Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2022 12:18 Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Forsaga málsins er sú að árið 2012 ákvað stjórn Úrvinnslusjóðs, með bréfi til fjársýslu ríkisins, að veita framkvæmdastjóranum sérstaka mánaðarlega þóknun fyrir störf hans sem framkvæmdastjóra Stýrinefndar um raf- og rafeindatækjaúrgang. Með breytingum á lögum um úrvinnslugjald árið 2015 er umrædd stýrinefnd lögð niður og verkefni hennar felld undir verksvið Úrvinnslusjóðs. Kjararáð ákvað laun og starfskjör Ólafs frá og með ársbyrjun 2015 skv. Launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 3133 og að auki átti að greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgdi. Ólafur skyldi ekki fá frekari greiðslur nema kjararáð myndi sérstaklega úrskurða um það. Þrátt fyrir ákvörðun kjararáðs urðu þau mistök hjá Fjársýslunni að umrædd þóknun, sem hófst 2012, var ekki felld niður og var hún greidd út mánaðarlega síðustu sjö ár. Stjórn Úrvinnslusjóðs óskaði eftir áliti hjá Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni og sérfræðingi í vinnurétti um ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra í málinu. Stjórnin sendi álitið í fréttatilkynningu nú fyrir hádegi. Lára segir í áliti sínu að hún telji langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Hún segir fullyrðingu ráðuneytisins um að hvorki stjórn né framkvæmdastjóri hafi upplýst ráðuneytið um þessa ofgreiðslu vera ranga. Ólafur hefði í tölvupósti sumarið 2015 upplýst Fjársýslu ríkisins um hverjir hefðu notið greiðslu fyrir setu í stýrinefndinni sálugu. Lára telur að Ólafur hafi verið í góðri trú um að hann væri að fá þau heildarlaun sem honum bæru og að hann hefði treyst því að Fjársýslan gæti annast launaútreikninga og fylgt ákvörðunum kjararáðs. „Til þess ber einnig að líta að hann fékk þessa greiðslu athugasemdalaust í rúm 7 ár,“ segir í áliti Láru. Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Forsaga málsins er sú að árið 2012 ákvað stjórn Úrvinnslusjóðs, með bréfi til fjársýslu ríkisins, að veita framkvæmdastjóranum sérstaka mánaðarlega þóknun fyrir störf hans sem framkvæmdastjóra Stýrinefndar um raf- og rafeindatækjaúrgang. Með breytingum á lögum um úrvinnslugjald árið 2015 er umrædd stýrinefnd lögð niður og verkefni hennar felld undir verksvið Úrvinnslusjóðs. Kjararáð ákvað laun og starfskjör Ólafs frá og með ársbyrjun 2015 skv. Launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 3133 og að auki átti að greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgdi. Ólafur skyldi ekki fá frekari greiðslur nema kjararáð myndi sérstaklega úrskurða um það. Þrátt fyrir ákvörðun kjararáðs urðu þau mistök hjá Fjársýslunni að umrædd þóknun, sem hófst 2012, var ekki felld niður og var hún greidd út mánaðarlega síðustu sjö ár. Stjórn Úrvinnslusjóðs óskaði eftir áliti hjá Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni og sérfræðingi í vinnurétti um ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra í málinu. Stjórnin sendi álitið í fréttatilkynningu nú fyrir hádegi. Lára segir í áliti sínu að hún telji langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Hún segir fullyrðingu ráðuneytisins um að hvorki stjórn né framkvæmdastjóri hafi upplýst ráðuneytið um þessa ofgreiðslu vera ranga. Ólafur hefði í tölvupósti sumarið 2015 upplýst Fjársýslu ríkisins um hverjir hefðu notið greiðslu fyrir setu í stýrinefndinni sálugu. Lára telur að Ólafur hafi verið í góðri trú um að hann væri að fá þau heildarlaun sem honum bæru og að hann hefði treyst því að Fjársýslan gæti annast launaútreikninga og fylgt ákvörðunum kjararáðs. „Til þess ber einnig að líta að hann fékk þessa greiðslu athugasemdalaust í rúm 7 ár,“ segir í áliti Láru.
Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36