Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2022 13:18 Anna Sorokin í réttarsal árið 2019. Getty Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira