Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2022 13:11 Aldan skellur á grjótgarðana á Borgarfirði eystra á háflóði í hádeginu í dag. Helga Björg Eiríksdóttir Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að áhyggjur hafi verið í gærkvöldi af áhlaðanda úti fyrir Borgarfirði eystra. Aðstæður hafi verið svipaðar þeim sem uppi voru í janúar 2021 og ullu skemmdum á bátum í höfn og húsum. „Talsverður viðbúnaður var af þeim sökum á Borgarfirði í gær. Aðgerðir gengu vel og lítið sem ekkert tjón að því er virðist í höfninni eða annarsstaðar,“ segir í tilkynningunni. Nokkrar hjálparbeiðnir til björgunarsveita hafi borist með morgninum vegna foks á Reyðarfirði, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Veður sé því enn slæmt á fjörðunum og full ástæða til að fara varlega. Telja má líklegt að hörðustu sjósundskappar á Borgarfirði eystra sleppi úr einum degi í dag.Helga Björg Eiríksdóttir „Sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðabyggð munu hefja hreinsunar- og viðgerðarstarf um leið og veður leyfir. Talsvert verk bíður sveitarfélaganna við það verk sem og fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem hafa mátt þola tjón vegna óveðursins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Lögreglan hvetur til áframhaldandi varkárni vegna veðurs og um leið þakkar íbúum fjórðungsins fyrir þann góða viðbúnað sem sýnilega hafi verið viðhafður í aðdraganda þess þar sem lausamunir voru tryggðir eins og hægt var og ferðalögum frestað. „Það létti á viðbragðsaðilum og má fullyrða að hafi komið í veg fyrir frekara tjón og jafnvel slys.“ Múlaþing Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21 Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að áhyggjur hafi verið í gærkvöldi af áhlaðanda úti fyrir Borgarfirði eystra. Aðstæður hafi verið svipaðar þeim sem uppi voru í janúar 2021 og ullu skemmdum á bátum í höfn og húsum. „Talsverður viðbúnaður var af þeim sökum á Borgarfirði í gær. Aðgerðir gengu vel og lítið sem ekkert tjón að því er virðist í höfninni eða annarsstaðar,“ segir í tilkynningunni. Nokkrar hjálparbeiðnir til björgunarsveita hafi borist með morgninum vegna foks á Reyðarfirði, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Veður sé því enn slæmt á fjörðunum og full ástæða til að fara varlega. Telja má líklegt að hörðustu sjósundskappar á Borgarfirði eystra sleppi úr einum degi í dag.Helga Björg Eiríksdóttir „Sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðabyggð munu hefja hreinsunar- og viðgerðarstarf um leið og veður leyfir. Talsvert verk bíður sveitarfélaganna við það verk sem og fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem hafa mátt þola tjón vegna óveðursins,“ segir í tilkynningu lögreglu. Lögreglan hvetur til áframhaldandi varkárni vegna veðurs og um leið þakkar íbúum fjórðungsins fyrir þann góða viðbúnað sem sýnilega hafi verið viðhafður í aðdraganda þess þar sem lausamunir voru tryggðir eins og hægt var og ferðalögum frestað. „Það létti á viðbragðsaðilum og má fullyrða að hafi komið í veg fyrir frekara tjón og jafnvel slys.“
Múlaþing Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21 Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21
Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54