Segir hund nágrannans hafa ráðist á litla stelpu: „Maður bara fékk sjokk“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 21:11 Halldóra segir hundinn líkjast þýskum fjárhundi. Vísir/Vilhelm/Getty Íbúi á Akureyri segist ráðalaus vegna hunds sem börnum stafi ógn af. Hundurinn hafi glefsað í litla stelpu fyrr í dag, og kallað hafi verið á lögreglu. Hún segir hundinn sitja bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana og gelta stanslaust. Íbúinn vill hundinn burt. Halldóra Kr. Larsen, íbúi í Keilusíðu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé óboðlegt. Árás á lítið barn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Hún segir að margoft hafi verið kvartað til Matvælastofnunar og Akureyrarbæjar en ekkert hafi verið gert. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn. Eigandinn hefur hann bundinn hérna úti í garði heilu og hálfu dagana og er ekki að sinna honum almennilega – og bara vanrækir hann,“ segir Halldóra. Krakkarnir dauðhræddir Halldóra segir að unga stelpan hafi blessunarlega ekki meiðst alvarlega. Hún hafi ekki verið bitin til blóðs en hlotið bólgu og roða. Halldóra gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda en lögregla tók skýrslu af stelpunni sem bitið var í og vitnum eftir atvikið í dag. Hún segir krakkana í nágrenninu dauðhrædda og bætir við að hundurinn sé einfaldlega ekki hæfur til að vera í fjölbýlishúsi. „Maður bara fékk sjokk þegar maður heyrði þvílíkt árásargjarnt gelt hérna úti og öskur; það rann vatn milli skinns og hörunds hjá manni - öskurinn og gráturinn í börnunum. Þau voru skíthrædd. Þetta voru fjórar litlar stelpur sem voru að labba hérna með lítinn hund og þessi hundur er svona svipaður og schaefer á stærð, kannski aðeins minni. Og hann kemur og ræðst á hinn hundinn og nær að glefsa í eitt barnið,“ segir Halldóra Alfarið eigandanum að kenna Halldóra segir að sonur eiganda hundsins hafi verið úti að labba með hann þegar hann náði að slíta sig lausan. Sonurinn hafi ekkert ráðið við hundinn. „Við viljum hundinn eiginlega bara í burtu . Við erum alveg á því að það eru ekki til slæmir hundar. Það eru til slæmir eigendur. Hundarnir, ef maður elur þá ekki upp og þeir eru vanræktir svona, auðvitað verða þeir snargeðveikir og árásargjarnir. Það þarf að ala þá rétt upp til að þeir séu húsum hæfir og hæfir til að vera í kringum börn og aðra hunda. Það er ekki við hundinn að sakast að hann sé vanræktur á þennan hátt, það er alfarið eigandanum að kenna að hún sé að vanrækja hann svona,“ segir Halldóra. Hundar Dýr Akureyri Gæludýr Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Halldóra Kr. Larsen, íbúi í Keilusíðu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að ástandið sé óboðlegt. Árás á lítið barn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Hún segir að margoft hafi verið kvartað til Matvælastofnunar og Akureyrarbæjar en ekkert hafi verið gert. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn. Eigandinn hefur hann bundinn hérna úti í garði heilu og hálfu dagana og er ekki að sinna honum almennilega – og bara vanrækir hann,“ segir Halldóra. Krakkarnir dauðhræddir Halldóra segir að unga stelpan hafi blessunarlega ekki meiðst alvarlega. Hún hafi ekki verið bitin til blóðs en hlotið bólgu og roða. Halldóra gagnrýnir aðgerðarleysi yfirvalda en lögregla tók skýrslu af stelpunni sem bitið var í og vitnum eftir atvikið í dag. Hún segir krakkana í nágrenninu dauðhrædda og bætir við að hundurinn sé einfaldlega ekki hæfur til að vera í fjölbýlishúsi. „Maður bara fékk sjokk þegar maður heyrði þvílíkt árásargjarnt gelt hérna úti og öskur; það rann vatn milli skinns og hörunds hjá manni - öskurinn og gráturinn í börnunum. Þau voru skíthrædd. Þetta voru fjórar litlar stelpur sem voru að labba hérna með lítinn hund og þessi hundur er svona svipaður og schaefer á stærð, kannski aðeins minni. Og hann kemur og ræðst á hinn hundinn og nær að glefsa í eitt barnið,“ segir Halldóra Alfarið eigandanum að kenna Halldóra segir að sonur eiganda hundsins hafi verið úti að labba með hann þegar hann náði að slíta sig lausan. Sonurinn hafi ekkert ráðið við hundinn. „Við viljum hundinn eiginlega bara í burtu . Við erum alveg á því að það eru ekki til slæmir hundar. Það eru til slæmir eigendur. Hundarnir, ef maður elur þá ekki upp og þeir eru vanræktir svona, auðvitað verða þeir snargeðveikir og árásargjarnir. Það þarf að ala þá rétt upp til að þeir séu húsum hæfir og hæfir til að vera í kringum börn og aðra hunda. Það er ekki við hundinn að sakast að hann sé vanræktur á þennan hátt, það er alfarið eigandanum að kenna að hún sé að vanrækja hann svona,“ segir Halldóra.
Hundar Dýr Akureyri Gæludýr Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira