Flott og fjölbreytt fagfólk í fiski Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2022 18:31 Störf í sjávarútvegi eru einstaklega fjölbreytt. Aðsent Það er ekki ofsögum sagt að það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi og eru störfin í fiskgeiranum margvísleg og fólkið sem þeim sinnir ekki síður fjölbreytt. Skipstjóri, fiskbúðareigandi, gæðastjóri, matreiðslumaður og framleiðslustjóri, eru á meðal starfa sem sjávarútvegurinn gefur af sér. Lífið á Vísi tók saman lista með áhugaverðum einstaklingum sem sjá um að gefa landsmönnum og í raun ansi mörgum jarðarbúum að borða – það er allt frá því að veiða fiskinn og yfir í að framreiða dýrindisrétti fyrir þá veitingastaðagesti sem kunna gott að meta. Halldór Friðrik Alfreðsson skipstjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum Yngsti einstaklingurinn á listanum er 25 ára gamall en þó ungur sé að árum þá hefur hann mikla reynslu undir beltinu í sjávarútveginum. Skipstjórinn Halldór Friðrik fór í fyrsta skipti á sjó 8 ára gamall, en pabbi hans var yfirvélstjóri á Gullbergi VE á árunum 1997 til 2007, og fékk Halldór að fylgja pabba sínum í vinnuna. Undanfarin ár hefur Halldór verið stýrimaður en fór svo sinn fyrsta túr sem skipstjóri á Kap VE í september síðastliðnum. Þó sjómennskan sé ekkert grín þá er Halldór heppinn þar sem að vinnan og fjölskyldan er eitt af hans áhugamálum. Fjallgöngur og útivist eru þó hobbýin hans utan vinnu og eftir hreyfinguna og súrefnisinntökuna er hann mjög gjarn á að fá sér ýsu í raspi. Halldór Friðrik AlfreðssonAðsent Heiðdís Smáradóttir gæðastjóri hjá Samherja Fiskeldi Gæðastjóri listans er 50 ára Akureyringur og búin að vera viðriðin sjávarútveginn í hartnær 30 ár, en árið 1995 varði hún sumri á Hjalteyri við Eyjafjörð, þar sem hún vann við lúðueldi. Heiðdís sem er fiskalífeðlisfræðingur að mennt hefur starfað hjá Samherja frá árinu 2011 og unir sér vel hjá fyrirtækinu. Hún æfir íshokkí, stundar gönguskíði og hjólreiðar og fylgist vel með enska boltanum. Heiðdís hefur ferðast víða um heim og leggur mesta áherslu á að komast á framandi slóðir en til þessa er það Suðaustur-Asía sem stendur upp úr. Hún ber daglega á sig Penzim gel og veit fátt betra en að innbyrða hágæða bleikju- og laxasushi. Gauti Geirsson framkvæmdastjóri Háafells Á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi stýrir Gauti fiskeldisstarfsemi Háafells, en þar eru eldisstöðvar sem framleiða meðal annars regnbogasilung og lax. Utan vinnu leggur Gauti stund á og hefur virkilega gaman að sauðfjárrækt, auk þess sem hann hefur unun að fótbolta og heldur með Arsenal í enska, skíðar, gengur á fjöll, og á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Hann er einnig meðlimur í Björgunarsveitinni á Ísafirði. Gauti kann að meta kjötmeti en þó er steinbítur í rjómasósu það besta sem hann fær og eru kartöflur, capers og mikið smjör ómissandi með, að hans mati. Gauti GeirssonAðsent Erla Gunnlaugsdóttir yfirmaður markaðsmála hjá Lýsi Markaðsmanneskjan og lögfræðingurinn Erla Gunnlaugs er 38 ára gamall Garðbæingur og veit fátt betra en að hlúa að heilsunni en heilsu telur hún til síns helsta áhugamáls. Erla tekur inn Lýsi daglega og nýtur sín hvað mest þegar hún ver frítíma sínum á ferðalögum með fjölskyldu og vinum. Erla sem þykir flinkur tennisspilari borðar aldrei kjöt og kýs helst alltaf smálúðu á diskinn sinn. Erla GunnlaugsdóttirAðsent Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri hjá Icelandic Asia og stjórnarmaður hjá Útgerðarfélagi Reykjavíkur Stjórnarmaðurinn Agnes þróar vörur og lætur sig markaðsmál Icelandic Asia varða og var þar til í lok september þessa árs formaður Félags kvenna í sjávarútvegi. Agnes hleður batteríin með því að umvefja sig skemmtilegu fólki og fær útrás sína á íþróttavellinum þar sem að hún stundar bæði badminton og tennis. Matarboðin sem Agnes hefur haldið í gegnum tíðina eru ófá og er hún ein af þeim sem hefur eldað allar uppskriftirnar inni á www.fiskimatinn.is – Facosið þó oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og oftar en þrisvar. Einar Björn Árnason, eigandi og yfirmatreiðslumaður, hjá Einsa Kalda Eyjaskeggjar og aðrir aðdáendur Vestmannaeyja hafa flestir ef ekki allir heyrt um Einsa Kalda í Eyjum. Matreiðslumeistarinn Einar Björn (Einsi Kaldi) á og rekur þar veitingastað og samanstendur matseðillinn meðal annars af humarsamloku, þorskkinnum í tempura og sjávarréttarsúpu. Áhugamál Einars eru fjölskyldan og fótbolti og líkt og Gauti hjá Háafelli heldur Einar með Arsenal í enska. Þetta eru þó ekki einu áhugamál Einsa, en í samstarfi við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum, hefur hann þróað pækil (maríneríng á leikmannamáli) til að gera endingartíma fisks meiri og halda gæðunum sem bestum. Þróunarvinnan á líklega eftir að koma sér vel í framtíðinni þegar pækilsleginn fiskurinn er fluttur út í heim, en þess má geta að meðal annars Finnar halda vart vatni yfir aðferð Einars og VSV. Uppáhaldsmatur Einars er þorskhnakki og segir hann réttinn sem hann eldar í vinnunni alveg langbestan. Einar Björn ÁrnasonAðsent Rósa Guðmundurdóttir framleiðslustjóri hjá G.Run í Grundarfirði Hjá G.Run í Grundarfirði stýrir Rósa framleiðslunni en hún er búin að starfa í sjávarútveginum frá árinu 2008. Þessi misserin er Rósa alveg gjörsamlega hobbýlaus þar sem allur hennar frítími fer í að byggja hús sem skal verða að fallegu heimili fyrir hana og fjölskyldu hennar. Hæðarkíkirinn, fræsarinn og hallamálið eru því aldrei langt undan Rósu þessa dagana og þó hún hlakki nú mikið til að flytja inn finnst henni yfirstandandi verkefni alls ekkert leiðinlegt. Það þarf ekki að koma á óvart að Rósa er mikið gefin fyrir fiskmeti en hennar allra uppáhalds matur er djúpsteikti þorskurinn sem hún fær hjá mömmu Jónu. Rósa GuðmundsdóttirAðsent Margrét Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Vísi og formaður Félags kvenna í sjávarútvegi. Nýkjörinn formaður Félags kvenna í sjávarútvegi sér til þess að gæðin séu í toppmálum hjá fyrirtækinu Vísi í Grindavík. Þegar hún er ekki að vinna eða sinna formannsstörfum má finna hana á golfvellinum, jógadýnunni eða á fótboltavellinum. Margrét er líka orðinn mikill áhugamaður um stangveiði en maríulaxinn fékk hún í Haffjarðará í fyrra. Saltfiskur er hennar fiskur og uppáhalds rétturinn er saltfisréttur Bibbans, en í honum spila ananas og chili stórt hlutverk. Margrét Kristín PétursdóttirAðsent Tinna Gilbertsdóttir sölustjóri á uppsjávar- og sjófrystisviði Iceland Seafood Uppsjávar- og sjófrystisvið kallar á góðan sölustjóra og Tinna nokkur Gilbertsdóttir svarar því kalli hjá Iceland Seafood. Ferðalög eru eitt af hennar helstu áhugamálum og eins hefur hún gott og gaman af útivist og hreyfingu almennt. Besti matur sem Tinna fær eru steikt rauðsprettuflök með góðri heimalagaðri tartarsósu. Tinna GilbertsdóttirAðsent Geir Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg Meira en hálfa ævina hefur hinn 49 ára gamli Geir staðið vaktina í Gnoðarvogi og selt viðskiptavinum sínum fisk. Faðir hans opnaði þar fiskbúðina Hafberg árið 1995 og átti Geir búðina með foreldrum sínum í rúm 20 ár. Fyrir fjórum árum keypti Geir svo hlut foreldra sinna og er þar af leiðandi núna eini fisksalinn í Gnoðarvogi. Áhugamál Geirs eru skíði og nýtur hann sín vel í skíðaferðum með fjölskyldunni. Eins þykir Geir nokkuð lunkinn í golfi og ekki þarf að koma neinum á óvart að hann þykir fær veiðimaður og á oft notalegar og gjöfular stundir í ám landsins. Uppáhalds fiskur Geirs eru allar tegundirnar sem fást hjá Hafberg. Geir VilhjálmssonAðsent Sjávarútvegur Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Lífið á Vísi tók saman lista með áhugaverðum einstaklingum sem sjá um að gefa landsmönnum og í raun ansi mörgum jarðarbúum að borða – það er allt frá því að veiða fiskinn og yfir í að framreiða dýrindisrétti fyrir þá veitingastaðagesti sem kunna gott að meta. Halldór Friðrik Alfreðsson skipstjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum Yngsti einstaklingurinn á listanum er 25 ára gamall en þó ungur sé að árum þá hefur hann mikla reynslu undir beltinu í sjávarútveginum. Skipstjórinn Halldór Friðrik fór í fyrsta skipti á sjó 8 ára gamall, en pabbi hans var yfirvélstjóri á Gullbergi VE á árunum 1997 til 2007, og fékk Halldór að fylgja pabba sínum í vinnuna. Undanfarin ár hefur Halldór verið stýrimaður en fór svo sinn fyrsta túr sem skipstjóri á Kap VE í september síðastliðnum. Þó sjómennskan sé ekkert grín þá er Halldór heppinn þar sem að vinnan og fjölskyldan er eitt af hans áhugamálum. Fjallgöngur og útivist eru þó hobbýin hans utan vinnu og eftir hreyfinguna og súrefnisinntökuna er hann mjög gjarn á að fá sér ýsu í raspi. Halldór Friðrik AlfreðssonAðsent Heiðdís Smáradóttir gæðastjóri hjá Samherja Fiskeldi Gæðastjóri listans er 50 ára Akureyringur og búin að vera viðriðin sjávarútveginn í hartnær 30 ár, en árið 1995 varði hún sumri á Hjalteyri við Eyjafjörð, þar sem hún vann við lúðueldi. Heiðdís sem er fiskalífeðlisfræðingur að mennt hefur starfað hjá Samherja frá árinu 2011 og unir sér vel hjá fyrirtækinu. Hún æfir íshokkí, stundar gönguskíði og hjólreiðar og fylgist vel með enska boltanum. Heiðdís hefur ferðast víða um heim og leggur mesta áherslu á að komast á framandi slóðir en til þessa er það Suðaustur-Asía sem stendur upp úr. Hún ber daglega á sig Penzim gel og veit fátt betra en að innbyrða hágæða bleikju- og laxasushi. Gauti Geirsson framkvæmdastjóri Háafells Á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi stýrir Gauti fiskeldisstarfsemi Háafells, en þar eru eldisstöðvar sem framleiða meðal annars regnbogasilung og lax. Utan vinnu leggur Gauti stund á og hefur virkilega gaman að sauðfjárrækt, auk þess sem hann hefur unun að fótbolta og heldur með Arsenal í enska, skíðar, gengur á fjöll, og á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Hann er einnig meðlimur í Björgunarsveitinni á Ísafirði. Gauti kann að meta kjötmeti en þó er steinbítur í rjómasósu það besta sem hann fær og eru kartöflur, capers og mikið smjör ómissandi með, að hans mati. Gauti GeirssonAðsent Erla Gunnlaugsdóttir yfirmaður markaðsmála hjá Lýsi Markaðsmanneskjan og lögfræðingurinn Erla Gunnlaugs er 38 ára gamall Garðbæingur og veit fátt betra en að hlúa að heilsunni en heilsu telur hún til síns helsta áhugamáls. Erla tekur inn Lýsi daglega og nýtur sín hvað mest þegar hún ver frítíma sínum á ferðalögum með fjölskyldu og vinum. Erla sem þykir flinkur tennisspilari borðar aldrei kjöt og kýs helst alltaf smálúðu á diskinn sinn. Erla GunnlaugsdóttirAðsent Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri hjá Icelandic Asia og stjórnarmaður hjá Útgerðarfélagi Reykjavíkur Stjórnarmaðurinn Agnes þróar vörur og lætur sig markaðsmál Icelandic Asia varða og var þar til í lok september þessa árs formaður Félags kvenna í sjávarútvegi. Agnes hleður batteríin með því að umvefja sig skemmtilegu fólki og fær útrás sína á íþróttavellinum þar sem að hún stundar bæði badminton og tennis. Matarboðin sem Agnes hefur haldið í gegnum tíðina eru ófá og er hún ein af þeim sem hefur eldað allar uppskriftirnar inni á www.fiskimatinn.is – Facosið þó oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og oftar en þrisvar. Einar Björn Árnason, eigandi og yfirmatreiðslumaður, hjá Einsa Kalda Eyjaskeggjar og aðrir aðdáendur Vestmannaeyja hafa flestir ef ekki allir heyrt um Einsa Kalda í Eyjum. Matreiðslumeistarinn Einar Björn (Einsi Kaldi) á og rekur þar veitingastað og samanstendur matseðillinn meðal annars af humarsamloku, þorskkinnum í tempura og sjávarréttarsúpu. Áhugamál Einars eru fjölskyldan og fótbolti og líkt og Gauti hjá Háafelli heldur Einar með Arsenal í enska. Þetta eru þó ekki einu áhugamál Einsa, en í samstarfi við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum, hefur hann þróað pækil (maríneríng á leikmannamáli) til að gera endingartíma fisks meiri og halda gæðunum sem bestum. Þróunarvinnan á líklega eftir að koma sér vel í framtíðinni þegar pækilsleginn fiskurinn er fluttur út í heim, en þess má geta að meðal annars Finnar halda vart vatni yfir aðferð Einars og VSV. Uppáhaldsmatur Einars er þorskhnakki og segir hann réttinn sem hann eldar í vinnunni alveg langbestan. Einar Björn ÁrnasonAðsent Rósa Guðmundurdóttir framleiðslustjóri hjá G.Run í Grundarfirði Hjá G.Run í Grundarfirði stýrir Rósa framleiðslunni en hún er búin að starfa í sjávarútveginum frá árinu 2008. Þessi misserin er Rósa alveg gjörsamlega hobbýlaus þar sem allur hennar frítími fer í að byggja hús sem skal verða að fallegu heimili fyrir hana og fjölskyldu hennar. Hæðarkíkirinn, fræsarinn og hallamálið eru því aldrei langt undan Rósu þessa dagana og þó hún hlakki nú mikið til að flytja inn finnst henni yfirstandandi verkefni alls ekkert leiðinlegt. Það þarf ekki að koma á óvart að Rósa er mikið gefin fyrir fiskmeti en hennar allra uppáhalds matur er djúpsteikti þorskurinn sem hún fær hjá mömmu Jónu. Rósa GuðmundsdóttirAðsent Margrét Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Vísi og formaður Félags kvenna í sjávarútvegi. Nýkjörinn formaður Félags kvenna í sjávarútvegi sér til þess að gæðin séu í toppmálum hjá fyrirtækinu Vísi í Grindavík. Þegar hún er ekki að vinna eða sinna formannsstörfum má finna hana á golfvellinum, jógadýnunni eða á fótboltavellinum. Margrét er líka orðinn mikill áhugamaður um stangveiði en maríulaxinn fékk hún í Haffjarðará í fyrra. Saltfiskur er hennar fiskur og uppáhalds rétturinn er saltfisréttur Bibbans, en í honum spila ananas og chili stórt hlutverk. Margrét Kristín PétursdóttirAðsent Tinna Gilbertsdóttir sölustjóri á uppsjávar- og sjófrystisviði Iceland Seafood Uppsjávar- og sjófrystisvið kallar á góðan sölustjóra og Tinna nokkur Gilbertsdóttir svarar því kalli hjá Iceland Seafood. Ferðalög eru eitt af hennar helstu áhugamálum og eins hefur hún gott og gaman af útivist og hreyfingu almennt. Besti matur sem Tinna fær eru steikt rauðsprettuflök með góðri heimalagaðri tartarsósu. Tinna GilbertsdóttirAðsent Geir Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg Meira en hálfa ævina hefur hinn 49 ára gamli Geir staðið vaktina í Gnoðarvogi og selt viðskiptavinum sínum fisk. Faðir hans opnaði þar fiskbúðina Hafberg árið 1995 og átti Geir búðina með foreldrum sínum í rúm 20 ár. Fyrir fjórum árum keypti Geir svo hlut foreldra sinna og er þar af leiðandi núna eini fisksalinn í Gnoðarvogi. Áhugamál Geirs eru skíði og nýtur hann sín vel í skíðaferðum með fjölskyldunni. Eins þykir Geir nokkuð lunkinn í golfi og ekki þarf að koma neinum á óvart að hann þykir fær veiðimaður og á oft notalegar og gjöfular stundir í ám landsins. Uppáhalds fiskur Geirs eru allar tegundirnar sem fást hjá Hafberg. Geir VilhjálmssonAðsent
Sjávarútvegur Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira