Vonar að fleiri snúi aftur í landsliðið: „Vilja allir koma og spila fyrir íslenska landsliðið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2022 07:31 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gat leyft sér að brosa eftir að liðið náði í 1-1 jafntefli gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í gær. Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma og Arnar segir að tilfinningin eftir leik hafi verið eins og eftir sigurleik. „Jú tilfinningin er þannig. Sérstaklega vegna þess að liðið barðist allan tímann og gafst aldrei upp. Strákarnir héldu áfram að berjast allan tímann og trúa því að það væru möguleikar,“ sagði Arnar í samtali við Viaplay í gærkvöldi. „Við vissum að það hefur slokknað svolítið á þeim seinustu tuttugu mínúturnar í fleiri leikjum. En ég get bara ekki verið stoltari af öllum þessum 23 leikmönnum sem voru með okkur í dag. Það trúðu því allir að það væri hægt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við sögðum það í hálfleik að við myndum halda áfram að hlaupa fyrir hvorn annan. Við áttum átta ferskar lappir tilbúnar á bekknum og við vissum að við myndum fá færi. Það voru ekki bara þeir sem komu inn á heldur líka þeir sem komu inn á, þeir stóðu sig frábærlega.“ „Ég veit að dómaranum langaði ekkert að gefa þetta rauða spjald“ Íslenska liðið fékk ekki beint það sem maður myndi kalla draumabyrjun í leiknum. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald eftir um tíu mínútna leik og brekkan brött fyrir íslensku strákana. Arnar segist þó ekki vera sannfærður um það að dómurinn hafi verið réttur. „Nei, mér fannst þetta soft. Ég var að horfa á þetta aftur og það sem gerist í rauninni er að það er tosað í hann fyrst. Þú sérð öxlina á Aroni leggjast niður og það er þess vegna sem hann kemst fram fyrir hann. Ég veit að dómaranum langaði ekkert að gefa þetta rauða spjald, en svona er þetta bara. Þetta getur gerst og við vorum klárir með Plan B fyrir svona hluti og strákarnir útfærðu það nánast fullkomlega. Auðvitað fengum við einhver færi á okkur. En við vorum byrjaðir að pressa þá hátt, sérstaklega svona seinasta hálftímann í þessum leik og þeir lentu bara í basli með okkur.“ „Skila þessu stigi alveg jafn mikið og þeir sem komu inn á“ Eins og áður segir var það Mikael Neville Anderson sem skoraði jöfnunarmark Íslands í leiknum, en hann hafði komið inn á sem varamaður þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Arnar vildi þó ekki eigna skiptingum sínum heiðurinn af stiginu. „Þeir sem byrjuðu inn á og hlupu úr sér lungun allan leikinn og þeir sem komu út af eftir að þeir voru orðnir þreyttir skila þessu stigi alveg jafn mikið og þeir sem komu inn á. Svo má ekki gleyma því að það voru nokkrir sem komu ekkert inn á og þeir voru alveg jafn ánægðir og allir með þetta stig.“ „Það sem mér finnst vera mikilvægast í þessu er að á svona kvöldum þar sem maður fær í rauninni staðfestingu á því að liðið er orðið að liðsheild. Það er það sem við erum búnir að vera að vinna í. Við höfum alltaf sagt að við erum að undirbúa liðið fyrir næstu undankeppni sem hefst í mars á næsta ári og þetta er bara aftur skref í rétta átt.“ Vonast til að fá fleiri reynda leikmenn aftur inn Í seinustu tveimur leikjum höfum við séð eldri og reyndari menn snúa aftur í landsliðið eftir mislanga fjarveru. Þeir Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson hafa allir snúið aftur og Arnar útilokar ekki að fleiri úr gamla bandinu láti sjá sig á ný. „Ég vona það. Það sem hefur verið jákvætt er að menn eru allir hungraðir. Það vilja allir koma og spila fyrir íslenska landsliðið og það er jákvætt. Ég sagði það þegar við tilkynntum hópinn fyrir rúmri viku síðan að við erum með Jóa B [Jóhann Berg Guðmundsson] og við erum með Sverri [Inga Ingason] og fleiri leikmenn sem eru líka hungraðir að koma til baka. Ég vona að við getum bara valið okkar sterkasta lið og sterkasta hóp og þá er ansi mikið mögulegt. Við hlökkum til að halda áfram að vinna með liðinu,“ sagði Arnar að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu“ „Mér líður bara eins og við höfum unnið þennan leik,“ sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í kvöld. 27. september 2022 21:41 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
„Jú tilfinningin er þannig. Sérstaklega vegna þess að liðið barðist allan tímann og gafst aldrei upp. Strákarnir héldu áfram að berjast allan tímann og trúa því að það væru möguleikar,“ sagði Arnar í samtali við Viaplay í gærkvöldi. „Við vissum að það hefur slokknað svolítið á þeim seinustu tuttugu mínúturnar í fleiri leikjum. En ég get bara ekki verið stoltari af öllum þessum 23 leikmönnum sem voru með okkur í dag. Það trúðu því allir að það væri hægt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við sögðum það í hálfleik að við myndum halda áfram að hlaupa fyrir hvorn annan. Við áttum átta ferskar lappir tilbúnar á bekknum og við vissum að við myndum fá færi. Það voru ekki bara þeir sem komu inn á heldur líka þeir sem komu inn á, þeir stóðu sig frábærlega.“ „Ég veit að dómaranum langaði ekkert að gefa þetta rauða spjald“ Íslenska liðið fékk ekki beint það sem maður myndi kalla draumabyrjun í leiknum. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald eftir um tíu mínútna leik og brekkan brött fyrir íslensku strákana. Arnar segist þó ekki vera sannfærður um það að dómurinn hafi verið réttur. „Nei, mér fannst þetta soft. Ég var að horfa á þetta aftur og það sem gerist í rauninni er að það er tosað í hann fyrst. Þú sérð öxlina á Aroni leggjast niður og það er þess vegna sem hann kemst fram fyrir hann. Ég veit að dómaranum langaði ekkert að gefa þetta rauða spjald, en svona er þetta bara. Þetta getur gerst og við vorum klárir með Plan B fyrir svona hluti og strákarnir útfærðu það nánast fullkomlega. Auðvitað fengum við einhver færi á okkur. En við vorum byrjaðir að pressa þá hátt, sérstaklega svona seinasta hálftímann í þessum leik og þeir lentu bara í basli með okkur.“ „Skila þessu stigi alveg jafn mikið og þeir sem komu inn á“ Eins og áður segir var það Mikael Neville Anderson sem skoraði jöfnunarmark Íslands í leiknum, en hann hafði komið inn á sem varamaður þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Arnar vildi þó ekki eigna skiptingum sínum heiðurinn af stiginu. „Þeir sem byrjuðu inn á og hlupu úr sér lungun allan leikinn og þeir sem komu út af eftir að þeir voru orðnir þreyttir skila þessu stigi alveg jafn mikið og þeir sem komu inn á. Svo má ekki gleyma því að það voru nokkrir sem komu ekkert inn á og þeir voru alveg jafn ánægðir og allir með þetta stig.“ „Það sem mér finnst vera mikilvægast í þessu er að á svona kvöldum þar sem maður fær í rauninni staðfestingu á því að liðið er orðið að liðsheild. Það er það sem við erum búnir að vera að vinna í. Við höfum alltaf sagt að við erum að undirbúa liðið fyrir næstu undankeppni sem hefst í mars á næsta ári og þetta er bara aftur skref í rétta átt.“ Vonast til að fá fleiri reynda leikmenn aftur inn Í seinustu tveimur leikjum höfum við séð eldri og reyndari menn snúa aftur í landsliðið eftir mislanga fjarveru. Þeir Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson hafa allir snúið aftur og Arnar útilokar ekki að fleiri úr gamla bandinu láti sjá sig á ný. „Ég vona það. Það sem hefur verið jákvætt er að menn eru allir hungraðir. Það vilja allir koma og spila fyrir íslenska landsliðið og það er jákvætt. Ég sagði það þegar við tilkynntum hópinn fyrir rúmri viku síðan að við erum með Jóa B [Jóhann Berg Guðmundsson] og við erum með Sverri [Inga Ingason] og fleiri leikmenn sem eru líka hungraðir að koma til baka. Ég vona að við getum bara valið okkar sterkasta lið og sterkasta hóp og þá er ansi mikið mögulegt. Við hlökkum til að halda áfram að vinna með liðinu,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu“ „Mér líður bara eins og við höfum unnið þennan leik,“ sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í kvöld. 27. september 2022 21:41 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
„Ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu“ „Mér líður bara eins og við höfum unnið þennan leik,“ sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í kvöld. 27. september 2022 21:41
Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15
Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31