Leiðtogi Téténa sendir fjórtán til sextán ára syni sína til Úkraínu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. október 2022 14:04 Kadyrov er einn helsti stuðningsmaður Rússlandsforseta en hefur þó gagnrýnt frammistöðu rússneskra hersveita undanfarið. AP/Mikhail Metzel Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, hyggst senda þrjá syni sína til Úkraínu til að berjast með rússneskum hersveitum en synir hans eru fjórtán, fimmtán og sextán ára. Hann hefur lýst yfir óánægju með frammistöðu rússneskra hersveita upp á síðkastið og kallað eftir róttækari aðgerðum. Kadyrov greindi frá því í færslu á Telegram að synir hans hefðu hlotið herþjálfun frá ungum aldri og að nú væri kominn tími til að þeir upplifðu alvöru átök, að því er kemur fram í frétt BBC. Það er þó þvert á sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Rússland hefur undirritað og miðar að því að börn undir átján ára aldri taki ekki þátt í hernaðarátökum. Þá lítur Alþjóðasakamáladómstóllinn, ICC, á það sem stríðsglæp að börn undir fimmtán ára aldri taki þátt í hernaðarátökum, þó Rússar virði ekki þeirra lögsögu. Kadyrov announced that he will send his underage children to war ASAP: Ahmat, 16, Eli (15), Adam (14).This means that Russia is legitimizing participation of underaged people in combat.Every day I think that I've seen all of Russia's vice. But there really is no lowest point. pic.twitter.com/PJ9UKFdeks— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 3, 2022 Kadyrov er einn helsti stuðningsmaður Vladímír Pútíns Rússlandsforseta og hafa hersveitir Tétena barist í Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn í febrúar. Hann hefur þó gagnrýnt frammistöðu rússneska hersins, sérstaklega í Kharkív og Donetsk, og kallað eftir róttækari aðgerðum, þar á meðal beitingu kjarnorkuvopna. David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, sagði í gær að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Pútín innlimaði á föstudag fjögur héruð Úkraínu, Luhansk, Donetsk, Saporisjía og Kherson, í rússneska sambandsríkið en í ræðu sinni var hann harðorður í garð Vesturlandanna og hvatti Úkraínumenn til að hætta átökum sínum við Rússa og semja um frið. Ráðamenn í Úkraínu hafa þó gefið það út að þeir muni ekki láta af árásum sínum gegn hersveitum Rússa. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi að úkraínskar hersveitir hefðu náð að frelsa svæðin Arkhanhelske og Myrolyubivka í Kherson, að því er kemur fram í frétt Reuters. Áður hafði úkraínskum hersveitum tekist að frelsa bæinn Lyman í Donetsk. Engin af fjórum héruðum sem Pútín innlimaði fyrir helgi eru alfarið á stjórn Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Lyman sýni að innlimunin sé farsi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að undanhald Rússa frá Lyman sýni að tilraunir Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði væri „algjör farsi“. Úkraínumenn eru sagðir hafa elt þær rússnesku hersveitir sem hörfuðu og munu bardagar geisa á ný, austur af Lyman. 2. október 2022 10:17 Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43 Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Kadyrov greindi frá því í færslu á Telegram að synir hans hefðu hlotið herþjálfun frá ungum aldri og að nú væri kominn tími til að þeir upplifðu alvöru átök, að því er kemur fram í frétt BBC. Það er þó þvert á sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Rússland hefur undirritað og miðar að því að börn undir átján ára aldri taki ekki þátt í hernaðarátökum. Þá lítur Alþjóðasakamáladómstóllinn, ICC, á það sem stríðsglæp að börn undir fimmtán ára aldri taki þátt í hernaðarátökum, þó Rússar virði ekki þeirra lögsögu. Kadyrov announced that he will send his underage children to war ASAP: Ahmat, 16, Eli (15), Adam (14).This means that Russia is legitimizing participation of underaged people in combat.Every day I think that I've seen all of Russia's vice. But there really is no lowest point. pic.twitter.com/PJ9UKFdeks— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 3, 2022 Kadyrov er einn helsti stuðningsmaður Vladímír Pútíns Rússlandsforseta og hafa hersveitir Tétena barist í Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn í febrúar. Hann hefur þó gagnrýnt frammistöðu rússneska hersins, sérstaklega í Kharkív og Donetsk, og kallað eftir róttækari aðgerðum, þar á meðal beitingu kjarnorkuvopna. David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, sagði í gær að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Pútín innlimaði á föstudag fjögur héruð Úkraínu, Luhansk, Donetsk, Saporisjía og Kherson, í rússneska sambandsríkið en í ræðu sinni var hann harðorður í garð Vesturlandanna og hvatti Úkraínumenn til að hætta átökum sínum við Rússa og semja um frið. Ráðamenn í Úkraínu hafa þó gefið það út að þeir muni ekki láta af árásum sínum gegn hersveitum Rússa. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi að úkraínskar hersveitir hefðu náð að frelsa svæðin Arkhanhelske og Myrolyubivka í Kherson, að því er kemur fram í frétt Reuters. Áður hafði úkraínskum hersveitum tekist að frelsa bæinn Lyman í Donetsk. Engin af fjórum héruðum sem Pútín innlimaði fyrir helgi eru alfarið á stjórn Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Lyman sýni að innlimunin sé farsi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að undanhald Rússa frá Lyman sýni að tilraunir Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði væri „algjör farsi“. Úkraínumenn eru sagðir hafa elt þær rússnesku hersveitir sem hörfuðu og munu bardagar geisa á ný, austur af Lyman. 2. október 2022 10:17 Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43 Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. 3. október 2022 07:53
Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00
Lyman sýni að innlimunin sé farsi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að undanhald Rússa frá Lyman sýni að tilraunir Rússa til að innlima úkraínskt landsvæði væri „algjör farsi“. Úkraínumenn eru sagðir hafa elt þær rússnesku hersveitir sem hörfuðu og munu bardagar geisa á ný, austur af Lyman. 2. október 2022 10:17
Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. 1. október 2022 20:43
Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23