið víti. Við verðum að passa okkur að láta ekki vafaatriðin skilgreina þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið tempó, þetta datt aðeins niður á kafla seinni hálfleik en mér fannst bæði lið einhvernvegin gefa allt sem þau áttu og ég er auðvitað bara glaður að við spiluðum vel og við förum með þrjú stig héðan af erfiðum velli á móti KA-liði sem er búið að vera á mikilli siglingu.” Breiðablik þarf einungis tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og verður að teljast hæpið að liðið klúðri því. „Já já, þú getur sagt það, eina sem verðum að gera er að mæta á Laugardaginn á móti KR og vinna þá. Það er það eina sem við getum hugsða um hvort sem okkur vantar tvö stig, sjö stig eða níu stig eða eitthvað, ég veit að ekki. Jú jú ég veit það en ég ætla bara ekkert að spá í það, við ætlum okkur að vinna þá leiki sem eftir eru; byrjum á KR á laugardaginn og við þurfum að passa að vera virðingu fyrir öllum verkefnum, ekki fara að falla í þá gryfju að halda að þetta sé búið. Hvað sem gerist á mánudaginn verðum við að passa upp á okkur, það hefur gagnast ágætlega í sumar og menn verða að halda einbeitingu og missa ekki sjónar á því sem eftir er.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira