Segir markmenn lata og vill franskan rennilás á takkaskó Valur Páll Eiríksson skrifar 27. september 2022 12:31 Jón Gnarr lét sig hafa það að horfa á landsleik Englands og Þýskalands í gær. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, grínisti og leikari með meiru, fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á meðan hann horfði á leik Englands og Þýskalands í Þjóðadeild Evrópu. Hann segist hafa neyðst til að horfa á leikinn hvar hann sat fastur á hótelherbergi í Þýskalandi. „[S]it hér á hótelherbergi í þýskalandi og hef ekkert að horfa á nema þennan leik. skil hvorki leikinn né þýsku. heyrði þulinn segja “Japan” áðan en skil ekki samhengið. en held auðvitað með Þýskalandi,“ sagði Jón meðal annars á Twitter í gærkvöld. Hann sagði þá að bæði lið þyrftu að bæta sína spilamennsku á meðan fyrri hálfleiknum stóð en hann var markalaus. Englendingar verða að laga sendingar, þurfa að vera lengri og hnitmiðaðri. Þjóðverjar alltof stífir í vörninni, vantar meira flæði og of mikið einspil í sóknum. heilt yfir ágætur bolti en mætti samt vera meira samba en minni polki #boltaspjall— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 „[Þ]að er ekki nóg að hreinsa bara frá markinu og sparka boltanum eitthvað. nota svona tækifæri í öfluga sókn, ekki bara éta og bryðja róandi lyf. og svo verður einhver að fara að kenna markmönnum að gefa sendingar. öll orðin þreytt á þessum löngu sendingum þeirra bara eitthvað,“ sagði Jón enn fremur en lét það ekki duga um markverðina. „Getur nú varla verið erfitt starf að vera markmaður, hanga á sama stað einsog aumingi og horfa á aðra sprengja sig á hlaupum. hoppa smá og henda sér jörðina nokkrum sinnum. eru meira að segja með e-a asnalega hanska á höndunum og eru örugglega að berjast fyrir að fá hjálma. rugl!“ sagði Jón og ljóst að þeir Nick Pope og Marc-Andre Ter Stegen hafa ekki heillað hann mikið. Franskan rennilás á takkaskóna Jóni leiddist þá að horfa á leikmenn að reima skóþveng sinn. Það væri bæði alltof tímafrekt og skapaði að auki slysahættu. Franskur rennilás myndi leysa vandamálið. þegar ég horfi á leiki þá leiðist mér alltaf að horfa uppá leikmenn reima skóna sína. fer alltof mikill tími í þetta og skapar líka slysahættu. hvað hafa margir dottið um hálfvita sem er að reima ? get real!! pic.twitter.com/jYfeRWv3y9— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 Jón studdi Þjóðverja í leiknum, líkt og fram kemur að ofan, en fékk þó ekki að sjá þá fagna sigri. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust þeir þýsku 2-0 yfir með mörkum frá Ilkay Gundogan og Kai Havertz, sem báðir leika á Englandi. Átta mínútum eftir mark Havertz hafði England jafnað, á 75. mínútu eftir mörk Luke Shaw og Masons Mount. Átta mínútum síðar skoraði Harry Kane þriðja mark Englands af vítapunktinum en Havertz skoraði sitt annað mark á 87. mínútu til að tryggja þeim þýsku stig. England hafnaði í botnsæti riðils liðanna í Þjóðadeildinni, með þrjú stig, og féll niður í B-deild. Þjóðverjar enduðu með sjö stig þar fyrir ofan. Ungvegar komu mörgum á óvart og lentu í öðru sæti með tíu stig en sigur Ítalíu á þeim ungversku í gærkvöld tryggði Evrópumeisturunum toppsætið og sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
„[S]it hér á hótelherbergi í þýskalandi og hef ekkert að horfa á nema þennan leik. skil hvorki leikinn né þýsku. heyrði þulinn segja “Japan” áðan en skil ekki samhengið. en held auðvitað með Þýskalandi,“ sagði Jón meðal annars á Twitter í gærkvöld. Hann sagði þá að bæði lið þyrftu að bæta sína spilamennsku á meðan fyrri hálfleiknum stóð en hann var markalaus. Englendingar verða að laga sendingar, þurfa að vera lengri og hnitmiðaðri. Þjóðverjar alltof stífir í vörninni, vantar meira flæði og of mikið einspil í sóknum. heilt yfir ágætur bolti en mætti samt vera meira samba en minni polki #boltaspjall— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 „[Þ]að er ekki nóg að hreinsa bara frá markinu og sparka boltanum eitthvað. nota svona tækifæri í öfluga sókn, ekki bara éta og bryðja róandi lyf. og svo verður einhver að fara að kenna markmönnum að gefa sendingar. öll orðin þreytt á þessum löngu sendingum þeirra bara eitthvað,“ sagði Jón enn fremur en lét það ekki duga um markverðina. „Getur nú varla verið erfitt starf að vera markmaður, hanga á sama stað einsog aumingi og horfa á aðra sprengja sig á hlaupum. hoppa smá og henda sér jörðina nokkrum sinnum. eru meira að segja með e-a asnalega hanska á höndunum og eru örugglega að berjast fyrir að fá hjálma. rugl!“ sagði Jón og ljóst að þeir Nick Pope og Marc-Andre Ter Stegen hafa ekki heillað hann mikið. Franskan rennilás á takkaskóna Jóni leiddist þá að horfa á leikmenn að reima skóþveng sinn. Það væri bæði alltof tímafrekt og skapaði að auki slysahættu. Franskur rennilás myndi leysa vandamálið. þegar ég horfi á leiki þá leiðist mér alltaf að horfa uppá leikmenn reima skóna sína. fer alltof mikill tími í þetta og skapar líka slysahættu. hvað hafa margir dottið um hálfvita sem er að reima ? get real!! pic.twitter.com/jYfeRWv3y9— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 26, 2022 Jón studdi Þjóðverja í leiknum, líkt og fram kemur að ofan, en fékk þó ekki að sjá þá fagna sigri. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust þeir þýsku 2-0 yfir með mörkum frá Ilkay Gundogan og Kai Havertz, sem báðir leika á Englandi. Átta mínútum eftir mark Havertz hafði England jafnað, á 75. mínútu eftir mörk Luke Shaw og Masons Mount. Átta mínútum síðar skoraði Harry Kane þriðja mark Englands af vítapunktinum en Havertz skoraði sitt annað mark á 87. mínútu til að tryggja þeim þýsku stig. England hafnaði í botnsæti riðils liðanna í Þjóðadeildinni, með þrjú stig, og féll niður í B-deild. Þjóðverjar enduðu með sjö stig þar fyrir ofan. Ungvegar komu mörgum á óvart og lentu í öðru sæti með tíu stig en sigur Ítalíu á þeim ungversku í gærkvöld tryggði Evrópumeisturunum toppsætið og sæti í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira