Leitað að hjálpartækjum ástarlífsins í afturenda Niemann fyrir skákeinvígi Atli Arason skrifar 8. október 2022 17:08 Fylgst er náið með Bandaríkjamanninum Hans Niemann þessa dagana. YouTube/Saint Louis Chess Club Skákmeistarinn Hans Niemann þurfti að þola nánari öryggisgæslu en aðrir keppendur á bandaríska meistaramótinu í skák í vikunni þegar leitað var sérstaklega í afturenda Niemann af hjálpartækjum ástarlífsins. Meint svindl Niemann hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Niemann sigraði norska stórmeistarann Magnus Carlsen í síðata mánuði, þar sem Norðmaðurinn sakaði þann bandaríska um svindl. Á bandaríska meistaramótinu voru allir keppendur gegnumlýstir í leit að búnaði sem gæti mögulega aðstoðað keppendur. Athygli vakti að Niemann var einn af fáum sem þurfti einnig að snúa afturendanum að gegnumlýsingartækinu en Niemann er sakaður um að nota titrandi kynlífstæki í endaþarminum til að taka á móti skilaboðum að utan í viðureign sinni gegn Carlsen. Öryggisgæsluna má sjá í myndbandinu hér að neðan en hún hefst eftir 20 mínútur og 45 sekúndur. > Niemann vann sína fyrstu viðureign gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo á miðvikudag en Niemann sagði að sigurinn væri skýr skilaboð til allra sem efuðust hann eftir viðureignina. Niemann hefur neitað öllum ásökunum um svindl gegn Carlson til þessa.
Meint svindl Niemann hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Niemann sigraði norska stórmeistarann Magnus Carlsen í síðata mánuði, þar sem Norðmaðurinn sakaði þann bandaríska um svindl. Á bandaríska meistaramótinu voru allir keppendur gegnumlýstir í leit að búnaði sem gæti mögulega aðstoðað keppendur. Athygli vakti að Niemann var einn af fáum sem þurfti einnig að snúa afturendanum að gegnumlýsingartækinu en Niemann er sakaður um að nota titrandi kynlífstæki í endaþarminum til að taka á móti skilaboðum að utan í viðureign sinni gegn Carlsen. Öryggisgæsluna má sjá í myndbandinu hér að neðan en hún hefst eftir 20 mínútur og 45 sekúndur. > Niemann vann sína fyrstu viðureign gegn hinum 15 ára gamla Christopher Yoo á miðvikudag en Niemann sagði að sigurinn væri skýr skilaboð til allra sem efuðust hann eftir viðureignina. Niemann hefur neitað öllum ásökunum um svindl gegn Carlson til þessa.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24 Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. 4. október 2022 21:42 Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31 Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53 Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Sakar Niemann um enn meira svindl Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. 26. september 2022 20:24
Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum Skákmaðurinn Hans Niemann virðist hafa svindlað oftar en hundrað sinnum á ferli sínum, ef marka má rannsókn skákþjónsins Chess.com. Niemann á að hafa svindlað á skákmótum allt til ársins 2020 og þegið verðlaunafé fyrir í einhverjum tilfellum. 4. október 2022 21:42
Niemann eftir ásakanir um víðtækt svindl: „Mun ekki draga mig í hlé“ Hinn 19 ára Hans Niemann, sem sakaður hefur verið um víðtækt svindl í skákum sínum, segist ekki ætla að hætta að keppa en gaf aðeins stutt og óskýr svör á blaðamannafundi í gær. 6. október 2022 07:31
Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53
Titrandi hringur og þyngdir fiskar nýjustu hneykslin eftir skáksvindlið Ásakanir um svindl skóku póker og veiðiheimana í Bandaríkjunum í síðustu viku, innan við mánuði eftir að greint var frá meintu svindli með hjálpartækjum ástarlífsins í skákheiminum. Titrandi hringur er sagður hafa verið notaður í stórum pókerleik og blýkúlum komið fyrir í fiskum í veiðikeppni. 3. október 2022 12:55