Rödd Súper Maríó afhjúpuð í nýrri stiklu Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 23:09 Súper Maríó er væntanlegur í kvikmyndahús á næsta ári. Vísir/Getty Aðdáendur tölvuleikjagoðsagnarinnar Súper Maríó fengu að heyra túlkun leikarans Chris Pratt á rödd hennar í fyrsta skipti í nýrri stiklu fyrir kvikmynd um ítalska píparann sem var birt í dag. Tvennum sögum fer af því hversu ítalskur hreimur Pratt þykir. Nýtt teiknuð mynd um ævintýri Súper Maríó á að koma út á næsta ári. Hún er fyrsta myndin um tölvuleikjapersónuna ástsælu frá leikinni mynd frá 10. áratug síðustu aldar sem beið algert skipbrot. Sérstaklega hafa aðdáendur beðið með eftirvæntingu eftir að heyra rödd Maríó en margir ráku upp stór augu þegar Chris Pratt, sem er aðallega þekktur fyrir stórar ævintýramyndir eins og Júragarðinn og Marvel-ofurhetjumyndirnar, var valinn til að ljá honum rödd sína. Pratt lofaði fyrr á þessu ári að hann myndi ekki móðga Bandaríkjamenn af ítölskum ættum með ýktum ítölskum hreim og að röddin ætti sér enga hliðstæðu í Maríóheiminum til þessa. Í eyrum blaðamanna Polygon hljómar Maríó í meðförum Pratt eins og hann komi frá Boston en borgin er þekkt fyrir einkennandi hreim heimamanna. Öðrum finnst Pratt ná ítölskum blæbrigðum betur. Paul Tassi, blaðamaður Forbes, segir að Pratt sem Maríó minni sig á gamlan ítalskan frænda sinn frá Bronx-hverfinu í New York. Okay we only have like seven words to analyze but the vibe I'm getting from Pratt Mario is my elderly Italian uncle from the Bronx pic.twitter.com/pOOQxVXBl1— Paul Tassi (@PaulTassi) October 6, 2022 Fleiri þekktir leikarar tala inn á persónur í myndinni. Jack Black fer með hlutverk illmennisins Bowsers, Anya Taylor-Joy talar fyrir Ferskju prinsessu, Charlie Day leikur Luígí, grænklæddan bróður Maríó, og Seth Rogen túlkar górilluna Donkey Kong. Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nýtt teiknuð mynd um ævintýri Súper Maríó á að koma út á næsta ári. Hún er fyrsta myndin um tölvuleikjapersónuna ástsælu frá leikinni mynd frá 10. áratug síðustu aldar sem beið algert skipbrot. Sérstaklega hafa aðdáendur beðið með eftirvæntingu eftir að heyra rödd Maríó en margir ráku upp stór augu þegar Chris Pratt, sem er aðallega þekktur fyrir stórar ævintýramyndir eins og Júragarðinn og Marvel-ofurhetjumyndirnar, var valinn til að ljá honum rödd sína. Pratt lofaði fyrr á þessu ári að hann myndi ekki móðga Bandaríkjamenn af ítölskum ættum með ýktum ítölskum hreim og að röddin ætti sér enga hliðstæðu í Maríóheiminum til þessa. Í eyrum blaðamanna Polygon hljómar Maríó í meðförum Pratt eins og hann komi frá Boston en borgin er þekkt fyrir einkennandi hreim heimamanna. Öðrum finnst Pratt ná ítölskum blæbrigðum betur. Paul Tassi, blaðamaður Forbes, segir að Pratt sem Maríó minni sig á gamlan ítalskan frænda sinn frá Bronx-hverfinu í New York. Okay we only have like seven words to analyze but the vibe I'm getting from Pratt Mario is my elderly Italian uncle from the Bronx pic.twitter.com/pOOQxVXBl1— Paul Tassi (@PaulTassi) October 6, 2022 Fleiri þekktir leikarar tala inn á persónur í myndinni. Jack Black fer með hlutverk illmennisins Bowsers, Anya Taylor-Joy talar fyrir Ferskju prinsessu, Charlie Day leikur Luígí, grænklæddan bróður Maríó, og Seth Rogen túlkar górilluna Donkey Kong.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein