Kanna sameiningu NTÍ og Bjargráðasjóðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2022 09:09 Verið er að skoða tryggingavernd bænda vegna óvæntra áfalla í búskap. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleikann á því að sameinast Náttúruhamfaratryggingum Íslands, NTÍ. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem vísað er í að starfshópur um tryggingavernd bænda hafi nýverið skilað inn skýrslu til matvælaráðherra. Hópurinn var skipaður í fyrra, og var ætlað að greina stöðu tryggingaverndar bænda vegna óvæntra áfalla í búskap og gera tillögur að úrbótum. Hvað er Bjargráðasjóður? Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals. Starfshópurinn lagði til þrjár tillögur. Sú fyrsta gerir ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi en þó yrði ráðist í aðgerðir til að kynna betur fyrir bændum möguleika tryggingaverndar í núverandi mynd, auk setningar nýrrar reglugerðar og endurskoðunar á lögum um Bjargráðasjóð. Önnur tillaga setti fram tvo kosti sem meðal annars fól í sér að mat verði gert á sameiningu Bjargráðasjóðs við Náttúruhamfaratryggingu Íslands eða að sjóðurinn verði að deild innan NTÍ með sambærilegri iðgjaldainnheimtu. Hvað er Náttúruhamfaratrygging Íslands? Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. NTÍ bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Þriðja tillagan fól í sér umfangsmeiri uppstokkun á kerfinu, sem innifelur meðal annars í sér valkvæða uppskerutryggingu byggða á iðgjöldum. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleika á framkvæmd tillögu um sameiningu Bjargráðasjóðs og NTÍ og skili greinargerð að því loknu. Landbúnaður Náttúruhamfarir Veður Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem vísað er í að starfshópur um tryggingavernd bænda hafi nýverið skilað inn skýrslu til matvælaráðherra. Hópurinn var skipaður í fyrra, og var ætlað að greina stöðu tryggingaverndar bænda vegna óvæntra áfalla í búskap og gera tillögur að úrbótum. Hvað er Bjargráðasjóður? Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals. Starfshópurinn lagði til þrjár tillögur. Sú fyrsta gerir ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi en þó yrði ráðist í aðgerðir til að kynna betur fyrir bændum möguleika tryggingaverndar í núverandi mynd, auk setningar nýrrar reglugerðar og endurskoðunar á lögum um Bjargráðasjóð. Önnur tillaga setti fram tvo kosti sem meðal annars fól í sér að mat verði gert á sameiningu Bjargráðasjóðs við Náttúruhamfaratryggingu Íslands eða að sjóðurinn verði að deild innan NTÍ með sambærilegri iðgjaldainnheimtu. Hvað er Náttúruhamfaratrygging Íslands? Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. NTÍ bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Þriðja tillagan fól í sér umfangsmeiri uppstokkun á kerfinu, sem innifelur meðal annars í sér valkvæða uppskerutryggingu byggða á iðgjöldum. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleika á framkvæmd tillögu um sameiningu Bjargráðasjóðs og NTÍ og skili greinargerð að því loknu.
Hvað er Bjargráðasjóður? Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals.
Hvað er Náttúruhamfaratrygging Íslands? Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. NTÍ bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
Landbúnaður Náttúruhamfarir Veður Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira