Nægt vatn ekki tryggt á Hvanneyri fyrir slökkvilið Borgarbyggðar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 16:16 Slökkviliðið rakst á vandamál á meðan á æfingu stóð. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Slökkivilið Borgarbyggðar framkvæmdi æfingar í Borgarnesi og á Hvanneyri þann 1. október síðastliðinn. Á meðan á æfingunni á Hvanneyri stóð á aðeins að hafa tekið nokkrar mínútur að tæma vatn úr dreifikerfi á svæðinu og varð vatnslaust í nærliggjandi byggð í kjölfarið. Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira