Segir hund nágrannans hafa ráðist á litla stelpu: „Maður bara fékk sjokk“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 21:11 Halldóra segir hundinn líkjast þýskum fjárhundi. Vísir/Vilhelm/Getty Íbúi á Akureyri segist ráðalaus vegna hunds sem börnum stafi ógn af. Hundurinn hafi glefsað í litla stelpu fyrr í dag, og kallað hafi verið á lögreglu. Hún segir hundinn sitja bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana og gelta stanslaust. Íbúinn vill hundinn burt. Halldóra Kr. Larsen, íbúi í Keilusíðu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé óboðlegt. Árás á lítið barn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Hún segir að margoft hafi verið kvartað til Matvælastofnunar og Akureyrarbæjar en ekkert hafi verið gert. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn. Eigandinn hefur hann bundinn hérna úti í garði heilu og hálfu dagana og er ekki að sinna honum almennilega – og bara vanrækir hann,“ segir Halldóra. Krakkarnir dauðhræddir Halldóra segir að unga stelpan hafi blessunarlega ekki meiðst alvarlega. Hún hafi ekki verið bitin til blóðs en hlotið bólgu og roða. Halldóra gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda en lögregla tók skýrslu af stelpunni sem bitið var í og vitnum eftir atvikið í dag. Hún segir krakkana í nágrenninu dauðhrædda og bætir við að hundurinn sé einfaldlega ekki hæfur til að vera í fjölbýlishúsi. „Maður bara fékk sjokk þegar maður heyrði þvílíkt árásargjarnt gelt hérna úti og öskur; það rann vatn milli skinns og hörunds hjá manni - öskurinn og gráturinn í börnunum. Þau voru skíthrædd. Þetta voru fjórar litlar stelpur sem voru að labba hérna með lítinn hund og þessi hundur er svona svipaður og schaefer á stærð, kannski aðeins minni. Og hann kemur og ræðst á hinn hundinn og nær að glefsa í eitt barnið,“ segir Halldóra Alfarið eigandanum að kenna Halldóra segir að sonur eiganda hundsins hafi verið úti að labba með hann þegar hann náði að slíta sig lausan. Sonurinn hafi ekkert ráðið við hundinn. „Við viljum hundinn eiginlega bara í burtu . Við erum alveg á því að það eru ekki til slæmir hundar. Það eru til slæmir eigendur. Hundarnir, ef maður elur þá ekki upp og þeir eru vanræktir svona, auðvitað verða þeir snargeðveikir og árásargjarnir. Það þarf að ala þá rétt upp til að þeir séu húsum hæfir og hæfir til að vera í kringum börn og aðra hunda. Það er ekki við hundinn að sakast að hann sé vanræktur á þennan hátt, það er alfarið eigandanum að kenna að hún sé að vanrækja hann svona,“ segir Halldóra. Hundar Dýr Akureyri Gæludýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Halldóra Kr. Larsen, íbúi í Keilusíðu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé óboðlegt. Árás á lítið barn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Hún segir að margoft hafi verið kvartað til Matvælastofnunar og Akureyrarbæjar en ekkert hafi verið gert. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn. Eigandinn hefur hann bundinn hérna úti í garði heilu og hálfu dagana og er ekki að sinna honum almennilega – og bara vanrækir hann,“ segir Halldóra. Krakkarnir dauðhræddir Halldóra segir að unga stelpan hafi blessunarlega ekki meiðst alvarlega. Hún hafi ekki verið bitin til blóðs en hlotið bólgu og roða. Halldóra gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda en lögregla tók skýrslu af stelpunni sem bitið var í og vitnum eftir atvikið í dag. Hún segir krakkana í nágrenninu dauðhrædda og bætir við að hundurinn sé einfaldlega ekki hæfur til að vera í fjölbýlishúsi. „Maður bara fékk sjokk þegar maður heyrði þvílíkt árásargjarnt gelt hérna úti og öskur; það rann vatn milli skinns og hörunds hjá manni - öskurinn og gráturinn í börnunum. Þau voru skíthrædd. Þetta voru fjórar litlar stelpur sem voru að labba hérna með lítinn hund og þessi hundur er svona svipaður og schaefer á stærð, kannski aðeins minni. Og hann kemur og ræðst á hinn hundinn og nær að glefsa í eitt barnið,“ segir Halldóra Alfarið eigandanum að kenna Halldóra segir að sonur eiganda hundsins hafi verið úti að labba með hann þegar hann náði að slíta sig lausan. Sonurinn hafi ekkert ráðið við hundinn. „Við viljum hundinn eiginlega bara í burtu . Við erum alveg á því að það eru ekki til slæmir hundar. Það eru til slæmir eigendur. Hundarnir, ef maður elur þá ekki upp og þeir eru vanræktir svona, auðvitað verða þeir snargeðveikir og árásargjarnir. Það þarf að ala þá rétt upp til að þeir séu húsum hæfir og hæfir til að vera í kringum börn og aðra hunda. Það er ekki við hundinn að sakast að hann sé vanræktur á þennan hátt, það er alfarið eigandanum að kenna að hún sé að vanrækja hann svona,“ segir Halldóra.
Hundar Dýr Akureyri Gæludýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira