33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu Snorri Másson skrifar 6. október 2022 23:31 Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur. Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld: Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld:
Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira