Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2022 19:31 Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands. Vísir/Egill Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag. Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07
Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30