Viðskiptavinir geti setið uppi með hundruð þúsunda króna reikning Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. september 2022 12:03 Staðan var einna verst í Möðrudal þar sem fjölmargir skemmdir bílaleigubílar sátu fastir á laugardag. Aðsend/Vilhjálmur Vernharðsson Bílaleigur landsins standa uppi með gríðarlegt tjón eftir fárviðri helgarinnar en margir bílar eru óökufærir. Bæði bílaleigurnar og viðskiptavinir bera kostnaðinn að sögn forstjóra Bílaleigu Akureyrar en hann getur numið nokkrum milljónum króna. Þar af gætu óheppnir ferðamenn þurft að greiða hundruð þúsunda. Rauð viðvörun var í gildi á Austurlandi á laugardag og sátu til að mynda tugir ferðamanna fastir í Möðrudal en veður var einnig mjög slæmt á Suðurlandi. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, greindi frá því í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að enn ætti eftir að ná almennilega utan um tjónið. „Við vitum svo sem sirka hversu margir bílar fóru mjög illa, það er að segja brotnuðu rúður og voru bara óökuhæfir eftir fárviðrið. Þeir voru fjórir eða fimm en síðan eru fullt af bílum sem fengu á sig mikinn sandblástur. Það voru kannski ekki brotnar rúður og slíkt en eru bara með ónýtt lakk og annað. Þetta eru eitthvað í kringum fimmtán bílar,“ sagði Steingrímur. Milljóna króna tjón á hvern bíl Bæði bílaleigan og viðskiptavinirnir bera kostnaðinn við tjónið en í tilfellum þar sem viðskiptavinir eru með sand- og öskufokstryggingu lendir tjónið á bílaleigunni. Altjón á bíl geti numið tveimur til þremur milljónum króna en meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig. Hann tekur sem dæmi Mercedes-Benz bíl sem skemmdist í fárviðrinu en nýr bíll kostar í kringum sautján til átján milljónir og tjónið þar með upp á fjórar eða fimm milljónir. Miðað er við að viðskiptavinurinn greiði þó ekki meira en milljón. „Mér sýnist alla vega miðað við þær upplýsingar sem við erum með núna, þá eru svona tveir þriðju að lenda á okkur og einn þriðji á kúnnum, sem við eigum síðan eftir að innheimta. Það gengur nú misvel af því að það er engin launung að það er ekkert auðvelt að sitja fyrir framan viðskiptavin sem lendir í svona fárviðri og reyna að rukka hann um háar fjárhæðir,“ segir Steingrímur. Reynt sé að innheimta kostnaðinn áður en fólk fer úr landi en annars sé reynt eftir fremsta megni að vinna með viðskiptavinum og tryggingarfélögum þeirra. „Í sumum tilfellum þá er þetta fólk tryggt erlendis og fær það bætt, og við erum í samstarfi og samskiptum við ferðaskrifstofurnar sem hafa selt þeim ferðina. Þannig við reynum að vinna þetta eins mjúkt eins og hægt er því þetta er náttúrulega bara ömurlegt fyrir alla aðila, bæði þá sem lenda í þessu og svo okkur,“ segir Steingrímur. Bílaleigur Tryggingar Óveður 25. september 2022 Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Tengdar fréttir „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Rauð viðvörun var í gildi á Austurlandi á laugardag og sátu til að mynda tugir ferðamanna fastir í Möðrudal en veður var einnig mjög slæmt á Suðurlandi. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, greindi frá því í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að enn ætti eftir að ná almennilega utan um tjónið. „Við vitum svo sem sirka hversu margir bílar fóru mjög illa, það er að segja brotnuðu rúður og voru bara óökuhæfir eftir fárviðrið. Þeir voru fjórir eða fimm en síðan eru fullt af bílum sem fengu á sig mikinn sandblástur. Það voru kannski ekki brotnar rúður og slíkt en eru bara með ónýtt lakk og annað. Þetta eru eitthvað í kringum fimmtán bílar,“ sagði Steingrímur. Milljóna króna tjón á hvern bíl Bæði bílaleigan og viðskiptavinirnir bera kostnaðinn við tjónið en í tilfellum þar sem viðskiptavinir eru með sand- og öskufokstryggingu lendir tjónið á bílaleigunni. Altjón á bíl geti numið tveimur til þremur milljónum króna en meta þurfi hvert tilfelli fyrir sig. Hann tekur sem dæmi Mercedes-Benz bíl sem skemmdist í fárviðrinu en nýr bíll kostar í kringum sautján til átján milljónir og tjónið þar með upp á fjórar eða fimm milljónir. Miðað er við að viðskiptavinurinn greiði þó ekki meira en milljón. „Mér sýnist alla vega miðað við þær upplýsingar sem við erum með núna, þá eru svona tveir þriðju að lenda á okkur og einn þriðji á kúnnum, sem við eigum síðan eftir að innheimta. Það gengur nú misvel af því að það er engin launung að það er ekkert auðvelt að sitja fyrir framan viðskiptavin sem lendir í svona fárviðri og reyna að rukka hann um háar fjárhæðir,“ segir Steingrímur. Reynt sé að innheimta kostnaðinn áður en fólk fer úr landi en annars sé reynt eftir fremsta megni að vinna með viðskiptavinum og tryggingarfélögum þeirra. „Í sumum tilfellum þá er þetta fólk tryggt erlendis og fær það bætt, og við erum í samstarfi og samskiptum við ferðaskrifstofurnar sem hafa selt þeim ferðina. Þannig við reynum að vinna þetta eins mjúkt eins og hægt er því þetta er náttúrulega bara ömurlegt fyrir alla aðila, bæði þá sem lenda í þessu og svo okkur,“ segir Steingrímur.
Bílaleigur Tryggingar Óveður 25. september 2022 Ferðamennska á Íslandi Múlaþing Tengdar fréttir „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35
Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent