Sigrún segir ástandið innan FÍ í tíð Önnu Dóru hafa verið orðið óbærilegt Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2022 13:45 Sigrún Valbergsdóttir nýr forseti FÍ segir að fráfarandi forseti, Anna Dóra, hafi viljað Pál Guðmundsson framkvæmdastjóra frá. Svo rammt kvað að, ef marka má bréf Sigrúnar til félaga í FÍ, að stjórn taldi sig verða að setja samskiptahömlur á forsetann. vísir/egill Sigrún Valbergsdóttir, nýr forseti Ferðafélags Íslands, hefur sent frá sér tilkynningu sem hún stílar á félaga í FÍ. Þar kemur meðal annars fram að vegna ólýðræðislegra vinnubragða Önnu Dóru Sæþórsdóttur hafi öll stjórnun verið komin í óefni. Hafi einhver talið að fólk öðlaðist andans ró með því að fara til fjalla þá skjöplast þeim hinum sama illilega, það er ef litil er til illdeilna sem nú ríkja innan Ferðafélags Íslands. Þar logar nú allt stafna á milli. Anna Dóra sendi frá sér tilkynningu í vikunni þar sem hún lýsti því yfir að hún ætlaði að fara frá sem forseti FÍ. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartsson læknir og stjórnarmaður hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður, og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Í nýrri tilkynningu fer Sigrún yfir málið eins og það horfir við sér og öðrum stjórnarmönnum. En tilkynninguna, sem stíluð er á félagsmenn í FÍ og sjá má í heild hér neðar, segir meðal annars að fljótlega hafi farið að bera á ólýðræðislegum vinnubrögðum Önnu Dóru og mikilvæg mál hafi ekki verið borin undir stjórn, eins og vera ber. Segir Önnu Dóru hafa viljað Pál framkvæmdastjóra frá „Stærsti ásteytingarsteinninn var þegar forseti vildi einhliða skipta út framkvæmdastjóra okkar, Páli Guðmundssyni, án þess að fyrir því lægju málefnalegar ástæður og engin formleg tillaga um slíkt hefði verið borin undir stjórn. Án samráðs ákvað forseti engu að síður að hefja viðræður um starfslok við framkvæmdastjórann og það án vitundar stjórnar. Þegar stjórnin komst að því, og lýsti sig ósammála, urðu öll samskipti við forseta mjög erfið. Í framhaldi tók við tímabil þar sem framkoma forseta gagnvart framkvæmdastjóra gerði honum erfitt að sinna starfi sínu.“ Húsakynni Ferðafélags Íslands. Þar logar allt stafna á milli og ásakanir ganga á víxl. Félagar þar skipta þúsundum og er þar um verulega veltu að ræða.vísir/egill Fram kemur að í byrjun júní, þegar starfsemi félagsins er með mesta móti, varð stjórn ljóst að ekki yrði búið við óbreytt ástand; hagsmunum félagsins væri stefnt í voða. Stjórn lagði fram tillögu við Önnu Dóru þar sem óskað var eftir því að hún héldi sig til hlés um stundarsakir á meðan leitast væri við að leysa samskiptavandann. Eineltiskvörtun framkvæmdastjórans vegna framgöngu forsetans Í bréfi Sigrúnar segir að Anna Dóra hafi hafnað því sem og tillögu stjórnar um að leita til utanaðkomandi ráðgjafa til að bæta samskiptin. „Á sama tíma hafði framkvæmdastjóri lagt fram formlega kvörtun vegna eineltis af hálfu forseta og voru nýuppfærðar verklagsreglur Ferðafélagsins í eineltismálum því virkjaðar og leitað aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Í kjölfar þess barst stjórn tölvupóstur frá forseta með ávirðingum um að rekstur félagsins væri í ólestri. Þessar fullyrðingar voru alveg á skjön við ræðu forseta á aðalfundi í mars sl. og ársskýrslu stjórnar sem samþykkt var á sama fundi, en þar kom einmitt fram að rekstur félagsins stæði einstaklega vel.“ Yfirlýsingin í heild sinni Kæri félagi í Ferðafélagi Íslands, Starfsemi Ferðafélags Íslands hefur verið í miklum blóma undanfarin ár, félagsmenn hafa aldrei verið fleiri, félagsstarfið öflugt og fjárhagurinn sterkur. Undanfarið ár hefur hins vegar hvílt skuggi yfir starfi stjórnar félagsins vegna alvarlegs samskiptavanda á milli forseta og stjórnarfólks annars vegar og forseta og framkvæmdastjóra hins vegar. Fram til þessa hefur stjórnin talið rétt að greina félagsfólki ekki frá þessum vandamálum í þeirri von að þau væri hægt að leysa með farsælum hætti og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Því miður er ljóst eftir tilkynningu Önnu Dóru Sæþórsdóttur, um að hún segði af sér sem forseti Ferðafélags Íslands, að svo verður ekki. Stjórn Ferðafélagsins telur rétt að bregðast við þessu með því að upplýsa félaga um aðdraganda afsagnar forseta. Í kjölfar þess að Anna Dóra var kosin forseti var ljóst að henni fylgdi kraftur og áhugi á að setja mark sitt á starfsemi félagsins. Naut hún í upphafi stuðnings og trausts allra í stjórn. Meðal annars var ráðist í stefnumótunarvinnu fyrir Ferðafélag Íslands til næstu fimm ára, verklagsreglur um góða stjórnarhætti endurbættar og verkferlar er snerta einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni og ofbeldi uppfærðir. Fljótlega tók að bera á ólýðræðislegum vinnubrögðum forseta og mikilvæg mál ekki borin undir stjórn eins og vera ber. Stærsti ásteytingarsteinninn var þegar forseti vildi einhliða skipta út framkvæmdastjóra okkar, Páli Guðmundssyni, án þess að fyrir því lægju málefnalegar ástæður og engin formleg tillaga um slíkt hefði verið borin undir stjórn. Án samráðs ákvað forseti engu að síður að hefja viðræður um starfslok við framkvæmdastjórann og það án vitundar stjórnar. Þegar stjórnin komst að því, og lýsti sig ósammála, urðu öll samskipti við forseta mjög erfið. Í framhaldi tók við tímabil þar sem framkoma forseta gagnvart framkvæmdastjóra gerði honum erfitt að sinna starfi sínu. Í byrjun júní sl., á háannatíma félagsins, varð stjórn ljóst að ekki yrði búið við óbreytt ástand, enda hagsmunir félagsins í húfi. Stjórn lagði því fram tillögu við forseta þar sem óskað var eftir því að hún héldi sig til hlés um stundarsakir á meðan leitast væri við að leysa samskiptavandann. Forseti hafnaði því líkt og tillögu stjórnar um að leita til utanaðkomandi ráðgjafa til að bæta samskiptin. Á sama tíma hafði framkvæmdastjóri lagt fram formlega kvörtun vegna eineltis af hálfu forseta og voru nýuppfærðar verklagsreglur Ferðafélagsins í eineltismálum því virkjaðar og leitað aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Í kjölfar þess barst stjórn tölvupóstur frá forseta með ávirðingum um að rekstur félagsins væri í ólestri. Þessar fullyrðingar voru alveg á skjön við ræðu forseta á aðalfundi í mars sl. og ársskýrslu stjórnar sem samþykkt var á sama fundi, en þar kom einmitt fram að rekstur félagsins stæði einstaklega vel. Til þess að bregðast við þessum athugasemdum forseta ákvað stjórn að fá álit endurskoðanda sem staðfesti að reksturinn væri traustur og fjárhagsstaða sterk og þau gögn lögð fyrir á stjórnarfundi þann 28. júní sl. Forseti kom einnig með athugasemdir við það hvernig haldið hefði verið á málum sem upp hafa komið innan félagsins í samskiptum einstaklinga, og varða m.a. kynferðislegar áreitni. Gagnrýndi hún ýmist að framkvæmdastjóri hefði eytt of miklum tíma í að sinna þeim málum eða að of lítið væri gert. Á sama stjórnarfundi var því lögð fram greinargerð um hvernig tekið hefði verið á slíkum málum hjá félaginu undanfarin fimm ár. Þar kom m.a. fram: „Alls hafa komið upp sex mál á sl. fimm árum hjá Ferðafélagi Íslands sem varða kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi eða einelti. Öllum málunum er lokið nema eitt er í skoðun hjá faglegum utanaðkomandi aðila. Málin voru ýmist leyst með sátt á milli aðila, afsögn, skriflegri áminningu, tiltali og tilfærslu í starfi eða samstarfi var hætt eða það ekki endurnýjað. Af þessum sex málum voru fjögur á vettvangi félagsins og tvö utan starfsemi félagsins. Ferðafélag Íslands er með viðbragðsáætlun vegna áreitismála og er hún hluti af stjórnkerfi félagsins og er virkjuð ef mál eru tilkynnt til félagsins.“ Allt þetta ár hefur stjórn Ferðafélagsins leitað allra leiða til að leiða þessi samskiptamál við forseta til lykta með farsælum hætti fyrir félagið. Okkur þykir miður að það tókst ekki. Stjórnin mun engu að síður halda áfram að leita leiða til þess að tryggja frið um starfsemi félagsins og verða þessi mál tekin til umræðu á næsta aðalfundi þess. Í stóru félagi eins og FÍ geta komið upp ýmis álitamál í samskiptum einstaklinga og í þeim tilvikum sem borist hafa kvartanir hefur verið tekist á við þær með faglegum hætti og í samræmi við viðbragðsáætlun. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi sjálfboðaliða úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Það er ósk okkar að blómleg starfsemi FÍ fái áfram að vaxa og dafna með sameinuðum kröftum okkar allra. Virðingarfyllst Reykjavík, 28. september 2022. Fyrir hönd stjórnar Ferðafélags Íslands, Sigrún Valbergsdóttir forseti Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Tengdar fréttir Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Leiðsögumenn hjá FÍ hætta í skugga ásakana um einelti Tveir leiðsögumenn hafa sagt sig úr Ferðafélagi Íslands vegna eineltis sem þeir segjast hafa orðið fyrir innan félagsins. Framkvæmdastjórinn segir málið vera í ferli hjá óháðri sálfræðistofu. 3. maí 2022 09:00 Kjörin formaður Ferðafélags Íslands fyrst kvenna Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands og tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu sautján ár. Anna Dóra er fyrsta konan til að taka við embætti forseta FÍ í 94 ára sögu félagsins. 8. júní 2021 23:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hafi einhver talið að fólk öðlaðist andans ró með því að fara til fjalla þá skjöplast þeim hinum sama illilega, það er ef litil er til illdeilna sem nú ríkja innan Ferðafélags Íslands. Þar logar nú allt stafna á milli. Anna Dóra sendi frá sér tilkynningu í vikunni þar sem hún lýsti því yfir að hún ætlaði að fara frá sem forseti FÍ. Hún lýsti meðal annars mikilli óeiningu milli sín og stjórnarinnar, sakaði hana um að vilja þagga niður atvik sem sneru að kynferðislegri áreitni innan félagsins og því að Tómas Guðbjartsson læknir og stjórnarmaður hafi barist harkalega fyrir því að Helgi Jóhannsson lögmaður, og fyrrverandi stjórnarmaður, kæmi aftur til starfa fyrir félagið. Tómas hefur hafnað því alfarið. Í nýrri tilkynningu fer Sigrún yfir málið eins og það horfir við sér og öðrum stjórnarmönnum. En tilkynninguna, sem stíluð er á félagsmenn í FÍ og sjá má í heild hér neðar, segir meðal annars að fljótlega hafi farið að bera á ólýðræðislegum vinnubrögðum Önnu Dóru og mikilvæg mál hafi ekki verið borin undir stjórn, eins og vera ber. Segir Önnu Dóru hafa viljað Pál framkvæmdastjóra frá „Stærsti ásteytingarsteinninn var þegar forseti vildi einhliða skipta út framkvæmdastjóra okkar, Páli Guðmundssyni, án þess að fyrir því lægju málefnalegar ástæður og engin formleg tillaga um slíkt hefði verið borin undir stjórn. Án samráðs ákvað forseti engu að síður að hefja viðræður um starfslok við framkvæmdastjórann og það án vitundar stjórnar. Þegar stjórnin komst að því, og lýsti sig ósammála, urðu öll samskipti við forseta mjög erfið. Í framhaldi tók við tímabil þar sem framkoma forseta gagnvart framkvæmdastjóra gerði honum erfitt að sinna starfi sínu.“ Húsakynni Ferðafélags Íslands. Þar logar allt stafna á milli og ásakanir ganga á víxl. Félagar þar skipta þúsundum og er þar um verulega veltu að ræða.vísir/egill Fram kemur að í byrjun júní, þegar starfsemi félagsins er með mesta móti, varð stjórn ljóst að ekki yrði búið við óbreytt ástand; hagsmunum félagsins væri stefnt í voða. Stjórn lagði fram tillögu við Önnu Dóru þar sem óskað var eftir því að hún héldi sig til hlés um stundarsakir á meðan leitast væri við að leysa samskiptavandann. Eineltiskvörtun framkvæmdastjórans vegna framgöngu forsetans Í bréfi Sigrúnar segir að Anna Dóra hafi hafnað því sem og tillögu stjórnar um að leita til utanaðkomandi ráðgjafa til að bæta samskiptin. „Á sama tíma hafði framkvæmdastjóri lagt fram formlega kvörtun vegna eineltis af hálfu forseta og voru nýuppfærðar verklagsreglur Ferðafélagsins í eineltismálum því virkjaðar og leitað aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Í kjölfar þess barst stjórn tölvupóstur frá forseta með ávirðingum um að rekstur félagsins væri í ólestri. Þessar fullyrðingar voru alveg á skjön við ræðu forseta á aðalfundi í mars sl. og ársskýrslu stjórnar sem samþykkt var á sama fundi, en þar kom einmitt fram að rekstur félagsins stæði einstaklega vel.“ Yfirlýsingin í heild sinni Kæri félagi í Ferðafélagi Íslands, Starfsemi Ferðafélags Íslands hefur verið í miklum blóma undanfarin ár, félagsmenn hafa aldrei verið fleiri, félagsstarfið öflugt og fjárhagurinn sterkur. Undanfarið ár hefur hins vegar hvílt skuggi yfir starfi stjórnar félagsins vegna alvarlegs samskiptavanda á milli forseta og stjórnarfólks annars vegar og forseta og framkvæmdastjóra hins vegar. Fram til þessa hefur stjórnin talið rétt að greina félagsfólki ekki frá þessum vandamálum í þeirri von að þau væri hægt að leysa með farsælum hætti og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Því miður er ljóst eftir tilkynningu Önnu Dóru Sæþórsdóttur, um að hún segði af sér sem forseti Ferðafélags Íslands, að svo verður ekki. Stjórn Ferðafélagsins telur rétt að bregðast við þessu með því að upplýsa félaga um aðdraganda afsagnar forseta. Í kjölfar þess að Anna Dóra var kosin forseti var ljóst að henni fylgdi kraftur og áhugi á að setja mark sitt á starfsemi félagsins. Naut hún í upphafi stuðnings og trausts allra í stjórn. Meðal annars var ráðist í stefnumótunarvinnu fyrir Ferðafélag Íslands til næstu fimm ára, verklagsreglur um góða stjórnarhætti endurbættar og verkferlar er snerta einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni og ofbeldi uppfærðir. Fljótlega tók að bera á ólýðræðislegum vinnubrögðum forseta og mikilvæg mál ekki borin undir stjórn eins og vera ber. Stærsti ásteytingarsteinninn var þegar forseti vildi einhliða skipta út framkvæmdastjóra okkar, Páli Guðmundssyni, án þess að fyrir því lægju málefnalegar ástæður og engin formleg tillaga um slíkt hefði verið borin undir stjórn. Án samráðs ákvað forseti engu að síður að hefja viðræður um starfslok við framkvæmdastjórann og það án vitundar stjórnar. Þegar stjórnin komst að því, og lýsti sig ósammála, urðu öll samskipti við forseta mjög erfið. Í framhaldi tók við tímabil þar sem framkoma forseta gagnvart framkvæmdastjóra gerði honum erfitt að sinna starfi sínu. Í byrjun júní sl., á háannatíma félagsins, varð stjórn ljóst að ekki yrði búið við óbreytt ástand, enda hagsmunir félagsins í húfi. Stjórn lagði því fram tillögu við forseta þar sem óskað var eftir því að hún héldi sig til hlés um stundarsakir á meðan leitast væri við að leysa samskiptavandann. Forseti hafnaði því líkt og tillögu stjórnar um að leita til utanaðkomandi ráðgjafa til að bæta samskiptin. Á sama tíma hafði framkvæmdastjóri lagt fram formlega kvörtun vegna eineltis af hálfu forseta og voru nýuppfærðar verklagsreglur Ferðafélagsins í eineltismálum því virkjaðar og leitað aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Í kjölfar þess barst stjórn tölvupóstur frá forseta með ávirðingum um að rekstur félagsins væri í ólestri. Þessar fullyrðingar voru alveg á skjön við ræðu forseta á aðalfundi í mars sl. og ársskýrslu stjórnar sem samþykkt var á sama fundi, en þar kom einmitt fram að rekstur félagsins stæði einstaklega vel. Til þess að bregðast við þessum athugasemdum forseta ákvað stjórn að fá álit endurskoðanda sem staðfesti að reksturinn væri traustur og fjárhagsstaða sterk og þau gögn lögð fyrir á stjórnarfundi þann 28. júní sl. Forseti kom einnig með athugasemdir við það hvernig haldið hefði verið á málum sem upp hafa komið innan félagsins í samskiptum einstaklinga, og varða m.a. kynferðislegar áreitni. Gagnrýndi hún ýmist að framkvæmdastjóri hefði eytt of miklum tíma í að sinna þeim málum eða að of lítið væri gert. Á sama stjórnarfundi var því lögð fram greinargerð um hvernig tekið hefði verið á slíkum málum hjá félaginu undanfarin fimm ár. Þar kom m.a. fram: „Alls hafa komið upp sex mál á sl. fimm árum hjá Ferðafélagi Íslands sem varða kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi eða einelti. Öllum málunum er lokið nema eitt er í skoðun hjá faglegum utanaðkomandi aðila. Málin voru ýmist leyst með sátt á milli aðila, afsögn, skriflegri áminningu, tiltali og tilfærslu í starfi eða samstarfi var hætt eða það ekki endurnýjað. Af þessum sex málum voru fjögur á vettvangi félagsins og tvö utan starfsemi félagsins. Ferðafélag Íslands er með viðbragðsáætlun vegna áreitismála og er hún hluti af stjórnkerfi félagsins og er virkjuð ef mál eru tilkynnt til félagsins.“ Allt þetta ár hefur stjórn Ferðafélagsins leitað allra leiða til að leiða þessi samskiptamál við forseta til lykta með farsælum hætti fyrir félagið. Okkur þykir miður að það tókst ekki. Stjórnin mun engu að síður halda áfram að leita leiða til þess að tryggja frið um starfsemi félagsins og verða þessi mál tekin til umræðu á næsta aðalfundi þess. Í stóru félagi eins og FÍ geta komið upp ýmis álitamál í samskiptum einstaklinga og í þeim tilvikum sem borist hafa kvartanir hefur verið tekist á við þær með faglegum hætti og í samræmi við viðbragðsáætlun. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi sjálfboðaliða úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Það er ósk okkar að blómleg starfsemi FÍ fái áfram að vaxa og dafna með sameinuðum kröftum okkar allra. Virðingarfyllst Reykjavík, 28. september 2022. Fyrir hönd stjórnar Ferðafélags Íslands, Sigrún Valbergsdóttir forseti
Kæri félagi í Ferðafélagi Íslands, Starfsemi Ferðafélags Íslands hefur verið í miklum blóma undanfarin ár, félagsmenn hafa aldrei verið fleiri, félagsstarfið öflugt og fjárhagurinn sterkur. Undanfarið ár hefur hins vegar hvílt skuggi yfir starfi stjórnar félagsins vegna alvarlegs samskiptavanda á milli forseta og stjórnarfólks annars vegar og forseta og framkvæmdastjóra hins vegar. Fram til þessa hefur stjórnin talið rétt að greina félagsfólki ekki frá þessum vandamálum í þeirri von að þau væri hægt að leysa með farsælum hætti og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Því miður er ljóst eftir tilkynningu Önnu Dóru Sæþórsdóttur, um að hún segði af sér sem forseti Ferðafélags Íslands, að svo verður ekki. Stjórn Ferðafélagsins telur rétt að bregðast við þessu með því að upplýsa félaga um aðdraganda afsagnar forseta. Í kjölfar þess að Anna Dóra var kosin forseti var ljóst að henni fylgdi kraftur og áhugi á að setja mark sitt á starfsemi félagsins. Naut hún í upphafi stuðnings og trausts allra í stjórn. Meðal annars var ráðist í stefnumótunarvinnu fyrir Ferðafélag Íslands til næstu fimm ára, verklagsreglur um góða stjórnarhætti endurbættar og verkferlar er snerta einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni og ofbeldi uppfærðir. Fljótlega tók að bera á ólýðræðislegum vinnubrögðum forseta og mikilvæg mál ekki borin undir stjórn eins og vera ber. Stærsti ásteytingarsteinninn var þegar forseti vildi einhliða skipta út framkvæmdastjóra okkar, Páli Guðmundssyni, án þess að fyrir því lægju málefnalegar ástæður og engin formleg tillaga um slíkt hefði verið borin undir stjórn. Án samráðs ákvað forseti engu að síður að hefja viðræður um starfslok við framkvæmdastjórann og það án vitundar stjórnar. Þegar stjórnin komst að því, og lýsti sig ósammála, urðu öll samskipti við forseta mjög erfið. Í framhaldi tók við tímabil þar sem framkoma forseta gagnvart framkvæmdastjóra gerði honum erfitt að sinna starfi sínu. Í byrjun júní sl., á háannatíma félagsins, varð stjórn ljóst að ekki yrði búið við óbreytt ástand, enda hagsmunir félagsins í húfi. Stjórn lagði því fram tillögu við forseta þar sem óskað var eftir því að hún héldi sig til hlés um stundarsakir á meðan leitast væri við að leysa samskiptavandann. Forseti hafnaði því líkt og tillögu stjórnar um að leita til utanaðkomandi ráðgjafa til að bæta samskiptin. Á sama tíma hafði framkvæmdastjóri lagt fram formlega kvörtun vegna eineltis af hálfu forseta og voru nýuppfærðar verklagsreglur Ferðafélagsins í eineltismálum því virkjaðar og leitað aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Í kjölfar þess barst stjórn tölvupóstur frá forseta með ávirðingum um að rekstur félagsins væri í ólestri. Þessar fullyrðingar voru alveg á skjön við ræðu forseta á aðalfundi í mars sl. og ársskýrslu stjórnar sem samþykkt var á sama fundi, en þar kom einmitt fram að rekstur félagsins stæði einstaklega vel. Til þess að bregðast við þessum athugasemdum forseta ákvað stjórn að fá álit endurskoðanda sem staðfesti að reksturinn væri traustur og fjárhagsstaða sterk og þau gögn lögð fyrir á stjórnarfundi þann 28. júní sl. Forseti kom einnig með athugasemdir við það hvernig haldið hefði verið á málum sem upp hafa komið innan félagsins í samskiptum einstaklinga, og varða m.a. kynferðislegar áreitni. Gagnrýndi hún ýmist að framkvæmdastjóri hefði eytt of miklum tíma í að sinna þeim málum eða að of lítið væri gert. Á sama stjórnarfundi var því lögð fram greinargerð um hvernig tekið hefði verið á slíkum málum hjá félaginu undanfarin fimm ár. Þar kom m.a. fram: „Alls hafa komið upp sex mál á sl. fimm árum hjá Ferðafélagi Íslands sem varða kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi eða einelti. Öllum málunum er lokið nema eitt er í skoðun hjá faglegum utanaðkomandi aðila. Málin voru ýmist leyst með sátt á milli aðila, afsögn, skriflegri áminningu, tiltali og tilfærslu í starfi eða samstarfi var hætt eða það ekki endurnýjað. Af þessum sex málum voru fjögur á vettvangi félagsins og tvö utan starfsemi félagsins. Ferðafélag Íslands er með viðbragðsáætlun vegna áreitismála og er hún hluti af stjórnkerfi félagsins og er virkjuð ef mál eru tilkynnt til félagsins.“ Allt þetta ár hefur stjórn Ferðafélagsins leitað allra leiða til að leiða þessi samskiptamál við forseta til lykta með farsælum hætti fyrir félagið. Okkur þykir miður að það tókst ekki. Stjórnin mun engu að síður halda áfram að leita leiða til þess að tryggja frið um starfsemi félagsins og verða þessi mál tekin til umræðu á næsta aðalfundi þess. Í stóru félagi eins og FÍ geta komið upp ýmis álitamál í samskiptum einstaklinga og í þeim tilvikum sem borist hafa kvartanir hefur verið tekist á við þær með faglegum hætti og í samræmi við viðbragðsáætlun. Stjórn Ferðafélags Íslands er skipuð fjölbreyttum hópi sjálfboðaliða úr ólíkum áttum, bæði konum og körlum. Það er ósk okkar að blómleg starfsemi FÍ fái áfram að vaxa og dafna með sameinuðum kröftum okkar allra. Virðingarfyllst Reykjavík, 28. september 2022. Fyrir hönd stjórnar Ferðafélags Íslands, Sigrún Valbergsdóttir forseti
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Tengdar fréttir Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Leiðsögumenn hjá FÍ hætta í skugga ásakana um einelti Tveir leiðsögumenn hafa sagt sig úr Ferðafélagi Íslands vegna eineltis sem þeir segjast hafa orðið fyrir innan félagsins. Framkvæmdastjórinn segir málið vera í ferli hjá óháðri sálfræðistofu. 3. maí 2022 09:00 Kjörin formaður Ferðafélags Íslands fyrst kvenna Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands og tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu sautján ár. Anna Dóra er fyrsta konan til að taka við embætti forseta FÍ í 94 ára sögu félagsins. 8. júní 2021 23:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34
Leiðsögumenn hjá FÍ hætta í skugga ásakana um einelti Tveir leiðsögumenn hafa sagt sig úr Ferðafélagi Íslands vegna eineltis sem þeir segjast hafa orðið fyrir innan félagsins. Framkvæmdastjórinn segir málið vera í ferli hjá óháðri sálfræðistofu. 3. maí 2022 09:00
Kjörin formaður Ferðafélags Íslands fyrst kvenna Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands og tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu sautján ár. Anna Dóra er fyrsta konan til að taka við embætti forseta FÍ í 94 ára sögu félagsins. 8. júní 2021 23:10