Nægt vatn ekki tryggt á Hvanneyri fyrir slökkvilið Borgarbyggðar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 16:16 Slökkviliðið rakst á vandamál á meðan á æfingu stóð. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Slökkivilið Borgarbyggðar framkvæmdi æfingar í Borgarnesi og á Hvanneyri þann 1. október síðastliðinn. Á meðan á æfingunni á Hvanneyri stóð á aðeins að hafa tekið nokkrar mínútur að tæma vatn úr dreifikerfi á svæðinu og varð vatnslaust í nærliggjandi byggð í kjölfarið. Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Æfingin á Hvanneyri fór fram í nýju hverfi á svæðinu, voru slöngur tengdar við brunahana og hafist handa við að dæla út vatni. Í kjölfarið hafi komið í ljós hversu lítið vatn væri í raun til staðar fyrir slökkviliðið. Skessuhorn greinir frá þessu. Slökkviliðsmenn eru sagðir ósáttir við stöðuna á svæðinu. Nauðsynlegt sé að Veitur uppfæri búnað á svæðinu til þess að þessi staða komi ekki upp oftar. Þar að auki sé ekkert laust pláss á Hvanneyri til þess að hýsa dælubíl liðsins og sé nú nauðsynlegt að færa bílinn yfir í aðra sveit, eða til slökkviliðsins á Bifröst. Húsnæðið sem bílinn var í áður var þó heldur ekki ætlað fyrir dælubíl eða starfsemi slökkviliðs yfir höfuð og hafi slökkviliðið haft undanþáguheimild til þess að geyma bílinn þar. Enginn dælubíll verði því staðsettur á Hvanneyri og sé það brot á reglugerðum þar sem að á öllum þéttbýlissvæðum þar sem séu fleiri en 300 eigi dælubíll að vera á svæðinu ásamt lágmarks búnaði. Íbúar á Hvanneyri hafi verið yfir lágmarkinu síðustu mánaðamót. Í skýrslu um stöðu slökkviliða árið 2021 sem gefin var út nú í október kemur fram að staða slökkviliða á Vesturlandi sé ábótavant. Sem dæmi má nefna að þrír slökkviliðsstjórar á Vesturlandi hafi metið sem svo að úrbætur mætti gera á dreifikerfi vatnsveitu og vatnsþrýstingi á starfssvæði slökkviliðsins sem eigi við. Fimm slökkvilið eru á Vesturlandi og því er ljóst að gera megi úrbætur á þessum málum hjá meirihluta slökkviliða á svæðinu. Þess má geta að samkvæmt fyrrnefdri skýrslu var slökkvilið Borgarbyggðar eina slökkviliðið á Vesturlandi með slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra í 100 prósent starfshlutfalli.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira