Opinberar stofnanir þurfi að hætta að fela og hlífa starfsfólki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2022 12:16 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Stjórnsýslufræðingur segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál skilaboð til stjórnvalda um að hætta að fela starfsfólk. Stofnanir hafi á undanförnum árum orðið andlitslausar, sem sé þróun sem þurfi að stöðva. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“ Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“
Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06
Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent