Chelsea sigraði slakt lið AC Milan 5. október 2022 21:30 Leikmenn Chelsea fagna fyrsta marki Fofana. Getty Images Chelsea vann þægilegan 3-0 sigur á AC Milan í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu en Milan var alls án níu leikmanna vegna meiðsla í kvöld. Wesley Fofana kom Chelsea yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 24. mínútu og Chelsea leiddi með einu marki í hálfleik. Pierre-Emerick Aubameyang tvöfaldaði forskot Chelsea með marki á 56. mínútu áður en Reece James gulltryggði sigur Chelsea með þriðja markinu á 61. mínútu. Með sigrinum fer Chelsea upp fyrir Milan í 2. sæti E-riðils en bæði lið eru nú með fjögur stig, einu stigi á eftir RB Salzburg sem er á topp riðilsins. Dinamo Zagreb rekur lestina með þrjú stig í neðsta sætinu en einungis tveimur stigum munar á milli efsta og neðsta sæti E-riðils og því er enn þá að nægu að keppa í riðlinum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Enski boltinn
Chelsea vann þægilegan 3-0 sigur á AC Milan í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu en Milan var alls án níu leikmanna vegna meiðsla í kvöld. Wesley Fofana kom Chelsea yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 24. mínútu og Chelsea leiddi með einu marki í hálfleik. Pierre-Emerick Aubameyang tvöfaldaði forskot Chelsea með marki á 56. mínútu áður en Reece James gulltryggði sigur Chelsea með þriðja markinu á 61. mínútu. Með sigrinum fer Chelsea upp fyrir Milan í 2. sæti E-riðils en bæði lið eru nú með fjögur stig, einu stigi á eftir RB Salzburg sem er á topp riðilsins. Dinamo Zagreb rekur lestina með þrjú stig í neðsta sætinu en einungis tveimur stigum munar á milli efsta og neðsta sæti E-riðils og því er enn þá að nægu að keppa í riðlinum.