Rekstur Strætó virðist í blóma við fyrstu sýn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2022 18:34 Margir botnuðu ekkert í grafi sem birtist í ársreikningi Strætó en þar virðist reksturinn á blússandi siglingu, að minnsta kosti við fyrstu sýn. Vísir/Vilhelm Þeir fáu sem rýndu í ársreikning Strætó fyrir rekstrarárið 2021 hafa líklega rekið upp stór augu þegar kom að því að lesa graf um skuldir og eigið fé Strætó. Við fyrstu sýn virðist nefnilega eins og að reksturinn sé í miklum blóma en eins og kunnugt er hefur rekstur byggðasamlagsins Strætó verið heldur strembinn síðustu ár. Doktorsnemi í tölfræði vakti athygli á grafinu í dag en segir ekki víst að línuritin séu misvísandi af ásettu ráði. „Hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar þið sjáið þessar myndir úr ársreikningi Strætó? Er það að skuldir séu á leiðinni niður og eiginfjárhlutfall á leiðinni upp? Kíkið aftur.“ Úr ársreikningi Strætó. Við fyrstu sýn virðist eiginfjárhlutfallið á blússandi siglingu.skáskot/Strætó Það sama gildir um langtímaskuldir. Við fyrstu sýn virðast skuldirnar minnka jafnt eftir því sem árin líða, en því er einmitt öfugt farið.skjáskot/strætó Þetta skrifaði Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði á Twitter við mikil viðbrögð. Fyrstu viðbrögð margra eru enda að hugsa með sér að hér sé á ferðinni tilraun Strætó til þess að fegra bókhaldið. Láta það líta út fyrir að eigin fé sé á stöðugri uppleið og skuldir á niðurleið, þegar raunin er einmitt hið andstæða. Ársreikninginn má skoða hér að neðan. straetobs_arsreikningur_31122021_undirritadPDF733KBSækja skjal Að eigin sögn er Brynjólfur sérstakur áhugamaður um að uppræta bull, eftir smá umhugsun um hvernig heppilegast væri að snara „að calla bullshit“. Nánar tiltekið bull sem tengist misvísandi framsetningum gagna á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Í því skyni hefur hann meira að segja sett upp vefsíðu að nafni Metill.is þar sem hann gerir ýmsar gagnaupplýsingar aðgengilegri hinum almenna borgara. Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson.Kristinn Ingvarsson Hönnunarbrella? „Það er almenn regla þegar teiknað er eftir tíma að tíminn byrji vinstra megin og endar til hægri. Þegar þessu er öfugt farið getur það gerst að fólk horfir ekki á merkingar og túlkunin verður öfug við það sem myndin sýnir í raun.“ Hann segir þó ekki víst að þetta sé viljandi gert til að rugla fólk en skrýtið þó. „ Ég var einmitt vá voðalega gengur þetta vel og svo bara nei, þetta getur reyndar ekki staðist. Ég hef séð Excel-skrár þar sem nýjasta árið er lengst til vinstri og maður getur skilið það. Þá viltu byrja á nýjasta árinu, maður vill frekar hugsa um þetta svona en að það hafi verið einhver vondur ásetningur. En þetta er mjög slæmt myndrit,“ segir Brynjólfur. Hér sé verið að teikna upp gögn og mæti flokkast sem hönnunarbrella. „Svo hugsar maður að þau hafi ekki einu sinni búist við því að einhver myndi skoða þessa ársreikninga,“ segir Brynjólfur og hlær. Eins og áður segir stundar hann nú nám í tölfræði við Háskóla Íslands og vinnur samhliða hjá Hjartavernd sem tölfræðingur. Þá vann hann einnig að spálíkanagerð fyrir Háskólann í Covid-faraldrinum margfræga. Í gegnum tíðina segir Brynjólfur að mörg dæmi hafi skotið upp kollinum þar sem illa er farið með gögn og þeim beitt á misvísandi hátt. Þar nefnir hann frægt dæmi er þar sem fjallað var um dauða af völdum skotvopna í frétt Reuters og Brynjólfur deildi á Twitter-síðu sinni. Minnir mig soldið á þessa klassík pic.twitter.com/xHSvff5cam— Brynjolfur Gauti Guðrúnar Jónsson (@bggjonsson) September 27, 2022 Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. 27. september 2022 23:37 Tap Strætó aldrei verið meira Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára. 26. ágúst 2022 22:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar þið sjáið þessar myndir úr ársreikningi Strætó? Er það að skuldir séu á leiðinni niður og eiginfjárhlutfall á leiðinni upp? Kíkið aftur.“ Úr ársreikningi Strætó. Við fyrstu sýn virðist eiginfjárhlutfallið á blússandi siglingu.skáskot/Strætó Það sama gildir um langtímaskuldir. Við fyrstu sýn virðast skuldirnar minnka jafnt eftir því sem árin líða, en því er einmitt öfugt farið.skjáskot/strætó Þetta skrifaði Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði á Twitter við mikil viðbrögð. Fyrstu viðbrögð margra eru enda að hugsa með sér að hér sé á ferðinni tilraun Strætó til þess að fegra bókhaldið. Láta það líta út fyrir að eigin fé sé á stöðugri uppleið og skuldir á niðurleið, þegar raunin er einmitt hið andstæða. Ársreikninginn má skoða hér að neðan. straetobs_arsreikningur_31122021_undirritadPDF733KBSækja skjal Að eigin sögn er Brynjólfur sérstakur áhugamaður um að uppræta bull, eftir smá umhugsun um hvernig heppilegast væri að snara „að calla bullshit“. Nánar tiltekið bull sem tengist misvísandi framsetningum gagna á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Í því skyni hefur hann meira að segja sett upp vefsíðu að nafni Metill.is þar sem hann gerir ýmsar gagnaupplýsingar aðgengilegri hinum almenna borgara. Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson.Kristinn Ingvarsson Hönnunarbrella? „Það er almenn regla þegar teiknað er eftir tíma að tíminn byrji vinstra megin og endar til hægri. Þegar þessu er öfugt farið getur það gerst að fólk horfir ekki á merkingar og túlkunin verður öfug við það sem myndin sýnir í raun.“ Hann segir þó ekki víst að þetta sé viljandi gert til að rugla fólk en skrýtið þó. „ Ég var einmitt vá voðalega gengur þetta vel og svo bara nei, þetta getur reyndar ekki staðist. Ég hef séð Excel-skrár þar sem nýjasta árið er lengst til vinstri og maður getur skilið það. Þá viltu byrja á nýjasta árinu, maður vill frekar hugsa um þetta svona en að það hafi verið einhver vondur ásetningur. En þetta er mjög slæmt myndrit,“ segir Brynjólfur. Hér sé verið að teikna upp gögn og mæti flokkast sem hönnunarbrella. „Svo hugsar maður að þau hafi ekki einu sinni búist við því að einhver myndi skoða þessa ársreikninga,“ segir Brynjólfur og hlær. Eins og áður segir stundar hann nú nám í tölfræði við Háskóla Íslands og vinnur samhliða hjá Hjartavernd sem tölfræðingur. Þá vann hann einnig að spálíkanagerð fyrir Háskólann í Covid-faraldrinum margfræga. Í gegnum tíðina segir Brynjólfur að mörg dæmi hafi skotið upp kollinum þar sem illa er farið með gögn og þeim beitt á misvísandi hátt. Þar nefnir hann frægt dæmi er þar sem fjallað var um dauða af völdum skotvopna í frétt Reuters og Brynjólfur deildi á Twitter-síðu sinni. Minnir mig soldið á þessa klassík pic.twitter.com/xHSvff5cam— Brynjolfur Gauti Guðrúnar Jónsson (@bggjonsson) September 27, 2022
Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. 27. september 2022 23:37 Tap Strætó aldrei verið meira Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára. 26. ágúst 2022 22:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. 27. september 2022 23:37
Tap Strætó aldrei verið meira Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára. 26. ágúst 2022 22:19