Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 13:00 Fjölmargir stuðningsmenn vilja síður klæðast gulu treyjunni. Visionhaus/Getty Images Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur. Brasilía Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Higor Ramalho, stuðningsmaður landsliðsins, segir í viðtali við Al Jazeera að hann hafi ekki klæðst gulu treyjunni í fjögur ár. Síðast hafi hann klæðst henni á afmæli sínu í júní 2018. „Að klæðast gulu treyjunni fyllti mig áður stolti,“ segir hinn 33 ára gamli Ramalho við miðilinn. „Hún var tákn sigurs. Ég klæddist henni ekki aðeins á leikdögum, heldur dags daglega. Ég hef hætt að klæðast henni af pólitískum ástæðum. Núverandi forseti [Jair Bolsonaro], ásamt stuðningsfólki hans, hafa breytt treyjunni í pólitíska hreyfingu og tákn fyrir þeirra stjórnmálaflokk,“ „Þar sem ég styð ekki þessar hugmyndir þeirra neita ég að vera mistekinn sem einn þeirra,“ segir Ramalho. Gula treyjan á sér langa sögu en brasilíska liðið hefur þó ekki alltaf klæðst gulu. Brasilía tapaði úrslitaleik HM fyrir Úrúgvæ árið 1950 og klæddist þá hvítu. Eftir að hafa mistekist að fagna sigri á heimsmeistaramóti karla í árdaga mótsins og þetta sérstaklega slæma tap í úrslitaleiknum 1950 varð sú hugmynd viðtekin að bölvun hvíldi á hvítu treyjunni. Guli liturinn tók við árið 1953 eftir hönnunarsamkeppni um nýja treyju sem dró að 500 mismunandi hugmyndir. Treyjan hefur síðan orðið tákn sigurs, líkt og Ramalho nefnir að ofan. Pelé fór fyrir brasilísku landsliði sem vann HM 1958, 1962 og 1970. Romario var stjarnan í liðinu sem vann mótið 1994 og þá vann liðið einnig árið 2002 með Ronaldo fremstan í flokki. Merking treyjunnar hefur nú tekið á sig aðra mynd og má gera ráð fyrir að sjá hvíta litinn á þónokkrum stuðningsmönnum liðsins á HM í Katar í vetur.
Brasilía Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira