Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 17:00 Áfram er opin hola við lögnina sem gaf sig. Vísir/Vilhelm Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent