Þétting byggðar ein helsta orsök tíðra rafmagnsbilana Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 15:01 Veitur segjast halda úti miklu eftirliti með kerfinu, sérstaklega þeim hluta sem er orðinn nokkuð gamall. Ekki sé þó hægt að sjá bilanir fyrir sem orsakast af byggingaframkvæmdum í nágrenni kerfisins nema byggingaraðilar láti vita að þeir hafi grafið hættulega nálægt línunum. vísir/vilhelm Byggingaframkvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta orsök óvenju tíðra rafmagnsbilana sem hafa hrjáð íbúa miðbæjar og Vesturbæjar upp á síðkastið. Veitingamaður segist hafa tapað gríðarlegum fjármunum vegna rafmagnsleysisins í gær. Rafmagnið datt út á stórum hluta miðbæjarins, Vesturbæjar og Granda síðdegis í gær. Bilunin hafði miklar afleiðingar fyrir rekstraraðila á svæðinu. „Þetta hafði bara mjög mikil áhrif. Við töpuðum mikilli sölu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn af eigendum veitingastaðarins Brút á Pósthússtræti. Ólafur Örn Ólafsson er einn af eigendur veitingastaðarins Brút.vísir/vilhelm Tilkynning barst frá Veitum seinni partinn í gær þar sem fram kom að rafmagnslaust yrði á öllu svæðinu fram til miðnættis. Ólafur tók þá ákvörðun um að loka staðnum. „Ég kemst svo að því að þetta er ekki nema hálfur bærinn, þannig að það er fullt af fólki í bænum en svo kemur rafmagnið á sem er náttúrulega bara frábært en það tekur okkur alveg góðan klukkutíma að koma okkur aftur af stað,“ segir Ólafur Örn. Þetta hafi haft mikil áhrif á reksturinn. „Ég var búinn að hringja í alla gesti sem áttu pantað og segja þeim að við værum með lokað þannig að við tókum einhverja nokkra inn af götunni. Þau voru bara mjög ánægð með þetta og þetta var frábært en miðað við föstudagskvöld vorum við að taka bara einhverjar örfáar hræður,“ segir Ólafur Örn. Byggingaframkvæmdir vandamálið Þetta er í þriðja skiptið á innan við mánuði sem rafmagnslaust verður á einhverjum hluta sama svæðis. „Í rafmagninu sérstaklega þá er þetta talsvert núna á skömmum tíma. En það sem við teljum almennt að sé að valda þessum truflunum hjá okkur er þessi jarðvinna nálægt strengjunum okkar þar sem er verið að grafa í námunda við þá,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. „Þetta er sko bæði náttúrulega þétting byggðar og svo eru framkvæmdir um alla borg. Og við erum almennt í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg og verktaka eins og við getum en við höfum ekki fulla yfirsýn yfir allt sem er í gangi,“ segir Jóhannes. Orkumál Byggingariðnaður Reykjavík Skipulag Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Rafmagnið datt út á stórum hluta miðbæjarins, Vesturbæjar og Granda síðdegis í gær. Bilunin hafði miklar afleiðingar fyrir rekstraraðila á svæðinu. „Þetta hafði bara mjög mikil áhrif. Við töpuðum mikilli sölu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn af eigendum veitingastaðarins Brút á Pósthússtræti. Ólafur Örn Ólafsson er einn af eigendur veitingastaðarins Brút.vísir/vilhelm Tilkynning barst frá Veitum seinni partinn í gær þar sem fram kom að rafmagnslaust yrði á öllu svæðinu fram til miðnættis. Ólafur tók þá ákvörðun um að loka staðnum. „Ég kemst svo að því að þetta er ekki nema hálfur bærinn, þannig að það er fullt af fólki í bænum en svo kemur rafmagnið á sem er náttúrulega bara frábært en það tekur okkur alveg góðan klukkutíma að koma okkur aftur af stað,“ segir Ólafur Örn. Þetta hafi haft mikil áhrif á reksturinn. „Ég var búinn að hringja í alla gesti sem áttu pantað og segja þeim að við værum með lokað þannig að við tókum einhverja nokkra inn af götunni. Þau voru bara mjög ánægð með þetta og þetta var frábært en miðað við föstudagskvöld vorum við að taka bara einhverjar örfáar hræður,“ segir Ólafur Örn. Byggingaframkvæmdir vandamálið Þetta er í þriðja skiptið á innan við mánuði sem rafmagnslaust verður á einhverjum hluta sama svæðis. „Í rafmagninu sérstaklega þá er þetta talsvert núna á skömmum tíma. En það sem við teljum almennt að sé að valda þessum truflunum hjá okkur er þessi jarðvinna nálægt strengjunum okkar þar sem er verið að grafa í námunda við þá,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. „Þetta er sko bæði náttúrulega þétting byggðar og svo eru framkvæmdir um alla borg. Og við erum almennt í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg og verktaka eins og við getum en við höfum ekki fulla yfirsýn yfir allt sem er í gangi,“ segir Jóhannes.
Orkumál Byggingariðnaður Reykjavík Skipulag Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira