„Ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 21:41 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Íslands í kvöld. Matthew Pearce/Icon Sportswire via Getty Images „Mér líður bara eins og við höfum unnið þennan leik,“ sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í kvöld. Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31
Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15