Þættirnir gerast eftir að ákveðin sveppategund byrjaði að breyta mönnum í nokkurs konar uppvakinga sem drepa og éta aðrar manneskjur. Sveppur þessi byggir á raunverulegum sveppategundum í í náttúrunni sem hafa verið að breyta skordýrum og öðrum kvikindum í uppvakninga í milljónir ára.
Fylgi þættirnir sögu leikjanna eftir, sem þeir virðast í það minnsta gera að hluta til, miðað við stikluna, þá fær Joel það verkefni að smygla ungri konu sem heitir Ellie til vísindamanna sem telja sig geta stöðvað útbreiðslu faraldursins.
Í þáttunum munu þau væntanlega ferðast um rústir Bandaríkjanna og hitta þar fyrir annað fólk og uppvakinga.
Þættirnir verða frumsýndir á HBO Max á næsta ári og eru þeir alls tíu talsins.