Strengur í hjarta Reykjavíkur úti vegna álags Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 19:18 Rafmagnsleysi hefur verið óvenju títt í miðborginni og Vesturbænum upp á síðkastið. vísir/vilhelm Byggingaframkvæmdir og þétting byggðar í Reykjavík hafa valdið víðtækum rafmagnstruflunum síðustu vikur. Forstöðumaður hjá Veitum segir að auka þurfi samstarf við verktaka svo rafmagnsbilanir verði ekki algengari samhliða aukinni uppbyggingu. Víðtækt rafmagnsleysi varð í stórum hluta miðbæjar og Vesturbæjar síðdegis í gær. Þetta olli miklu raski á starfsemi búða og veitingastaða sem lá niðri á meðan rafmagnið var úti. Þetta er í þriðja skiptið á fáeinum vikum sem rafmagnslaust verður á hluta svæðisins, vegna bilana í strengjum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við inn í helstu fráveitustöð miðbæjarins, „hjarta Reykjavíkur“ eins og forstöðumaður Veitna kallar hana, og litum á strenginn sem sló út í gær. „Það var ansi mikið undir á þessum rofa í gær og hann leysir út vegna bilunar í strengs, sem liggur frá þessari afveitustöð yfir í Pósthússtræti 1. Og það var óvenjulega mikið á þessum rofa í gær því við erum með strengi úti út af verkefnum vestur í bæ sem tengjast þéttingu byggðar,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. Til að einfalda; hætta hefur þurft notkun á nokkrum strengjum sem leiða rafmagn í Vesturbæinn vegna byggingaframkvæmda þar, svo ekki skapist hætta fyrir iðnaðarmenn. Þá eykst álagið á aðra strengi og varð það of mikið í gær á strengnum sem leiðir að Pósthússtræti. Jóhannes segir ekki verið að byggja of mikið í borginni en auka verði samskipti Veitna og byggingaraðila.vísir/óttar Hálfgerð sprenging og húsin hristust Byggingaframkvæmdir hafa verið helsta orsök rafmagnsleysis hjá Veitum upp á síðkastið. „Reynslan hefur sýnt okkur það að truflanir verða gjarnan vegna jarðvinnu nálægt strengjum. Hvort sem það eru húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir,“ segir Jóhannes. Eru byggingarverktakar þá að grafa alveg niður að strengnum? „Það er mismunandi hvernig það verður. Eins og nýlegt dæmi hérna nálægt þessari aðveitustöð, þá var bara grafið í streng. Þá hristust bara húsin í kring, það varð svona hálfgerð sprenging. Svo er bara verið að kroppa í lagnirnar, kannski aðeins verið að rekast í þær og þá yfir tíma gefa þær sig.“ Jóhannes er þó ekki á því að hér sé verið að byggja of mikið of hratt fyrir kerfið. „Ég myndi ekki segja að það sé endilega vera byggja of mikið en það auðvitað kallar á aukið samstarf og við þurfum að vinna betur saman þvert á til að geta komið í veg fyrir að svona skemmdir verði á lögnum í jörðu.“ Byggingariðnaður Orkumál Reykjavík Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi varð í stórum hluta miðbæjar og Vesturbæjar síðdegis í gær. Þetta olli miklu raski á starfsemi búða og veitingastaða sem lá niðri á meðan rafmagnið var úti. Þetta er í þriðja skiptið á fáeinum vikum sem rafmagnslaust verður á hluta svæðisins, vegna bilana í strengjum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíktum við inn í helstu fráveitustöð miðbæjarins, „hjarta Reykjavíkur“ eins og forstöðumaður Veitna kallar hana, og litum á strenginn sem sló út í gær. „Það var ansi mikið undir á þessum rofa í gær og hann leysir út vegna bilunar í strengs, sem liggur frá þessari afveitustöð yfir í Pósthússtræti 1. Og það var óvenjulega mikið á þessum rofa í gær því við erum með strengi úti út af verkefnum vestur í bæ sem tengjast þéttingu byggðar,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. Til að einfalda; hætta hefur þurft notkun á nokkrum strengjum sem leiða rafmagn í Vesturbæinn vegna byggingaframkvæmda þar, svo ekki skapist hætta fyrir iðnaðarmenn. Þá eykst álagið á aðra strengi og varð það of mikið í gær á strengnum sem leiðir að Pósthússtræti. Jóhannes segir ekki verið að byggja of mikið í borginni en auka verði samskipti Veitna og byggingaraðila.vísir/óttar Hálfgerð sprenging og húsin hristust Byggingaframkvæmdir hafa verið helsta orsök rafmagnsleysis hjá Veitum upp á síðkastið. „Reynslan hefur sýnt okkur það að truflanir verða gjarnan vegna jarðvinnu nálægt strengjum. Hvort sem það eru húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir,“ segir Jóhannes. Eru byggingarverktakar þá að grafa alveg niður að strengnum? „Það er mismunandi hvernig það verður. Eins og nýlegt dæmi hérna nálægt þessari aðveitustöð, þá var bara grafið í streng. Þá hristust bara húsin í kring, það varð svona hálfgerð sprenging. Svo er bara verið að kroppa í lagnirnar, kannski aðeins verið að rekast í þær og þá yfir tíma gefa þær sig.“ Jóhannes er þó ekki á því að hér sé verið að byggja of mikið of hratt fyrir kerfið. „Ég myndi ekki segja að það sé endilega vera byggja of mikið en það auðvitað kallar á aukið samstarf og við þurfum að vinna betur saman þvert á til að geta komið í veg fyrir að svona skemmdir verði á lögnum í jörðu.“
Byggingariðnaður Orkumál Reykjavík Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira