Sænska akademían greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst klukkan 11, en Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi þann 10. desember.
Í rökstuðningi dómnefndar segir að hún hljóti verðlaunin fyrir „hugrekki og skarpskyggni sína sem hún beiti til að varpa ljósi á rætur, ósamlyndi og sameiginlegar hömlur úr persónulegu minni“.
Ernaux er einn kunnasti rithöfundur Frakklands og hafa bækur eftir hana verið gefnar út á íslensku, meðal annars Staðurinn í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur.
Hin 82 ára Ernaux gaf út sína fyrstu bók árið 1974, en hún sækir umfjöllunarefni bóka sinna mikið í eigin reynsluheim.
BREAKING NEWS:
— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2022
The 2022 #NobelPrize in Literature is awarded to the French author Annie Ernaux for the courage and clinical acuity with which she uncovers the roots, estrangements and collective restraints of personal memory. pic.twitter.com/D9yAvki1LL
Tansaníski skáldsagnahöfundurinn Abdulrazak Gurnah hlaut á síðasta ári bókmenntaverðlaun Nóbels. Í rökstuðningi dómnefndar sagði að Gurnah hafi hlotið verðlaunin fyrir einarðar og samúðarfullar frásagnir hans af áhrifum nýlendustefnu og örlögum flóttamanna í hyldýpinu milli menningarheima og heimsálfa.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022
- Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði
- Þriðjudagur 4. okótber: Eðlisfræði
- Miðvikudagur 5. október: Efnafræði
- Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir
- Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels
- Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Fréttin hefur verið uppfærð.